Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 25
H A U S MARKAÐURINN allan sinn hlut í Finnish Venture Capital og stofnaði sitt eigið fjárfestingafélag, Nordic Partners, ásamt Lettanum Daumants Vitols, sem enn á í félaginu. Í ÁHÆTTUSÖMU LANDI – EÐA HVAÐ? Um svipað leyti voru tækifæri að opnast í löndunum við Eystrasalt. Sovétríkin hernámu Lettland, Eistland og Litháen í seinni heims- styrjöldinni og lutu þau stjórn Rússa allt fram til ársins 1991 þegar þau fengu sjálfstæði. Við brotthvarf Rússa fengu stjórnvöld landanna í hendurnar mörg ríkisfyrirtæki, sem áður höfðu verið undir stjórn rússneska Kommún- istaflokksins með einum eða öðrum hætti, rík- isbákn sem þjónuðu stjórnvöldum í Moskvu í flestu; jafnvel mátti líta á löndin sem iðn- framleiðslulendur Rússa. Stjórnun fyrirtækj- anna var mjög ábótavant að mörgu leyti, ekki síst eftir að nánum tengslum við Rússa var rift. Stjórnvöld í Lettlandi ákváðu að leita til ýmissa aðila um enduruppbyggingu lands- ins í kjölfar sjálfstæðis. En hugur manna var hins vegar blendinn hvað fjárfestingar þar varðaði enda nokkuð ótryggur farvegur þar austur frá eftir áratuga stjórn Sovétmanna. Árið 1996 ákváðu stjórnvöld að einkavæða nokkur fyrirtæki í eigu ríkisins. Eitt þeirra var plastfyrirtæki, sem stofnað var árið 1966 og mundi fífil sinn fegurri þegar kom að einkavæðingunni. Þegar best lét árið 1969 störfuðu 1914 starfsmenn í verksmiðjunni og nam framleiðslugetan þrettán þúsund tonn- um af ýmiss konar plastvörum til iðnaðar á ári. Nær öll framleiðslan, í kringum 90 pró- sent, var hins vegar flutt til Sovétríkjanna sálugu fyrstu árin. Mjög dró hins vegar úr framleiðslunni eftir því sem árin liðu, ekki síst sökum hrávöruskorts í kringum 1980 og þegar Lettar fengu sjálfstæði frá Rússum, en þá lokuðust markaðir austantjalds. Fjölda starfsfólks var sagt upp og var reksturinn vart svipur hjá sjón þegar ákveðið var að einkavæða. Starfsmenn voru 213 árið 1996 og framleiðslugetan einungis tíu prósent af því þegar mest lét tæpum þrjátíu árum fyrr. Félag Nordic Partners í Lettlandi, Nordic Industries, átti besta tilboðið í einkavæðingar- ferli verksmiðjunnar fyrir rétt rúmum áratug, í byrjun árs 1997. Þetta voru jafnframt fyrstu viðskipti Nordic Partners í Lettlandi. Við tók mikil endurskipulagning á rekstri verksmiðj- unnar, sem var skipt upp í einingar og há- marksnýtingu náð með þeim hætti. Einka- væðingunni lauk svo að fullu um aldamótin. Gísli segir marga hafa talið það fávisku hjá sér í upphafi að leggja mikið undir í Lett- landi. Fjárfestingarnar þóttu áhættusamar og fékkst lítið lánsfé til fjárfestinga. Gísli þurfti því að leggja til eigið fé í fjárfestingar, ásamt því sem aðrir lögðu í púkkið. Þeir sem fjár- festu með Nordic Partners í upphafi hafa nú selt sinn hlut á margföldu verði, að sögn Gísla. „Mér leið vel í Lettlandi og er þar enn,“ segir hann og bendir á að Lettar séu harðdug- legt fólk upp til hópa sem hafi lagt mikið á sig til að komast upp úr þeirri örbirgð sem fylgdi Sovétríkjunum og lagt mikið á sig til að verða fullgildir Evrópuborgarar. „Það var eiginlega upplausnarástand eftir að þeir [Lettar] losn- uðu undan Sovétmönnum og urðu sjálfstæð þjóð,“ segir Gísli, sem um nokkurra ára skeið hefur haldið lögheimili sitt í Riga auk þess að halda annað heimili á höfuðborgarsvæðinu hér á landi. IÐNGARÐAR