Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007
Kornrækt á Íslandi fer vaxandi ár frá ári. Í dag
eru skráðar um fjörutíu til fimmtíu þreskivélar á
landinu sem skila góðri uppskeru.
Kornrækt hefur aukist mjög að umfangi síðustu ár
og má líta svo á að hún sé komin til að vera á Íslandi.
Árið 1995 var ræktað korn á um 500 hekturum, 1998
hafði það svæði þrefaldast. Jónatan Hermannsson,
tilraunastjóri á Korpu, telur að nú séu um 4.000 hekt-
arar lands notaðir undir kornrækt sem muni skila um
það bil 14 til 16 þúsund tonna uppskeru í ár.
„Hér er aðallega ræktað bygg,“ útskýrir Jónatan, en
í flestum tilfellum eru það kúabændur sem rækta það
og nota sem fóður fyrir kýrnar sínar. Þá er kornið einn-
ig notað sem fóður fyrir svín en í mjög litlum mæli til
manneldis. Lítið eitt er ræktað af höfrum á Íslandi að
sögn Jónatans en aðeins einn maður á landinu ræktar
hveiti. Það er Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum sem einnig er formaður Landssambands
kornbænda. „Hveiti þarf að rækta með lagni og er að-
eins hægt á hlýjustu svæðum landsins,“ útskýrir Jón-
atan en segir bygg hins vegar ræktað um allt land en
þó mest á Suður- og Norðurlandi. Nú stendur yfir að-
aluppskerutímabilið en septembermánuð nota bænd-
ur yfirleitt til að þreskja kornið sem er þá orðið þrosk-
að. Þó þarf að hafa hraðar hendur svo haustrigning-
in skemmi ekki uppskeruna. Stundum þegar vel árar
hefst þreskingin í lok ágúst.
Kornskurðarvélum hefur fjölgað mjög á síðustu
árum. „Það var sú tíð að ég þekkti þær allar,“ segir
Jónatan glettinn, en hann hefur fyrir löngu misst tölu
á þeim.
Finnbogi Magnússon hjá Jötunn Vélum á Selfossi
hefur selt ófáa kornþreskivélina í gegnum tíðina.
„Sampo-þreskivélarnar sem við erum með umboð
fyrir eru algengustu þreskivélarnar hér á landi,“
segir Finnbogi en töluverð aukning hefur verið í sölu
á slíkum vélum undanfarin ár. Ætli við höfum ekki
selt um þrjár á ári síðastliðin þrjú ár,“ segir Finnbogi
og telur að spennandi tímar séu framundan í korn-
rækt á Íslandi. „Verðið á korni, hveiti og maís hefur
hækkað mikið erlendis og verð á byggi til svínabænda
hefur einnig hækkað,“ segir Finnbogi og spáir því að
miklir möguleikar séu fyrir kornrækt í atvinnuskyni
hér á landi í framtíðinni, sérstaklega þegar tekið er
tillit til þeirrar áherslu sem lögð er á bíódísil og aðra
vistvæna orkugjafa.
Finnbogi telur að um fjörutíu til fimmtíu korn-
þreskivélar séu til á landinu í dag og allar líkur á að
þeim fjölgi töluvert á næstu árum. solveig@frettabladid.is
Kornskurðarvélum fjölgar
í takt við aukna kornrækt
Þreskivélar af gerðinni Sampo sem eru til sölu hjá Jötunn
Vélum.
Kornþreskivélin á hveitiakri Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri með tignarleg fjöllin í baksýn. MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON
Haust-tilboð!
Aðeins örfá hjólhýsi til
á þessu frábæra verði
Innifalið í verði:
Fortjald,
gashellur,
gaskútur,
hitari,
ísskápur
o.fl.
TILBO
Ð!
AÐEIN
S
kr. 990
.000