Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 18
19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið vinnuvélar
Hildur Árnadóttir vissi ekkert
hvað hún var að fara út í þegar
hún sótti um starf sem vörubíl-
stjóri hjá Klæðingu ehf.
Hildur Árnadóttir er ein fjögurra
kvenna sem starfa sem vörubíl-
stjórar hjá Klæðningu ehf. Hún
segist hafa hækkað verulega í
launum þegar hún fór í starfið og
vera vel tekið af karlkyns vinnu-
félögum.
„Ég kláraði meiraprófið á síð-
asta ári og fór beint að vinna
hjá Klæðningu,“ segir Hildur og
bætir því við að henni líki starfið
mjög vel.
Spurð hvernig henni datt í hug
að fara að vinna sem vörubílstjóri,
segir Hildur: „Það var stundum
stungið upp á því við mig að ég
tæki meiraprófið og svo þegar
frænka mín fór í þetta úti í Nor-
egi þá ákvað ég bara að skella mér
í þetta líka.“
Hildur segist ekkert hafa vitað
út í hvað hún væri að fara þegar
Ljóska undir s
Hildur Árnadóttir vörubílstjóri starfar hjá Klæðningu og segir enga fordóma vera gagnvart
Theódór Hansen vélamaður
hreinsar upp rusl eftir borgar-
búa hvernig sem viðrar.
Theódór ekur um alla borg á
nokkurs konar ryksugubíl sem
hann segir að sé bara kallaður
suga. „Ég fer á henni endanna
á milli og hreinsa ruslið af um-
ferðareyjunum, köntunum sitt
hvoru megin og hringtorgun-
um,“ segir hann.
Sex ár eru síðan Theódór
byrjaði að vinna á sugu en hann
hefur ekki alltaf verið á þeirri
sömu. „Þetta er þriðja nýja
tækið sem ég fæ og það er allt-
af smá breyting á þessu. Þetta
er samt alltaf opið svo það fer
ekki mikið fyrir miðstöðinni,“
segir hann og hlær.
Þrátt fyrir það er unnið alla
daga, sama hvernig viðrar. „Ef
að kemur einhver smá snjór á
veturna þá er kannski stopp í
Þriðja su
Theódór ekur á sugunni út um alla
borg til þess að hreinsa upp rusl.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MUSTANG ÚR BJÓRDÓSUM Jack Kirby
frá Bandaríkjunum drekkur mikinn bjór. Dósirnar
höfðu hrannast upp hjá honum og í stað þess að
fara með þær í endurvinnslu eða ruslið ákvað Kirby
að endurvinna dósirnar á nýstárlegan máta.
Út fimm þúsund bjórdós-
um byggði Kirby sér eftirlík-
ingu af hinum klassíska Ford
Mustang af árgerðinni 1965.
Listaverkið er flott á að líta
þó að ekki fari sögur af því
hvar Kirby ætli sér að geyma
gripinn.
WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200
VARAHLUTIR
Við bjóðum landsins mesta úrval af viðurkenndum varahlutum.
Þriggja ára ábyrgð er á öllum bílavarahlutum frá N1.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A