LÖGÐU GRUNNINN Starfsemi Nordic Partners í Lettlandi hefur vaxið talsvert frá fyrstu fjárfestingunni þar í landi fyrir áratug. Fyrstu fjárfestingar Nordic Partners í Lett- landi á eftir kaupum á plastverksmiðjunni voru í nafni dótturfélagsins Nordic Prop- erties sama ár og plastverk- smiðjan var einkavædd fyrir rúmum tíu árum. Nordic Prop- erties kaupir og heldur utan um uppbyggingu og rekstur iðn- og viðskiptagarða víða um Lettland. Stundum eru gömlum verksmiðjum breytt í iðn- og viðskiptagarða og skrifstofu- húsnæði en í öðrum tilfell- um lóðir keyptar og garðarnir byggðir frá grunni. Plastverksmiðjan gamla er dæmi um það en hún er í grunninn fyrsti iðngarðurinn sem reis í nafni Nordic Propert- ies í Lettlandi. Garðarnir eru nú einir átta talsins, tveir í Riga og sex í öðrum borgum. Hinn stærsti er um 110 þúsund fermetrar en sá minnsti rúmir 40 þúsund fermetrar. Samtals nemur rýmið innan þeirra heilum 600 þúsund fermetrum. Fyrirtæki í skyldum rekstri leigja aðstöðu í görðunum en Nordic Properties útvegar alla þá þjónustu sem hægt er bjóða upp á, allt frá símtengingu og þrifum til öryggisgæslu. „Við vorum fyrstir til að reisa svona garða í Lettlandi en rekstur þeirra hefur tekist mjög vel,“ segir Gísli. SÚKKULAÐI OG ÖNNUR SÆTINDI NP Confectionary er hins vegar móðurfélag dótturfélaga sem halda utan um stóra og oft á tíðum ráðandi hluti í ýmsum þekktum mat- vælafyrirtækjum sem áður voru í eigu hins opinbera í Lettlandi. Fyrsta fyrirtækið sem féll í skaut fjárfest- ingafélagsins var Staburadze, einn stærsti köku-, kex-, sælgætis- og sætabrauðsfram- leiðandi Lettlands, sem stofnað var árið 1910. Þetta var árið 1999. Ári síðar festi félagið svo kaup á Laima, tæplega 140 ára súkkul- aðiframleiðanda sem nýtur talsverðar virð- ingar í Lettlandi. Það hafði verið einkavætt fjórum árum áður en það féll undir fyrir- tækjahatt Nordic Partners. Á eftir fylgdu drykkjarvörufyrirtækið Gutta árið 2001, lit- háíska samlokufyrirtækið Margirtis og pólski kexframleiðandinn Lider Artur ásamt hlutum í smærri fyrirtækjum. Við fyrirtækjahópinn hafa svo bæst önnur minni, bæði í Lettlandi og hér á landi, en Nordic Partners rekur auk þess tvær hafnir í Lettlandi, á lítinn hlut í færeysku fiskvinnslufyrirtæki og rekur sæl- keraverslanirnar Fiskisögu, Gallerý Kjöt og Ostabúðina. Þá er flugfélagið IceJet ótalið, sem sett var á laggirnar fyrr á þessu ári. En aftur að Lettlandi: Fyrirtækin þar stóðu öll á gömlum merg og nutu mikillar virðingar þegar stóð til að selja þau. Talsvert uppnám varð í Lettlandi þegar tilkynnt var um við- skiptin, að sögn Gísla. „Laima stóð Lettum nærri og þeim sárnaði að sjá fyrirtækið kom- ast í hendur erlendra aðila á sínum tíma. En reksturinn, sem var í höndum Letta, gekk ekki vel. Ég var hins vegar búinn að koma mér upp góðu stjórnendateymi, meirihlutinn Lettar auk nokkurra Rússa og Pólverja, sem tóku við fyrirtækinu,“ segir Gísli og bætir við að stefna Nordic Partners hafi verið sú að láta heimamenn í stjórnendastöður flestra þeirra fyrirtækja sem félagið tók ráðandi stöðu í fremur en útlendinga. „Allir okkar stjórnendur eru ýmist Danir, Lettar, Eistar, Pólverjar eða Rússar, fólk sem við höfum verið heppnir með. Þetta er gott fólk,“ segir hann og bendir á að yfirmaður matvæla- og drykkjarvörusviðs Nordic Partners sé Letti sem hafi unnið hjá félaginu frá