Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8
Ú T T E K T
ísli Þór Reynisson, nýr meirihluta-
eigandi að glæsilegum lykilhótel-
um í Kaupmannahöfn, hefur langa
reynslu í viðskiptum. Og það mjög
langa, ef marka má umfjöllun um
hann í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Þar
var hann sagður hafa stefnt á að verða ríkur
frá leikskólaaldri, selt inn á bíósýningar á
eigin heimili í Kópavogi á barnsaldri og sett
á laggirnar keðju pylsuvagna á unglingsaldri.
„Við getum sagt að ég hafi verið lengi í bis-
ness,“ segir Gísli fullur hógværðar þar sem
hann stendur inni á skrifstofu Nordic Partn-
ers í Suðurgötunni og býr sig undir mynda-
töku. Nánar er ekki farið út í þá sálma enda
ljóst að Gísli dvelur ekki mikið í fortíðinni.
Gísli, sem er nýskriðinn yfir 42 ára aldur-
inn, er doktor í fjármálahagfræði og tölfræði
frá Tampere-háskóla í Finnlandi, sem er ekki
algengt í íslensku viðskiptalífi. Hann lauk
grunnnámi hér á landi tvítugur en fór að því
loknu utan til Portland í Oregon-ríki í Banda-
ríkjunum og lauk þaðan B.Sc.-gráðu í hag-
fræði frá Lewis & Clark-háskólanum. Námið
hélt áfram og landaði hann MBA-gráðu í fjár-
málafræðum og tölfræði frá Oregon-háskóla
árið 1991 og hóf þar doktorsnám. Dvölin
vestur frá varð hins vegar ekki lengri því
hann fór fljótlega yfir til Finnlands og lagði
þar stund á kennslu, rannsóknir og doktors-
námið.
Gísli segir enga augljósa ástæðu fyrir því
að hann hafi leitað til skóla utan landstein-
anna og sé í engu að sakast við Háskóla Ís-
lands. „Ætli það sé ekki bara uppeldið, hvatn-
ingin frá foreldrunum,“ segir hann án þess
að fara lengra út í það. Engu að síður er ljóst
af áðursögðu að Gísli fékk viðskiptavitið og
listáhugann á æskuheimilinu; foreldrar hans
eru Guðbjörg Gísladóttir sölumanneskja og
Reynir Þorgrímsson ljósmyndari, fyrrver-
andi bílasali og núverandi framkvæmdastjóri
Fyrirtækjasölunnar.
Gestir í húsakynnum Nordic Partners taka
eftir því að þar úir
og grúir af
fallegum listmunum, íslenskum sem erlend-
um, nánar tiltekið frá Lettlandi, en Gísli er
ræðismaður Íslands þar í landi og hefur fjár-
fest talsvert þar í rúman áratug.
FYRSTU SKREFIN Í FINNLANDI
Gísli segir það tilviljun eina að hann hóf að
fjárfesta eins og raunin varð í Lettlandi. „Ég
var að detta inn í kennslu í háskólanum [í
Finnlandi] en var náttúrlega alltaf í smábis-
ness,“ segir hann. Á meðal viðskiptanna var
Finnish Venture Capital, áhættufjárfestinga-
félag undir fjármálasamstæðu, sem Gísli
starfaði hjá um tíma en endaði á að kaupa
með öðrum starfsmönnum. „Ég var þar í þrjú
ár og gekk vel,“ segir Gísli, sem meðfram
þessu stundaði doktorsnám í fjármálafræðum
í Tampere. Gísli lauk Ph.Lic.-prófi frá háskól-
anum árið 1994 en doktorsprófinu ári síðar.
Þar á eftir stundaði hann rannsóknir í einka-
væðingu ríkisfyrirtækja við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum, sem var beint áframhald af
doktorsritgerðinni. Árið 1997 seldi hann svo
Lífskúnstnerinn sem
festi sér flaggskip Dana
Íslenska fjárfestingarfélagið Nordic Partners festi í síðustu viku kaup á danskri hótelkeðju með flaggskip Dana,
glæsihótelið d’Angleterre, og fleiri skrautfjaðrir í Kaupmannahöfn innanborðs. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
settist niður með Gísla Þór Reynissyni, meirihlutaeiganda félagsins, og ræddi við hann um fjárfestingar í
Eystrasaltríkjunum þegar enginn þorði að stíga þar niður fæti.
Nordic Partners setti flugfélagið
IceJet á laggirnar í fyrra en um
tíu mánuðir eru síðan félagið fékk
flugrekstrarleyfi. Félagið á fimm
Dornier-328 einkaþotur, tvær eru
staðsettar á Reykjavíkurflugvelli en
þrjár erlendis.
Vélarnar eru mikið breyttar en
í stærri vélunum eru sæti fyrir
nítján manns en fjórtán í hinum.
„Það er gott pláss fyrir alla og
gæðin höfð í fyrirrúmi hvað við-
kemur viðskiptavinunum,“ segir
Gísli Reynisson og bendir á að eft-
irspurn eftir vélum sem þessum sé
yfir væntingum. Kúnnahópurinn er
stjórnendur fyrirtækja og fleiri víða
um heim, sem horfa í tímasparn-
að með því að fljúga með einkaþot-
um sem þessum, ekki síst þar sem
mikill tími fari til spillis í kjölfar
hertra öryggiskrafna á flugvöllum
sem tefji marga farþega. Þeir sem
leigi þotur IceJet komist hjá öllu
slíku, að sögn Gísla, sem sjálfur kýs
að fara í flugið frá Reykjavíkurflug-
velli og lenda miðsvæðis í erlendum
stórborgum.
Hann vill samt lítið segja um við-
skiptavinina að öðru leyti en því
að þeir séu mjög góðir. „Besti við-
skiptavinurinn sem við gefum upp
er auðvitað Nordic Partners. Það er
traustur kúnni,“ segir hann og hlær.
Þotur fyrir stjórnendur og auðjöfra