Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 12
 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið vinnuvélar Evrópskir umhverfisstuðlar krefjast umhverfisvænni vinnu- véla. Evrópski Euro-4 staðallinn sem stuðlar að umhverfisvænni bif- reiðum og vinnuvélum tók gildi fyrir tæpu ári. Staðallinn miðar að minni mengun og bifreiðar og vélar af árgerð 2008 eru þegar orðnar mun umhverfisvænni. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópubandalaginu þurfa fram- leiðendur sjálfir að bera ábyrgð á því að kröfunum sé fylgt eftir. Síðan þurfa þeir að framvísa gögnum við eftirlit. Löggjöfin er í sífelldri þróun og árið 2009 kemur til sögunnar Euro-5 stað- allinn með hertum reglum um mengunarvernd. Umhverfisvænni vinnuvélar Vinnuvélar af árgerðinni 2008 eru umhverfisvænni en þær sem fyrir voru. Þýski vörubíla- og rútufram- leiðandinn MAN kynnir um þessar mundir nýjar vörubíla- línur, MAN TGX og TGS. Nýju línurnar koma í stað TGA- gerðarinnar og eins og hún eru nýju gerðirnar stærstu og burðar- mestu MAN-bílarnir og báðar gerðir eru ætlaðar til notkunar á styttri leiðum sem og langleiðum. TGA-línan kom fram á sjónarsviðið á aldamótaárinu og segja forráðamenn MAN hinar nýju gerðir byggjast á góðri reynslu af TGA en af þeirri gerð hafa selst rúmleg 230 þúsund bílar. TGX og TGS eru nýir bílar frá grunni. Útlitsbreyting er tals- vert mikil að framan sem MAN- eigendur sjá strax en heildarupp- byggingin er hin sama. Hús og innrétting eru ný, meðal annars ný efni í kojum, og boðið er upp á nýtt úrval véla. Þar á meðal er ein sú aflmesta fyrir fjöldaframleidd- an flutningabíl, átta strokka V-vél sem er 680 hestöfl og tog henn- ar er 3.000 Nm. Þessi vél er eink- um ætluð fyrir þyngstu vagnalest- irnar í langflutningum og fyrir þungaflutninga. Fjögur ár eru síðan MAN hóf að leggja drög að nýju línunum og hafa bílarnir verið prófaðir ítar- lega á sérlega heitum og sérlega köldum svæðum. Er sama aðferð viðhöfð og við prófun á fólksbíl- um að bílarnir eru í „dulargervi“ þegar farið er með þá um lönd og álfur. Hafa þessar prófanir staðið yfir í næstum þrjú ár. Þá hefur verið lagt mikið upp úr að leita eftir upplýsingum frá kaupendum og bílstjórum sem forráðamenn MAN segja hafa gefið mjög gagn- legar ábendingar við útfærslu á ýmsum atriðum. Nýju TGX og TGS-gerðirnar verða framleiddar í svo til öllum verksmiðjum MAN innan og utan Þýskalands. Gert er ráð fyrir að TGA-gerðin verði framleidd í verksmiðju fyrirtækisins í Pól- landi í nokkra mánuði til viðbót- ar eða þar til framleitt hefur verið upp í pantanir. MAN-umboðið, Kraftur við Vagnhöfða í Reykjavík, hefur þegar fengið fyrstu TGX og TGS bílana til landsins. Verða þeir kynntir hjá umboðinu á næstunni en fyrsta alþjóðlega kynningin fer hins vegar fram á bílasýningu í Amsterdam nú í október. Ný vörubílalína frá MAN Fyrstu vörubílarnir í nýrri línu frá MAN verða kynntir hjá umboðinu, Krafti, við Vagnhöfða um helgina. Eru það gerðirnar TGX og TGS sem taka við af TGA-línunni en þessir bílar eru einkum ætlaðir til þungaflutninga og langflutninga. „Atvinnutækjaleiga er vaxandi í starfsemi íslenskra verktaka en við leigjum út byggingakrana, Peri-byggingamót, rafstöðvar, ljósamöstur og leggjum áherslu á alla umgjörð í kringum vinnu- svæði,“ segir Kári Steinar Lúthersson, framkvæmdastjóri at- vinnutækjasviðs Mest. „Þar sem ekki er komin lýsing í hverfum bjóðum við ljósamöst- ur sem lýst geta upp stóra knattspyrnuvelli, vinnuskála, rafstöðv- ar og fleira. Það færist í vöxt að verktakar leigi heilu vinnubúð- irnar þegar byggingasvæði rísa,“ segir Kári en útleiga á bygg- ingakrönum og mótum hefur einnig vaxið gríðarlega undanfarin fimm ár. „Minni verktakar leigja eftir verkefnastöðu sinni. Ef þeir sjá ekki fram í tímann byrja þeir á að leigja, en kaupa svo oft allan pakkann þegar ljóst verður með framhaldið. Stærri verktakar nota leiguvélar til að taka af toppa. Þeir eiga þá ákveðið magn af tækj- um sjálfir en þegar mikinn kraft þarf að setja í verk fyrir ákveð- inn tíma er tækja- leiga hentug leið til að brúa bilið,“ segir Kári, en atvinnutækja- leiga Mest horfir fyrst og fremst á útleigu til fagaðila. „Við bjóðum einnig minni tæki fyrir múr- vinnslu, eins og múr- dælur fyrir aðila sem flota gólf. Þá eru stór- ar og öflugar vatns- dælur vinsælar þegar vatnsveður verður mikið og losna þarf við vatn af svæðinu strax. Þannig verkefni eru oft árstíðabundin og tilfallandi svo menn vilja síður eiga slíkar vatnsdælur en hafa að- gang að þeim með leigu þegar skellur á með úrhelli,“ segir Kári, en Mest er stærst í útleigu vinnupalla og vinnulyfta á Íslandi. „Menn eru nánast hættir að standa í stiga við vinnu sína og fá sér frekar vinnulyftur eða öfluga og örugga vinnupalla. Fólki finnst ekki í lagi lengur að leggja sig í óþarfa hættu og reglugerð- ir þar að lútandi verða sífellt strangari,“ segir Kári, viss í sinni sök að leiga sé þáttur sem aukast muni mikið í framtíðinni. „Sé horfið til nágrannalandanna fer atvinnutækjaleiga mjög vaxandi. Stóru fyrirtækin vilja minnka áhættuna, auk þess sem öryggi og hagkvæmni fylgir því að leigja atvinnutæki. Það eru okkar hagsmunir að halda öllum vélum í góðu ásigkomulagi með góðu viðhaldi, auk þess sem bilanir lenda alltaf á okkur. Margir vilja eignast hlutina þegar lengist í verkum og fá leiguverð upp í kaupverð. Þetta er því orðið eitt form af lánaviðskiptum; að menn leigi atvinnutæki með valmöguleika á kaupum.“ thordis@frettabladid.is Vöxtur í atvinnu- tækjaleigu Alfreð Karl Alfreðsson, deildarstjóri atvinnu- tækjaleigu, í örmum tveggja vinnuvéla Mest, en mikið færist í vöxt að verktakar leigi vinnuvélar af ýmsu tagi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR - Það borgar sig að nota það besta w w w . f a l k i n n . i s E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .2 9 7 Bílavarahlutir Hjólalegusett Hjöruliðir Viftu- og tímareimar Kúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Kúluliðir Keilulegur Kúplingar og höggdeyfar Bílabón og hreinsivörur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.