upphafi, eða í áratug. „Sá er með alþjóðlega MBA-gráðu og hefur mikla reynslu en hann hafði áður unnið hjá bæði Pepsi og Coca Cola í Lettlandi og hjá öðrum alþjóðlegum fyrirtækjum,“ segir Gísli til að undirstrika það að fyrirtækin séu í góðum höndum. Kaupverð á Staburadze, Laima og Gutta var ekki gefið upp á sínum tíma. Og Gísli heldur dulúðinni við. Hann gefur upp fáar sem engar tölur, helst engar ef því er að skipta enda Nordic Partners einkahlutafélag. Spurður um eiginfjárstöðu félaga undir fyrirtækjahattinum í Lettlandi segir Gísli hana standa í tveggja stafa tölu. Fyrirtækin hafi hins vegar skuldað lítið þegar Nordic Partners hafi komið til sögunnar en það sé ákveðið vandamál. „Engum bönkum datt í hug að lána fyrirtækjum í Austur-Evrópu, ekki nema til sex mánaða á háum vöxtum. Þess vegna datt engum heilvita manni í hug að taka lán í Lettlandi,“ segir Gísli. Lág ef engin skuldastaða fyrirtækja undir hatti Nordic Partners hefur leitt til þess að mikið fé hefur færst inn í bækur eignarhaldsfélagsins. Það hafi verið nýtt með ýmsu móti, svo sem með endurnýjun á tækjakosti og margvíslegri uppbyggingu, eins og byggingu nýrra verksmiðja í Lettlandi og til fyrirtækjakaupa. Gísli bendir þó á, að samkvæmt mati á eignastöðu fyrir- tækisins liggi heildareign- ir þess í um 65 milljörðum króna. „Við höfum ákveð- ið að gefa ekkert meira upp um það í bili hver skiptingin er á milli ein- stakra félaga,“ segir hann. „En við höfum mikið fjárhagslegt bolmagn til að vaxa hratt á traustum grunni.“ Bæði Staburadze og Laima voru skráð í Kauphöllina í Riga áður en Nordic Partners festi sér félögin. Þau voru afskráð í kjölfarið enda tilgangurinn að ná fullri stöðu í fyrir- tækjunum. Þær áætlanir gengu hins vegar ekki eftir, að sögn Gísla. „Það var bæði erf- itt að ná í gamla hluthafa fyrirtækisins sem áttu litla hluti í félögunum og svo voru aðrir sem töldu það ekki svara kostnaði að selja bréfin.“ VONIN Í AUGUM FÓLKS Nordic Partners flutti höfuðstöðvar sínar frá Lettlandi til Íslands fyrir þremur árum. Star- femin ytra hefur hins vegar vaxið mikið upp á síðkastið og stefnir félagið nú að því að reisa nýjar höfuðstöðvar í gömlu miðborginni í Riga síðar á árinu. Þar er nú þegar teymi, sem skoðar nýja fjárfestingamögu- leika félagsins. Þetta er í sam- ræmi við stefnu Nordic Partn- ers, sem ætlar að nema ný lönd í Austur-Evrópu á næstunni. Gísli segir landið framandi stað: „Við viljum enn sem komið er ekki gefa upp hvaða land það er. En það tilheyrði eitt sinn Sovétríkj- unum sálugu. Við höfum horft í kringum okkur þar og fjár- fest í fyrstu fasteigninni. Það er spennandi land með mikla mögu- leika og er að koma sterkt inn,“ segir Gísli og bætir við að Nordic Partners sé þegar með starfsemi þar, í litlum mæli þó. Gísli segir markaði í Austur- Evrópu batna með hverju árinu. Kaupmáttur þar hafi aukist mikið og þróunin sé mikil. „Það eru geysilega mikil tækifæri í Austur-Evrópu, þetta er jú okkar helsta fjárfestingasvæði,“ segir Gísli og leggur áherslu á að fjár- festingar í nýjum löndum minni hann á spennuna og gleðina þegar Nordic Partners steig fyrst niður fæti í Lettlandi. „Það blundar alltaf í okkur hvað það var gaman fyrstu árin. Það var mikið ævin- týri og gaman að hafa smá bút í nýju landi,“ segir hann og bend- ir á mikilvægi þess að hafa bæði gaman af viðfangsefnunum án þess að