Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 20
 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR12 fréttablaðið vinnuvélar Ræktunarsamband Flóa og Skeiða fékk afhentan nýjan og veglegan bor í júní á þessu ári sem hefur verið við störf fyrir Selfossveitur við Ósabotna við Laugardæli en því verki er nú að ljúka. „Þetta er öflugur bor en holan við Ósabotna var 1.721 metra að dýpt og þar fæst viðbótarvatn fyrir Selfyss- inga,“ útskýrir Guðmundur Karl Guðjónsson, verkefnisstjóri hjá Ræktunarsambandinu, en borinn er af gerðinni TXD frá framleið- andanum Schramm í Bandaríkj- unum. „Við pöntuðum í rauninni annan bor sem skemmdist við uppskipun og keyptum þennan í staðinn sem var aðeins stærri. Við eignuðumst síðan borinn sem skemmdist og erum að gera við hann,“ segir Guðmundur. Sam- bandið á því núna tvo stóra bora sem notaðir verða við ýmis verkefni á næstunni. Guðmundur Karl tekur þó fram að borinn sé langt frá því að vera sá stærsti á landinu, Jarðboranir séu Ræktunarsambandinu þar mun fremri. „Lyftigeta þessa bors nær 100 tonnum en þeir eiga fleiri en einn bor sem ná 200 tonnum og voru að fá einn núna sem er 300 tonn,“ segir Guðmundur. Þeir borar eru notaðir við háhitaholur á Hellisheiði sem Ræktunarsambandið fæst ekki við. Sambandið fæst hins vegar við annars konar boranir. „Við erum að bora fyrir köldu og heitu vatni. Svo gerum við rannsóknarboranir en til dæmis erum við að taka kjarnasýni núna norður í Kröflu á miklu dýpi,“ segir Guð- mundur en eitt af verkefnum bora Sambandsins er að bora holur til að steypa í sem undirstöður undir hús og mannvirki. Borað fyrir heitu og köldu vatni Borinn er frá framleiðandanum Schramm. Borinn hífður í land. BAWER VARÚÐARLJÓS • LJÓSKASTARAR • DÍÓÐULJÓS • KELSA LJÓSAGRINDUR Á FLESTA VÖRUBÍLA Holland dráttarstólar 25 og 36 tonna • Undirvagnsvarnir með ljósum NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT Sólning býður upp á mikið úrval sterkra og endingargóðra dekkja fyrir flestar gerðir vinnuvéla. Höfum að auki eitt besta úrval landsins af jeppa- og fólksbíladekkjum. Sendum hvert á land sem er. SÓLNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.