Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Lífslíkur fólks í hinum auðugri löndum eru nú 78 ár, en 51 ár í þeim löndum sem skemur eru á veg komin. Í sumum Afríkuríkj- um þar sem alnæmi er landlægt fara almennar lífslíkur fólks svo allt niður í 40 ár. Af hverj- um 1.000 börnum sem fæðast í ríkari hluta heimsins deyja sjö fyrir fimm ára afmælisdaginn sinn. Í fátækustu hlutum heims- ins deyja 155 börn af hverjum þúsund áður en þau ná fimm ára aldri. Dauðsföll þessi eru ekki bara mannlegur harmleikur, held- ur bera þau jafnframt með sér skakkaföll í efnahagsþróun, því með þeim dregur markvisst úr hagvexti og löndin sem um ræðir festast enn kyrfilegar í neti fátæktar. Hjálparstarf víða um heim hefur sýnt fram á að draga má skarpt úr veikindum og fjölda dauðsfalla hjá hinum fátæku með markvissri fjárfest- ingu í almennri heilbrigðisþjón- ustu. FLUGNANET BJARGA MIKLU Fyrir tilstilli alþjóðasjóðsins Global Fund to Fight AIDS, Tu- berculosis, and Malaria hafa hin síðustu ár unnist stórir sigrar. Sjóðurinn, sem stofnaður var fyrir sex árum, hefur veitt fé til rúmlega 130 landa með það fyrir augum að styrkja heilbrigðis- kerfi þeirra í baráttunni við sjúkdómana banvænu: alnæmi, berkla og malaríu. Frá stofn- un hefur Global Fund komið al- næmislyfjum, með aðstoð ým- issa hjálparstofnana, til um það bil einnar milljónar Afríkubúa. Einnig hefur fé verið veitt til að dreifa um 30 milljónum flugna- neta í baráttunni við malaríu og stutt hefur verið við læknismeð- ferð um tveggja milljóna berkla- sjúklinga. Hefta má með markvissum hætti útbreiðslu malaríu með því að sofa undir flugnaneti, nota skordýraeitur innanhúss og með því að koma lyfjum til þorpa þar sem malaría er land- læg. Ríkisstjórn Keníu dreifði í fyrra á tveimur dögum meira en tveimur milljónum flugna- neta. Sambærilegri fjöldadreif- ingu hefur verið beitt í Eþíópíu, Rúanda, Tógó, Nígeríu, Gana og víðar. Árangurinn er svo góður að furðu vekur. Fátæka fólkið notar netin rétt og það snardreg- ur úr malaríu. ÞREKVIRKI UNNIN Á INDLANDI Að sama skapi hefur herferð sem alþjóðasamtök Rotarý og sam- starfsaðilar standa fyrir nær því útrýmt lömunarveiki á Ind- landi. Lömunarveikitilfelli sem upp koma á ári hverju eru nú talin í hundruðum, en voru talin í tugum þúsunda þegar herferð- in hófst. Jafnvel í afskekktustu kimum heimsins, svo sem í fá- tækum héruðum Norður-Ind- lands, næst árangur í baráttunni. Á Indlandi er líka margt fleira gott gert með hinu stórmerkilega Átaki um bætta heilsu í dreif- býli (eða National Rural Health Mission – NRHM), en það er um- svifamesta heilbrigðisátak sem gripið hefur verið til í heimin- um. Nýlega voru fimm hundruð þúsund ungar konur ráðnar til að vera tengiliðir milli heilbrigðis- stofnana, sem verið er að byggja upp og lagfæra, og fátækra heim- ila. Konunum er einnig ætlað að bæta aðgengi kvenna að fæðingar- hjálp í neyðartilvikum til þess að draga úr dauðsföllum barna í fæðingu, og öllum þeim þjáning- um sem þeim fylgja. Þá hefur á Indlandi mikið unn- ist með heimahjálp fyrstu dagana eftir fæðingu. Enn sem komið er deyja allt of mörg korna- börn af völdum sýkinga, vand- kvæða við brjóstagjöf, eða af öðrum orsökum sem einfalt ætti að vera að fyrirbyggja. Með nám- skeiðum fyrir heilbrigðisstarfs- fólk í byggðarlögunum sjálfum hefur með NRHM-átakinu náðst að draga með afgerandi hætti úr ungbarnadauða í indverskum þorpum. SLEGIÐ Á SÖGUSAGNIR Árangur þessara þriggja hjálp- arstofnana sem nefndar eru hér að ofan hrekja allar lífseigar ranghugmyndir um fátækt. Sú fyrsta er að sjúkdómsáþján sé nokkuð sem ætíð fylgi fátækt og ekki verði undan henni verði komist, og því hljóti fátækt fólk að veikjast og deyja fyrir aldur fram. Staðreyndin er hins vegar sú að