missa framsýni á mark- aðinn. „En það þarf líka úthald. Stærsta áhættan sem felst í því að fara inn á markað í þróun, ekki síst þá markaði sem komu undan Sovétblokkinni, er tíminn. Það þarf tíma til að horfa á kaupmátt aukast og innviði samfélagsins taka á sig mynd. Það gerðist á ótrúlega stuttum tíma í Lettlandi og hinum Eystrasaltslöndunum,“ segir hann en Lettar gengu í Evr- ópusambandið árið 2001 og hafa fasttengt gjaldmiðil sinn við evr- una. Gísli bendir sömuleiðis á að margir hafi séð tækifæri þar þegar löndin fengu sjálfstæði og nýtt sér það. En aðrir þorðu ekki að snerta á tækifærunum, töldu markaðinn of áhættusaman. „Þeir sögðu ástandið verða að batna og töldu það ekki tilbúið fyrr en barnabörn þeirra væru komin á aldur,“ segir hann og hristir höf- uðið enda ljóst að þegar barna- börnin komi til verði mörg tæki- færi runnin þeim úr greipum. „Það sem ég sá fyrst í Lettlandi var í augunum á fólkinu. Það var einbeitt, með kraft og hafði stað- fasta trú á að það gæti komið sér í samfélag Evrópuþjóða,“ segir Gísli og leggur áherslu á að saga Letta sýni að þar blundar rík lýð- ræðistilfinning. Nokkuð sem ekki var til staðar í Rússlandi. „Enda hafa flestar vonir fólks hafi gengið eftir; kaupmáttur hefur aukist ótrúlega hratt og innviðir styrkst hraðar en margir áttu von á eftir að landið varð sjálfstætt,“ segir hann og bendir á að Lettar muni flestir vel eftir stuðningi Ís- lendinga þegar þeir börðust fyrir sjálfstæði sínu. Víða megi því finna fyrir góðum hug í garð Ís- lands í löndunum við Eystrasalt. „Og nú búum við [Nordic Partners] að því að hafa keypt í Lettlandi þegar enginn annar þorði,“ segir Gísli. 9MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007 Ú T T E K T Þótt meginhluti starfsemi Nordic Partners sé í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku hafa höfuðstöðv- arnar verið hér á landi undanfarin þrjú ár. Skrifstofur móðurfélagsins eru í um alda- gömlu húsi við Suðurgötu 10 en flugfélagið IceJet í bakhúsi. Höfuðstöðvar Nordic Partners við Suður- götuna voru endurnýjaðar að fullu áður en félagið flutti inn í húsið fyrir þremur árum. Gangskör var gerð að því að láta húsið verða sem upprunalegast. Í því augnamiði var grafist fyrir um sögu hússins og það málað að utan í svipuðum lit og notaður var upphaflega. Innandyra upplifa gestir sannkallaða veislu fyrir augað en þar úir og grúir af listmunum, málverkum og einkar falleg- um húsgögnum í bland við tölvukost af nýj- ustu gerð, jafnvel samskiptatækjum sem þekkjast enn sem komið er ekki í Vestur- Evrópu. Talsvert safn málverka er á skrif- stofum Nordic Partners, jafnt eftir íslenska málara sem erlenda, ekki síst frá Lettlandi. Þá eru þar nokkur verk eftir Paulis Postazs sem er rétt rúmlega þrítugur lettneskur listmálari. Gísli hefur mikið dálæti á Post- azs og segir hann mikinn snilling. Gísli á safn málverka eftir Postazs bæði á heimil- um sínum hér heima og í Lettlandi. Hann er kunnugur málaranum unga, sem var annar nemandinn til að útskrifast með meðalein- kunnina 10,0 úr listaháskóla í Riga í Lett- landi fyrir sjö árum. Höfuðstöðvar Nordic Partners N O R D I C P A R T N E R S : Hluthafar Hlutur í prósentum Gísli Reynisson 53% J & K Holding 36% Daumants Vitols 11% Samtals: 100% Áætlað verðmæti eigna: 65 milljarðar króna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.