Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN
Fasteignalánafyrirtæki í Banda-
ríkjunum geta kennt sér sjálf
um skellinn sem þau hafa orðið
fyrir síðustu vikurnar. Þetta segir
Henry Paulson, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, en hann átelur
fyrirtækin fyrir óábyrgar lán-
veitingar á undirmálslánamark-
aði vestanhafs um árin.
Til þessa sérstæða markaðar
teljast þeir viðskiptavinir fast-
eignalánafyrirtækja sem hafa
litla greiðslugetu, slæma greiðslu-
sögu og fá alla jafna ekki hefð-
bundin fasteignalán í Bandaríkj-
unum. Undirmálslánin bera iðu-
lega hærri vexti en venjuleg
fasteignalán og hafa lántakar átt
í erfiðleikum með að borga af
þeim.
Fjöldi fjármálafyrirtækja víða
um heim sem hefur fjárfest í
lánasöfnum fasteignalánafyrir-
tækja vestanhafs hefur lent í erfið-
leikum vegna mikilla vanskila
þessara einstaklinga í Bandaríkj-
unum. Paulson segir þetta fyrir-
tækjunum sjálfum að kenna og
þau verði að líta í eigin barm. „Ég
tel að það sé ekki hlutverk yfir-
valda og eftirlitsaðila að verja
þau gegn tapi,“ sagði Paulson. - jab
19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Svo getur farið að verð á leik-
föngum sem framleidd eru í Kína
muni hækka að meðaltali
um tíu prósent, og jafn-
vel meira, á næsta ári.
Ástæðan er sú að
Samtök leikfanga-
framleiðenda í
Bandaríkjunum
hafa hert skoð-
un og gæðaeftir-
lit með leikföngum
eftir að nokkr-
ar millj-
ónir
leikfanga, sem framleidd voru
í Kína, voru innkallaðar. Leik-
föngin voru innkölluð eftir að
upp komst að óeðlilega hátt hlut-
fall af blýi var í málningunni á
þeim. Framleiðendur og smásal-
ar í Bandaríkjunum hafa fram
til þessa tekið á sig skellinn.
Fjármálasérfræðingar í
Bandaríkjunum segja, í sam-
tali við viðskiptablaðið Busi-
nessWeek, að gangi spárnar
eftir verði þetta með snörp-
ustu verðhækkunum á leik-
föngum um árabil. Þeir telja
hins vegar ekki líkur á að
verðhækkanirnar verði fyrir
næstu jól því flestar verslan-
ir séu þegar búnar að birgja
sig upp fyrir hátíðina. - jab
Leikföngin dýrari
um þarnæstu jól
Fjármálafyrirtækin horfi í eigin barm
Dow Jones & Co., útgáfufélag
bandaríska viðskiptadagblaðsins
The Wall Street Journal ætlar
að hefja útgáfu á glanstímariti
eftir eitt ár. Tímaritið, sem gefið
verður út ásamt helgarútgáfu
Wall Street Journal, mun heita
Pursuits og beina sjónum sínum
að heimi hinna vellauðugu en
vonast er til að þar finni þeir
eitthvað við sitt hæfi.
Efalítið mun eigandi út-
gáfufélags Wall Street
Journal geta lesið sitt lítið
af hverju í nýja tíma-
ritinu. Það er enginn
annar en ástralsk-
ættaði auðkýfingur-
inn Rupert Murdoch, sem keypti
útgáfufélagið fyrir skömmu fyrir
um fimm milljarða dala, rúma
300 milljarða íslenskra króna.
Þó að væntanlegir lesendur
blaðsins verði í efri tekjuflokk-
um er stefnt að því að netúgáfa
þess verði ókeypis, ólíkt netefni
Wall Street Journal. Reiknað er
með að auglýsingar lúxusversl-
ana á munaðarvöru greiði upp
mismuninn, að því er dag-
blaðið sagði um helgina. - jab
Murdoch sinnir sínum líkum
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtæk-
inu Northern Rock hækkaði um rúm ellefu pró-
sent í gær eftir að bresk stjórnvöld veittu vilyrði
fyrir því að Englandsbanki myndi tryggja innlán
viðskiptavina fyrirtækisins vegna hræringa á fjár-
málamörkuðum og fyrirbyggja skakkaföll vegna
líklegs samdráttar á breskum fasteignamarkaði.
