Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 22
 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14 fréttablaðið vinnuvélar Dísilmótorar af gerðinni ECOT3 eru hannaðir, þróaðir og fram- leiddir af Komatsu sérstaklega fyrir vinnutæki. Þær vélar sem þeir eru settir í eru búnar sérstöku tölvustýrðu kerfi sem bætir brunann, eykur spar- neytni og minnkar mengun af útblæstri verulega. Jón Bogason er verkstæðis- formaður hjá Kraftvélum við Dal- veg og hann er fróður um hinar nýju dísilvélar ECOT3. „Þetta er hin svokallaða þriðju kynslóðar tækni í mótorum og boðar vissa byltingu rétt eins og þriðja kynslóð farsímanna. Þær byggjast aðal- lega á reglum sem eru sett- ar fyrir Evr- ópusamband- ið varðandi út- blástur ökutækja sem tóku gildi um síðustu áramót. Komatsu er meðal fyrstu fyrirtækja til að fram- leiða svona mótora og er leið- andi í því ásamt auðvitað öðrum. Það er verið að svara kalli tímans um minni eldsneytiseyðslu.“ Helstu kosti nýju ECOT3-dísil- vélanna segir Jón betri og jafnari bruna. „Það er betri stýring á því hvernig eldsneytið fer inn á kerfið en í eldri dísilvélum. Síurnar fyrir eldsneytið þurfa að vera sérlega fínar og góðar. Allt er orðið tölvu- stýrt fyrir þessar dísilvélar. Þær eru til dæmis með sjálfvirkri bil- analeit og viðhaldsgát. Þær eru líka orðnar hljóðlátari en þær voru. Það er orðin betri einangrun og lægri snúningshraði.“ Jón segir að byrjað hafi verið að flytja vinnuvélar með þessum nýju dísilvélum inn í maí í fyrra. Eingöngu hafi þá verið um svokall- aðar Dash 8 beltagröfur að ræða sem nú séu komnar um allt land. „Ætli það sé ekki búið að flytja inn einar áttatíu Dash 8 beltagröfur sem eru við störf í helstu fram- kvæmdum á landinu,“ segir hann. Jón segir að þótt nýju dísilvélarn- ar hafi byrjað í beltagröfunum þá færist þær yfir sviðið allt. „Þetta er þróunin í öllum Komatsu-vélum. Byrjuðu í beltagröfum og eru nú komnar yfir í aðrar týpur og gerðir eins og trukka, jarðýtur og hjólaskóflur,“ lýsir hann. „Komatsu er leiðandi í því að koma með eins sparneytna mótora og hægt er. Þegar menn eiga mikið af tækjum og tólum þá munar verulega um tíu prósenta sparnað á eldsneyti. Þarna er líka verið að minnka mengunina. Þess vegna köllum við þetta grænni gröfur. Við erum ekki að planta trjám á móti eins og sumir gera en reynum að vera umhverfis- vænir.“ gun@frettabladid.is Við köllum þetta grænni gröfur Hinar nýju ECOT3-dísil- vélar er með hljóðlátara loftinntaki og kæliviftu en gömlu vélarnar. Því hefur hljóð- styrkur frá dísil- vélinni í fullri vinnslu minnkað verulega. Jón Bogason við Dash 8 beltagröfur sem eru með hinum fullkomnu ECOT3- dísilmótorum sem hann kallar þriðju kynslóðar tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.