Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 14
19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið vinnuvélar
Allt vegakerfið er skráð í tölvu
og þar er kerfi sem segir til
um hvernig á að merkja götur,
hvar eigi að vera brotnar línur
og hvar heilar.
Haukur Jónsson er deildarstjóri
vinnuflokka hjá Vegagerðinni og
hefur í sinni umsjá Volvo-bifreið
sem sér um yfirborðsmerkingar
á vegum landsins.
„Við köllum það sprautuplast
sem við notum í vegamerking-
arnar en það er plastefni sem er
blandað með steinefni og litlum
glerperlum til að mynda endur-
kast í línunum og meiri birtu,“
segir Haukur og bætir því við að
þegar efninu sé sprautað á göt-
urnar sé það 180-200 gráðu heitt.
„Þetta þornar á mjög skömmum
tíma eftir að það kemur niður á
veginn og tekur í mesta lagi mín-
útu. Þegar við erum að sprauta
keyrir annar bíll á eftir til að
fylgjast með því að þetta sé í
lagi og gera mælingar á þykkt
og endurkasti en línurnar eru
10-12 sentimetrar að breidd og
1-2 millimetrar að þykkt,“ segir
Haukur.
Spurður eftir hverju sé farið
þegar vegirnir eru merktir segir
Haukur: „Allt vegakerfið er
skráð í tölvu og þar er kerfi sem
segir til um hvernig á að merkja,
hvar eigi að vera brotnar línur og
hvar heilar. Þetta er sett út eftir
GPS-punktum.“ Haukur bætir því
við að fyrir fram sé búið að úða
á veginn og merkja hvernig línur
eigi að vera á hverjum stað.
Haukur segir bílinn eingöngu
vera í notkun yfir sumartímann,
frá maí og fram í septemberlok
eða byrjun október. „Það þarf
að vera þurrt þegar verið er að
sprauta plastinu á en það er hægt
að fara niður í frostmark ef það er
alveg þurrt. Við notum plastið á
umferðarmestu vegina, til dæmis
á allan hringveginn og fjölfarna
vegi út frá honum. Svo endist
þetta mestallan veturinn og sums
staðar fram á næsta sumar en þar
sem mesta umferðin er og mik-
ill snjómokstur endast merking-
arnar ekki alltaf veturinn,“ segir
Haukur. sigridurh@frettabladid.is
Sprautuplast
notað í línurnar
Vegir landsins eru
merktir á hverju
ári með svoköll-
uðu sprautuplasti
sem er sprautað
á vegina um 200
gráðu heitu.
VINNUVÉLAR BANNAÐAR Á NÓTTUNNI
Vinnuvélar eru bannaðar á götum og bílastæðum á höfuðborgar-
svæðinu frá klukkan tíu á kvöldin til sex á morgnana. Gatnamálastjóri
veitir tímabundna
undanþágu frá þessum
reglum vegna verk-
legra framkvæmda.
Þeir staðir eru sér-
staklega merktir fyrir
vinnuvélar. Nánari upp-
lýsingar er að finna á:
www.reykjavik.is.
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Demants ...
... kjarnaborar: 42 - 400 mm
... slípibollar: 125 og 180 mm
... sagarblöð: 125 - 800 mm
Gæði og gott verð.
Gæði á góðu verði
Daewoo lyftararDoosan - Daewoo lyftarar