vitað er hvaða sjúkdómar verða einkum fátækum að ald- urtila og hægt er að koma í veg fyrir þá að mestu og lækna með litlum tilkostnaði. Ekkert afsak- ar milljónir dauðsfalla af völdum malaríu, alnæmis, berkla, löm- unarveiki, mislinga, niðurgangs eða öndunarfærasjúkdóma. Ekk- ert afsakar ungbarnadauðann eða hversu margar konur deyja af barnsförum. Önnur ranghugmyndin er sú að aðstoð frá ríkari þjóðum fari ætíð til spillis. Rökvilla þessi er svo oft endurtekin af fávísum leiðtogum auðugra landa að úr er orðin meiriháttar hindrun í vegi framfara. Hinir ríku vilja nefni- lega kenna þeim fátækari um. Að hluta til er það til þess að fría sig ábyrgð og að hluta vegna þess að það vekur með þeim tilfinningu fyrir siðferðilegum yfirburðum. Fátæku löndin eru hins vegar vel fær um að koma hratt á fót og fylgja eftir heilbrigðisáætlun- um fái þau til þess aðstoð. Nýlega unnir sigrar á þessu sviði eru til komnir vegna þess að fátæku ríkin hafa aukið framlag sitt til heilbrigðismála og fengið þar að auki hjálp frá ríkari löndum. Þriðja sögusögnin er sú að að- stoð við fátæka auki á vandann vegna fólksfjölgunar. Ástæðan fyrir því að fólk í vanþróuðum löndum eignast mörg börn (að meðaltali fimm börn hver kona) stafar að hluta til af því hve ung- barnadauðinn er mikill og fæð- ingum fækkar yfirleitt þegar fólk getur verið visst um að börn þess vaxi úr grasi. Niðurstaðan er að það hægir á fólksfjölgun. Tími er til kominn að standa við almenna skuldbindingu á heims- vísu, að allir, jafnt efnaðir sem fátækir, eigi að hafa aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu. Ekki þyrfti nema 0,1 prósent af tekj- um efnameiri þjóða í nauðþurfta heilbrigðisþjónustu fyrir fátæka til þess að auka lífslíkur, draga úr barnadauða, bjarga mæðrum sem annars hefðu látist af barns- förum, hægja á fólksfjölgun, og efla efnahagsframfarir í fátæku ríkjunum öllum. Sögum af velgengni verkefna á heilbrigðissviði í fátækum lönd- um fjölgar ört. Miðað við hinn litla tilkostnað en gríðarlegan ávinning af því að styðja við slík verkefni, er á engan hátt hægt að afsaka aðgerðaleysið. Bætt heilsa fátækra O R Ð Í B E L G Jeffrey Sachs hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©PROJECT SYNDICATE Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, hefur nú komið út vel á þriðja ár, en hann varð til sem rökrétt framhald af vaxandi við- skiptaumfjöllun blaðsins á miklu breytingaskeiði í athafnalífi landsins. Þær breytingar sem orðið hafa í viðskiptalífinu síðustu fimm ár eru ótrúlegar og hafa markað djúp spor í samfélagið. Vegna fram- sýni og frjálslyndis hefur tekist að opna heim endalausra tæki- færa sem okkar er að nýta til framtíðar. Það er vel þekkt að fólk og jafnvel heilu þjóðirnar hafi „brotist“ frá allsnægtum til örbirgðar, ef svo má að orði komast. Það er því ekki sjálfgefið að núverandi velsæld verði ríkjandi um aldur og ævi. Það verður eins og ávallt að mestu undir okkur sjálfum komið. Viðskiptaráð Íslands hélt upp á 90 ára afmæli sitt á mánudag. Meðal þess sem gert var í tilefni dagsins var að gefa út 90 ráð Viðskiptaráðs til stjórnvalda. Ráð sem eru gefin af þeim góða hug að þau megi verða til þess að tækifæri framtíðar verði nýtt. Undanfarin ár hafa verið krefjandi á margan hátt fyrir samtök eins og Viðskiptaráð. Eignabreytingar og kyn- slóðaskipti hafa reynt á samskiptin á tímum þegar lykileignir í viðskiptalíf- inu hafa skipt um hendur. Forysta Viðskiptaráðs á þessum tíma hefur borið gæfu til að halda sig við meginreglur og skýra sýn á framtíð- ina. Það hefur verið gæfa ráðsins og gert það að verkum að á það er hlust- að og innlegg þess í samfélagsumræð- unni er metið. Ýmsar hugmyndir ráðsins hafa tal- ist nokkuð rótttækar þegar þær voru settar