Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007 Það eru ekki bara stórir verktakar sem þurfa dugandi vinnuvélar. Hinn almenni borgari þarf einnig sín tæki og tól til að vinna verkin heima og að heiman. „Það er afar algengt og verður æ algengara að litlir verktakar sem og skógræktarbændur og landeig- endur með sumarhús kaupi sér litlar gröfur frá tonni upp í 1.700 kíló,“ segir Ragnar Jónsson, sölu- fulltrúi og ráðgjafi hjá Þór hf. í Ár- múla 11. „Þá er einnig mikið um að þeir sem eru í minni umsvifum, með lítil fyrirtæki eða þeir sem stunda einhvers konar landyrkju og upp- byggingu í sveitinni sinni kaupi sér litla traktora, sem eru með ámoksturstæki að framan og gröfu að aftan. Slíkir traktorar eru eink- ar hentugir sumarhúsaeigendum sem geta þá með traktornum rutt snjó úr hlaði sínu og heimtröð án þess að kalla eftir traktor bóndans á næsta bæ, ásamt því að grafa fyrir sínum eigin staurum, grafa sína eigin skurði og holur fyrir trjágróður og annað sem til fellur,“ segir Ragnar, en umræddir traktor- ar eru af gerðinni Kubota. „Kubota er japanskt merki og einn stærsti framleiðandi mini- traktora í heiminum. Þeir gera allt sitt vel og við teljum okkur heppna að selja svo góða vöru. Við fáum aldrei notaðar vélar inn frá Kubota en heyrum af 25 ára gömlum tækjum sem enn eru í fullu fjöri,“ segir Ragnar um þetta undratól sem gerir eigandanum kleift að vera sinn eigin herra. „Þetta eru dugandi traktorar og rúmlega það. Í þeirri stétt sem við köllum skógræktarbændur, og er mun stærri en nokkurn grunar, er orðið algengt að menn vilji geta slegið grasið á traktorn- um. Þá er hægt að setja sláttu- vél undir traktorinn og einnig má setja á hann áburðardreifara, ásamt því að velja um hvort hús sé á honum eða ekki. Þetta er al- hliða, sterkt og fjölhæft vinnu- tæki sem við höfum selt í mikl- um mæli til allra bæjarfélaga og menn komast fljótt að raun um að þeir hafi keypt traktor sem getur allt. Það gleymist nefnilega stund- um að með minni tækjum má gera það sama og með stórum tækjum, utan hvað það tekur aðeins lengri tíma, en þeir sem kaupa sér mini- traktora hafa þann tíma fyrir sér og njóta þess að vinna á þessum frábæru vinnuvélum.“ Verð á Kubota mini-traktorum er frá 1,5 til 3 milljóna króna. Verð fer eftir stærð og hestöflum en traktorarnir fást í frá 22 upp í 40 hestöfl. thordis@frettabladid.is Eigin herra á einum með öllu Ragnar Jónsson sölufulltrúi hjá Þór hf. og Kubota mini-traktor sem æ fleiri einstakl- ingar og smærri fyrirtæki kaupa til eigin afnota, enda fjölhæft vinnutæki í meira lagi og með óþrjótandi möguleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MIKIL BYRÐI Líklega hefur þessi flutn- ingabíll fengist við þyngri byrðar í gegnum tíðina en þá sem sést á þessari mynd. W W W . T R I M B L E . C O M / S P E C T R A ÍSMAR hf, Síðumúla 28, 108 Reykjavík, Simi 510-5100 Fax 510-5101 © Copyright 2007 Trimble Navigation Limited. All rights reserved. CI-024-IS (01/07) Ísmar er leiðandi fyrirtæki í sölu og þjónustu á Spectra Precision Laser fyrir húsbyggjendur og jarðverktaka. Með því að velja fagaðila ertu kominn í fremstu línu hvað varðar hagræðingu og aukin afköst á vinnustað. Búnaður í öllum verðflokkum – Fyrir alla verktaka og iðnaðarmenn LEIÐANDI TÆKNI • TRAUST ÞJÓNUSTA • ÖRUGG VERKLOK Síðumúla 28 | 108 Reykjavík Sími 510 5100 | ismar@ismar.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.