Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 12
K völd eitt í fyrravor átti Hrund erfitt með að sofna. Á meðan hún lá hugsi kviknaði hugmynd. Hún hélt fyrir henni vöku og lét hana ekki í friði fyrr en Hrund læddi sér fram úr klukkan þrjú um nótt og hripaði hana niður á blað. Nú er hugmyndin komin út á bók og hlaut Íslensku barnabóka- verðlaunin sem afhent voru á mið- vikudag. Loforðið segir frá Ástu, ellefu ára hnátu sem stendur frammi fyrir því að besta vinkona hennar, Eyvör, er dáin. Þetta er persónuleg bók fyrir Hrund, en systir hennar fórst í bíl- slysi ásamt vinkonu sinni fyrir hálfu fjórða ári, ekki nema þrettán ára gömul. „Það gengur vitaskuld mikið á eftir að slíkt áfall dynur yfir,“ segir Hrund. „Það brjótast um alls konar tilfinningar og vangaveltur og þessa nótt leyfði ég þeim að rata á blað í gegnum þessa bók.“ Um sumarið hélt hún síðan til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í tvo mánuði á meðan hún lauk við bókina. Þetta er fyrsta bók Hrundar, sem er 26 ára gömul. „Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa. Ef ég fékk blöð og liti þegar ég var lítil gat ég dundað mér tímunum saman við að teikna, lita og skrifa. Ég skrifaði hins vegar ekkert á ungl- ingsárum, á engar sögur ofan í skúffu eða neitt slíkt. Löngunin blundaði þó alltaf í mér og eftir að systir mín lést ákvað ég að láta slag standa. Í gegnum skriftirnar fékk ég útrás fyrir þær tilfinning- ar sem voru að brjótast um í mér.“ Þótt efni bókarinnar sé viðkvæmt segir Hrund að það hafi legið beint við að skrifa barnabók um það. „Ég hef mikinn áhuga á barnabók- menntum og les þær jöfnum hönd- um nú eins og þegar ég var krakki. Góð barnabók á jafn mikið erindi við fullorðna og börn. Það gilda ekki önnur lögmál um barnabæk- ur en bækur fyrir fullorðna, og maður þarf ekki síður að vanda sig þegar maður skrifar fyrir börn. Þau eru þakklátir lesendur en vandlátir og snögg að ákveða hvort þeim líkar eitthvað eða ekki. Efnislega eru hins vegar engar lokaðar dyr. Ég held að það megi skrifa um hvað sem er fyrir börn og það hafa líka verið skrifaðar frábærar bækur sem taka á við- kvæmum málum á borð við að missa ástvin, til dæmis Bróðir minn Ljónshjarta. En oft á tíðum finnst mér gæta þeirrar tilhneig- ingar í barnabókum að gera slíka atburði fjarlæga. Ömmur og afar falla kannski frá en oft er lítið unnið úr áhrifunum sem það hefur á börn. Að þessu leyti er Loforðið kannski opinskárri en gengur og gerist í barnabókum.“ Hingað til hefur Hrund fengið útrás fyrir skriftarþrána sem blaðamaður en hún vinnur sem blaðamaður á Vikunni en var þar áður á Morgunblaðinu. Hugur hennar hafði í nokkurn tíma staðið til fjölmiðla en að loknu stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík skráði hún sig í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Loforðið var upphaflega hluti af lokaverkefni Hrundar í meistara- náminu. „Mig langaði að læra fjölmiðla- fræði en það var ekki í boði sem fullt nám við Háskóla Íslands. Ég skellti mér því í stjórnmálafræðina enda hafði ég líka gott af að læra eitthvað á því sviði. Áhugasviðið liggur fyrst og fremst á hinu mann- lega og félagslega. Þegar ég var að ljúka BA-prófi byrjaði Háskóli Íslands hins vegar að bjóða upp á meistaranám í blaða- og frétta- mennsku og ég skellti mér beint í það,“ segir Hrund. „Lokaverkefnið er tvískipt í fræðilegan og verkleg- an hluta. Sá fyrri er hefðbundin rit- gerð en þar skrifaði ég um barna- bókina og fjölmiðlaumhverfi nútímans. Í verklega hlutanum Er sjálf svo mikið barn Hrund Þórsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í vikunni sem leið fyrir sína fyrstu bók, Loforðið. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Hrund meðal annars systurmissinn sem varð til þess að hún skrifaði bókina og hvað má skrifa fyrir börn. En oft á tíðum finnst mér gæta þeirrar tilhneigingar í barnabókum að gera slíka atburði fjarlæga. Ömmur og afar falla kannski frá en oft er lítið unnið úr áhrifunum sem það hefur á börn. Að þessu leyti er Loforðið kannski opinskárri en gengur og gerist í barnabókum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.