fram, en margar hafa unnið sér sjálfsagðan sess síðar. Fróðlegt var að heyra Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra taka undir flatskatta- hugmyndir ráðsins. Ljóst er að Björg- vin hefur á stuttum tíma sýnt dýpri skilning á hagsmunum viðskiptalífs- ins en margir áttu von á. Hann hefur ekki látið teyma sig í jafnvægislausa umræðu pólitískra stundarhagsmuna, heldur haldið sig við mikilvæg megin- sjónarmið sem eru til þess fallin að að skapa langtíma farsæld. Ég hef átt þess kost undanfarin ár að fylgjast með þróun við- skiptalífsins og notið þeirra forréttinda að fjalla um þau, en hverf nú til annarra starfa. Markaðurinn mun framvegis lúta nýjum rit- stjóra og sömu öflugu áhafnarinnar. Góðir hlutir eru aldrei eins manns verk og við þessi tímamót er vert að þakka öllu því frábæra fólki sem skapað hefur blaðið og gert það að vönduðum og mark- tækum fjölmiðli. Skynsamleg nýting tækifæranna er leiðarljósið. Viðskiptaráð er sprækur öldungur Hafliði Helgason Fróðlegt var að heyra Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra taka undir flat- skattahugmyndir ráðsins. Ljóst er að Björgvin hefur á stuttum tíma sýnt dýpri skilning á hagsmunum við- skiptalífsins en margir áttu von á. Hann hefur ekki látið teyma sig í jafnvægislausa umræðu pólitískra stundarhagsmuna, heldur haldið sig við mikilvæg meginsjónarmið sem eru til þess fallin að að skapa langtíma farsæld. Áhrifin að koma í ljós Guardian | Ljóst þykir að erfiðara aðgengi að fjármagni í skugga óróleika á fjármálamörkuð- um í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á ann- ars flokks fasteignalánum í Bandaríkjunum er að skila sér í bækur banka og fjármálafyrirtækja nú um stundir. Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers fyrst- ur banka þar í landi til að skila inn uppgjöri sínu. Þar kemur fram að tekjur bankans á öðrum ársfjórðungi hafi numið 916 milljónum dala, jafnvirði 59,8 milljarða ís- lenskra króna, samanborið við 887 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Breska dagblaðið Guardian segir í gær að samdrátturinn sé að langmestu til- kominn vegna verðlækkunar á eignasafni bank- ans sem snýr að fasteignamarkaði. Blaðið bendir hins vegar á að svo virðist sem önnur starfsemi bankans hafi ekki orðið fyrir skakkaföllum. Fleiri bandarískir bankar skila inn uppgjörum í vikunni. Talið er næsta víst að vogunarsjóðir þeirra hafi ekki komið vel undan óróleika á fjármálamörkuð- um, að mati Guardian. Góð auglýsing Fortune | Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur farið stórum upp á síðkast- ið og hreytt í velflesta ráðamenn í Bandaríkjunum og bankakerfinu vegna óróleika á fjármálamörk- uðum og vanskila á fasteignalánum. Greenspan, sem vermdi seðlabanka- stjórastóllinn í tæpa tvo áratugi, hefur haldið því á lofti að óráð væri að lækka stýrivexti vestan- hafs nú um stundir líkt og fjármálaheimurinn hafi farið fram á. Slíkt muni einungis opna dyrn- ar fyrir ódýrt fjármagn og auka kaupmátt til muna sem muni leiða til svimandi verðbólgu. Greens- pan hefur á móti sjálfum verið gefið að sök að verða við öllum harmakvælum fjárfesta og koma til móts við erfiðleika þeirra með lækkun stýri- vaxta. Bandaríska vikuritið Fortune bendir á í vik- unni að Greenspan, sem gaf út ævisögu sína fyrir skemmstu, hefði vart getað fengið betri auglýs- ingu fyrir bókina en nú um stundir þegar seðla- bankastjóri stendur nú frammi fyrir því að þurfa að lækka stýrivexti talsvert á næstunni vegna hættu á samdráttarskeiði. Með námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk í byggðarlögunum sjálfum hefur með NRHM-átakinu náðst að draga með afgerandi hætti úr ungbarnadauða í indverskum þorpum. MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.