Fréttablaðið - 19.09.2007, Blaðsíða 16
19. SEPTEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR8 fréttablaðið vinnuvélar
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan fyrsti traktorinn
var fluttur til landsins árið
1918.
Gríðarlegar framfarir hafa orðið
í þróun vinnuvéla líkt og ann-
arra tækja og tóla. Fyrstu vinnu-
vélarnar skiluðu sér seint og illa
hingað til lands í fyrstu en eftir
að fyrsti bíllinn var fluttur til
landsins árið 1904 byrjuðu fljót-
lega að berast hingað stórvirk-
ari vinnuvélar. Nokkru síðar hófu
fyrstu vörubílarnir að keyra um
frumstæða vegi og götur lands-
ins. Tækninýjungar áttu sér hins
vegar stað fyrst og fremst í sveit-
unum enda var þar mesta þörfin.
Fyrsti traktorinn barst hingað
til lands árið 1918, svokallaður
Akranestraktor, en hann var af
gerðinni Avery.
Lítið gerðist á kreppuárun-
um í kringum 1930 en með seinni
heimsstyrjöldinni komst skriður
á hlutina.
Í gegnum tíðina hafa þó nokkrar
myndir verið teknar af ýmsum
vinnuvélum. Litið var í gegnum
nokkrar þeirra á Ljósmyndasafni
Reykjavíkur sem voru teknar
fyrir DV og Vísi á sínum tíma og
var þar margt skemmtilegt að sjá
sem minnti á gamla tíma.
Vinnuvélar í tíma og rúmi
Dráttarvél mokar heyi á heyvagn á
Nautaflötum í Ölfusi í Árnessýslu 28.
júlí 1961.
Vinnuvélar hafa ávallt skipað stóran sess í vegaframkvæmdum. Hér er stór krani með
skóflu notaður við vegagerð á Vesturlandsvegi 15. ágúst 1972. Sjá má Lágafellskirkju
í Mosfellsbæ í baksýn.
Hópur manna fylgist með þegar stærsti
krani sem fluttur hafði verið til landsins
er hífður í land í Sundahöfn 25. maí
1983. Kraninn var 110 tonn.
Hér standa þrjár stoltar Caterpillar-jarðýtur í Örfirisey í júní 1967. Faxaverksmiðan og skip við bryggju eru í baksýn.
Þessi Caterpillar-jarðýta var sú stærsta sem komið hafði til landsins í mars 1974.
Helstu framfarirnar hafa líklega orðið í landbúnaði. Hér er maður við heyskap á
gamalli dráttarvél 20. júlí 1984, en verið er að raka heyinu í garða.