Svipaða sögu er að segja um gengi bréfa í öðrum
breskum fjármálafyrirtækjum, sem hafði lækkað
mikið á mánudag, sem rauk upp í kjölfarið. Gengi
bréfa í fjármálafyrirtækinu Alliance & Leicester
hækkaði sem dæmi um heil 25 prósent.
Miklar raðir mynduðust fyrir utan útibú Northern
Rock um helgina eftir að stjórnendur fyrirtækisins
sögðust hafa tryggt sér neyðarlán Englandsbanka,
seðlabanka Bretlands, ef kæmi til lausafjárskorts.
Viðskiptavinir fyrirtækisins skelfdust mjög og tóku
út rúma tvo milljarða punda, jafnvirði rúmra 260
milljarða íslenskra króna, þar sem þeir óttuðust að
sparifé þeirra myndi þurrkast upp. Þetta jafngildir
um átta prósentum af öllum innlánum bankans.
Gengi bréfa í Northern Rock hrundi í kjölfarið um
rúm þrjátíu prósent.
Ráðamenn í Bretlandi stóðu vaktina um helg-
ina og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að telja
viðskiptavinum breskra banka og lánafyrirtækja,
ekki síst Northern Rock, trú um að þótt bank-
ar hefðu heimild til að nýta sér neyðarlán Eng-
landsbanka þá væri afar ólíklegt að til þess kæmi.
Adam Applegarth, forstjóri Northern Rock, og
aðrir fjármálaskýrendur bentu til dæmis á, að það
væri fjarri lagi að fasteignalánafyrirtækið glímdi
við lausafjárskort líkt og margir kollegar þeirra í
Bandaríkjunum. Vísuðu þeir til þess að fyrirtækið
stæði afar traustum fótum enda næmi eignastaða
þess heilum 113 milljörðum punda, sem er jafnvirði
14.800 milljörðum íslenskra króna.
Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að
staða Northern Rock hafi verið góð fyrir helgi og
hafi það verið taugatitringur í kjölfar óróleika á
fjármálamörkuðum sem hafi valdið því að múg-
æsingur greip um sig. Til dæmis benda nokkrir
þeirra á, að trygging Englandsbanka sé afar traust
og hefði bankinn aldrei veitt vilyrði fyrir henni
hefði Northern Rock staðið á brauðfótum.
Bankinn með bakhjarl
Nokkuð sló á áhyggjur manna í Bretlandi eftir að Englands-
banki sagðist mundu tryggja Northern Rock.
Fjárfestingarfélagið HRJ Capital
LLC, sem er að stórum hluta í
eigu Joe Montana, einnar af mestu
goðsögnum ameríska fótboltans,
hefur greint frá því að einn af vog-
unarsjóðum félagsins hafi fallið
um 12,4 prósent á fyrstu tveimur
vikum ágústmánaðar og tapað þar
með allri ávöxtun ársins.
Sjóðurinn hefur komið illa út úr
falli á virði annars flokks banda-
rískra fasteignalána. Aðrir sjóðir
félagsins, sem fjárfestu í sams
konar verðbréfum, tóku einnig á
sig skell.
Montana, sem gerði garðinn
frægan sem leikstjórnandi hjá San
Francisco 49ers, stofnaði HRJ árið
1999 ásamt öðrum fótboltakemp-
um. Stofnendur nýttu sér sam-
bönd sín úr heimi íþróttanna til að
byggja upp fjárfestingafélag sem
í dag stýrir um 110 milljörðum
króna. Montana hafði einkum um-
sjón með fjárfestingum í fasteign-
um áður en hann lét af daglegum
störfum fyrir tveimur árum. - eþa
Fótboltakempa tapar fjármunum