Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
erd Leonhard heitir
þýskur sérfræðingur
í stafrænni dreifingu.
Hann var staddur
hér á landi á dögun-
um við undirbúning alþjóðlegr-
ar ráðstefnu um stafræna miðla
sem haldin verður hér á landi 17.
október næstkomandi. Ráðstefn-
an er á vegum Útflutningsráðs
íslenskrar tónlistar og verður í
Rúgbrauðsgerðinni.
Leonhard hefur sterkar skoð-
anir á dreifingu stafræns efnis á
netinu hvernig henni verður hátt-
að í framtíðinni og hefur gefið út
bækur um það efni. Sú þekktasta
er líklega „The Future of Music“,
en eins og titillinn gefur til kynna
útlistar Leonhard þar nýstárlegar
kenningar sínar um framtíð staf-
rænnar tónlistar.
„Ef þú vilt ná árangri sem tón-
listarmaður, er mikilvægt að ná
til fjöldans. Nú nægir ekki leng-
ur að bjóða einfaldlega tónlist
til sölu, heldur verður að reyna
að ná til sem allra flestra og þar
gegnir internetið lykilhlutverki,“
segir Leonhard.
Hann telur gömlu útgáfur-
isana á borð við EMI og Sony
vera á rangri leið með því að
krefjast þess að notendur greiði
fyrir niðurhal af netinu. Fram-
tíðarfyrirkomulagið verði þannig
að ótakmarkað niðurhal tónlist-
ar fylgi net- eða símaáskriftum,
sem þá verði eilítið dýrari fyrir
vikið. Internetfyrirtækin myndu
þá greiða útgáfufyrirtækjunum
fyrir afnot af tónlistinni og veita
notendum sínum síðan ótakmark-
aðan aðgang. „Notendur, hvort
sem þeir hala niður gríðarlegu
magni af tónlist eða alls engri,
greiða þá fyrir tónlistina með int-
ernetáskriftinni. Ég myndi telja
að ein evra á viku væri sann-
gjarnt verð fyrir slíkt ótakmark-
að niðurhal.“
Leonhard segir útgáfufyrir-
tækin hafa neitað að horfast í
augu við raunveruleikann. Sala
tónlistar í hefðbundnu formi
hafi stórlega dregist saman
undanfarin ár og nú sé svo komið
að langflestir nálgist tónlist gegn-
um internetið. Hann bendir á
rannsóknir sem leitt hafi í ljós
að um tvö prósent notenda greiði
fyrir þá tónlist sem halað er niður
af netinu. „Útgáfyrirtækin eru á
grafarbakkanum vegna þess að
þau hafa ekki fylgt þessari þróun
eftir. Hins vegar ber að hafa í
huga að útgáfufyrirtækin voru
einnig á móti útvarpinu á sínum
tíma, síðan fundu þau leið til að
nýta útvarpið í sína þágu. Sams
konar bylting þarf að verða þegar
kemur að tónlist á internetinu.
Það þarf að stofna leyfiskerfi.“
Leonhard telur að stoðir útgáfu-
fyrirtækja muni ekki bresta þótt
þessi hátturinn verði hafður á.
Hann bendir á að fyrir utan þær
tekjur sem fyrirtækin myndu
hafa af leyfiskerfinu mætti nýta
sér auglýsingar á internetinu til
tekjuöflunar. „Auglýsingabrans-
inn á netinu velti um hundrað
milljörðum Bandaríkjadala á síð-
asta ári. Tónlistarmarkaðurinn,
bæði á internetinu og plötusal-
an, veltir hins vegar um þrjátíu
milljörðum árlega. Við sjáum í
hendi okkar að möguleikarnir eru
gríðarlegir.“
Ákjósanlegt væri fyrir Ísland
að taka upp þennan háttinn að
sögn Leonhards, enda er mark-
aðurinn hér lítill og stóru alþjóð-
legu útgáfufyrirtækin starfa ekki
hér. „Mig minnir að árlega seljist
geisladiskar fyrir um tíu millj-
ónir Bandaríkjadala á Íslandi.
Með því að rukka fyrir tónlistina
gegnum internetáskriftina eða
símaáskriftina mætti auðveld-
lega ná þeirri fjárhæð. Íslenski
markaðurinn er lítill, gagnsær
og ætti því að vera ákjósanlegur
fyrir tilraun eins og þessa.“
Leonhard telur að einungis
sé tímaspursmál áður en greitt
verður fyrir tónlist á netinu gegn-
um netáskriftina. „Ég gef þessu
tólf til tuttugu og fjóra mánuði.
Nú þegar eru tilraunir á þessu
hafnar í Kína og þá hefur Evr-
ópusambandið sýnt þessum hug-
myndum mikinn áhuga. Þá er
bara tímabært að tónlistarbrans-
inn vakni og geri sér grein fyrir
hvert stefnir.“
Leyfiskerfi fram-
tíðin í stafrænni
dreifingu tónlistar
Í náinni framtíð mun ótakmarkaður aðgangur að
tónlist á netinu fylgja internetáskriftum, gangi
spár þýska sérfræðingsins Gerds Leonhard eftir.
Jón Skaftason spjallaði við Leonhard, sem verður
aðalræðumaður á alþjóðlegri ráðstefnu um fram-
tíð stafrænnar tónlistar 17. október næstkomandi.
*Nafnávöxtun í íslenskum krónum á ársgrundvelli fyrir tímabili› 31/07/07 - 31/08/07.
Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i.
Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting
en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta
m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu
e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is.
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R
Ávaxta›u betur
14,4%*
Peningamarka›ssjó›ur er tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem
vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur
er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
Sérfræ›ia›sto›
vi› fjárfestingar
hringdu í síma
444 7000
i
i j i
i í í