Fréttablaðið - 26.09.2007, Page 8

Fréttablaðið - 26.09.2007, Page 8
 Sveitarstjórn Gríms- ness- og Grafningshrepps hefur verið kærð til sýslumannsins á Sel- fossi fyrir að stöðva ekki bygg- ingaframkvæmdir við tvö ný sumarhús í landi Kiðjabergs í Grímsnesi. Hjónin Þórdís Tómasdóttir og Þór Ingólfsson sættu sig ekki við nýtt deilskipulag sem í næsta nágrenni við bústað þeirra í Kiðja- bergi gerði ráð fyrir nýjum frí- stundahúsum sem mættu vera allt að 250 fermetrar og tvær hæðir. Að sögn hjónanna telja þau frið- helgi sína skerta og eru ósátt við að hafa ekki fengið stækkun á sinni lóð auk þess sem útivistar- svæði hafi verið rýrð. Hjónin kærðu til úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingar- mála sem í júlí felldi nýja deili- skipulagið úr gildi þar sem sveitarstjórnin hafði ekki auglýst breytingar á skipulaginu. Jafn- framt felldi nefndin úr gildi bygg- ingarleyfi sem sveitarstjórnin hafði gefið út vegna tveggja sum- arhúsa sem hafa verið í byggingu frá því í fyrra. Þessi hús eru ann- ars vegar 170 fermetrar og hins vegar 109 fermetrar auk 18 fer- metra geymslu. Samkvæmt gild- andi skipulagi frá 1990 mega húsin ekki vera yfir 60 fermetrar. Hús Þórdísar og Þórs er tæpir 40 fer- metrar. Í lögum er kveðið á um að ef hús séu reist án þess að deiliskipulag sé fyrir hendi sé ekki hægt að breyta skipulaginu til samræmis við húsin nema fjarlægja þau fyrst. Ívar Pálsson, lögmaður Þórs og Þórdísar, hefur því krafist þess fyrir þeirra hönd að húsin verði rifin. Í kæru til sýslumanns segir Ívar að þrátt fyrir niðurstöðu úrskurð- arnefndarinnar hafi áfram verið unnið í húsunum tveimur. Vegna vanrækslu starfsmanna sveitarfé- lagsins séu hjónin tilneydd til að kæra sveitarstjórnina til lögregl- unnar. Einnig krefjast hjónin þess að sýslumannsembættið taki sjálft að sér að stöðva framkvæmdir við húsin tvö. Ívar segir að unnið hafi verið í öðru húsinu í síðustu viku og að starfsmaður byggingarfull- trúa hafi verið á staðnum án þess að aðhafast nokkuð. „Umbjóðendur mínir geta í ljósi þess og allrar forsögu málsins ekki treyst á að sveitarfélagið eða starfsmenn þess stöðvi hinar ólög- legu framkvæmdir,“ segir Ívar. Sveitarstjórnin sagði fyrir úrskurðarnefndinni að gæta yrði meðalhófs og hafa í huga hags- muni húseigenda og sjónarmið um eyðileggingu verðmæta: „Fjarlæg- ing eða niðurrif eignar hans væri augljóslega verulega íþyngjandi,“ segir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. H im in n o g h af /S ÍA Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Rýmum fyrir 2008 línunni AFSL ÁTTU R AL LT AÐ 600. 000 KR. Nú er tækifæri til að kaupa draumahjólhýsið á gjafverði. Við bjóðum 2007 árgerðina með 200–600 þúsund kr. afslætti og geymum hýsið til vors, þér að kostnaðarlausu. Hjón krefjast niðurrifs nýbyggðra sumarhúsa Tvö glæný sumarhús í Grímsnesi verða rifin ef farið verður að kröfu hjóna sem eiga eldri bústað í nágrenninu. Leyfi fyrir húsunum byggðist á ógildu deili- skipulagi. Hjónin hafa kært sveitarstjórnina til sýslumanns fyrir aðgerðaleysi. Leiðtogar margra helstu ríkja heims hvöttu í gær herfor- ingjastjórnina í Búrma til að halda aftur af sér og láta mótmælendur í friði. Á mánudag hótaði stjórnin í Búrma því að beita hervaldi gegn mótmælendum, sem dag eftir dag halda út á göturnar í borgum lands- ins til að mótmæla ofríki stjórnar- innar. Eftir að mótmælum lauk í gær setti stjórnin á útgöngubann og sendi fjölda hermanna að pagóð- unni í Rangún, þar sem mótmæl- endur hafa jafnan safnast saman. Mótmælin, sem hófust í ágúst, eru orðin þau mestu sem þekkst hafa í sögu landsins frá því að her- foringjastjórnin barði niður lýð- ræðishreyfingu árið 1988. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York skýrði George W. Bush Bandaríkjaforseti frá hertum refsiaðgerðum gegn Búrma og hvatti önnur ríki til að beita þrýstingi. David Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði á flokks- þingi Verkamannaflokksins í gær að Aung San Suu Kyi, sem árum saman hefur verið í stofufangelsi, ætti að verða næsti þjóðarleiðtogi í Búrma. Nóbelsverðlaunahafinn Des- mond Tutu, erkibiskup í Suður-Afr- íku, hrósaði íbúum Búrma fyrir hugrekki og líkti þeim við fjölda- hreyfinguna í sínu landi sem steypti aðskilnaðarstjórninni. Herstjórnin býr sig undir átök Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á lögreglumönnum þar sem þeir voru við störf sín. Maðurinn beit meðal annars lögreglumann í handlegg, þannig að hann hlaut meiðsl af. Maðurinn veittist í upphafi að lögreglumanni sem hugðist taka skráningarmerki af bifhjóli hans. Annar lögreglumaður skarst þá í leikinn, en maðurinn náði taki á hálsi hans og beit hann síðan. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir alvarlega atlögu að tveimur öðrum lögreglumönn- um sem voru við skyldustörf. Beit í handlegg lögreglumanns Japanska þingið kaus í gær Yasuo Fukuda nýjan forsætisráðherra landsins. Þingið var klofið í afstöðu sinni til Fukuda þar sem meirihluti neðri deildarinnar studdi hann en meirihluti efri deildarinnar studdi keppinaut hans. Neðri deildin varð hlutskarpari í samræmi við þingreglur. Fukuda tekur við af Shinzo Abe, sem sagði af sér í síðustu viku eftir aðeins tæpt ár í embætti. Röð hneykslismála og tap stjórnarflokksins í efri deild þingsins í júlí sköpuðu vantraust á Abe og flokk hans. Nýr forsætis- ráðherra Japana Hvar mun ný bjórverksmiðja rísa á næsta ári? Hvaða lið er í efsta sæti í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu? Hvaða íslenska hljómsveit nýtur mikilla vinsælda á Filipps- eyjum?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.