Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 1

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 1
Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 37% 69% 5% D VV D V DD Harpa Einarsdóttir er meðal þeirra kraftmiklu ungu Íslendinga sem eruað hasla sér völl á sviðifatahönnunar. Um þessarmundir starfar hún líkameð CCP þar sem hún hannar búninga á persón-ur Eve Online. „Þeir eru að breyta leiknumþannig að það er hægt að sjá alla karakterana frá toppi til táar og af því tilefniþurftu þeir ný föt. Ég var ráðin í þetta af því ég getbæði teiknað og málað en erjafnframt fatahönnuður,“ segir Harpa. Spurð hvað henni finnistum augljósan áhugaíslenskra ungmenna á fatahönnun segir hún þettavera erfiðan bransa.„Það eru til dæmis frekarfáir sem halda áfram eftirútskrift. Aðalvandamálið erað byrja að markaðssetjalínuna. Sjálf er ég með tvö börn og þarf að vera í fullu starfi til að geta komið þessu í gang. Maður þyrftieiginlega sponsor,“ segirHarpa en hönnunarlínuhennar, undir merkinuStarkiller, er hægt að kíkja á í Kjörgarði á þriðju hæð. „Við Selma, stelpan semég vinn þetta með, ætlum að markaðssetja línu nú í október en eins og staðan er í dag fást fötin í einniverslun í Stokkhólmi “ se iHa Hannar búninga á persónur Eve Online Töframenn og að- þrengdar eiginkonur hafnarfjörðurFIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 Kvikmyndagerð í Hafnarfirði Víkingar öðlast líf BLS. 12 ® ÚTS ALA ÚTS ALA ÚTSALA ÚTSALA BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Áætlað er að íslensk- ir fíkniefnaneytendur noti að minnsta kosti 640 kíló af hörðum fíkniefnum á ári og um 1.100 kíló af kannabisefnum. Samkvæmt því veltir fíkniefnamarkaðurinn hér á landi hátt í tveimur tonnum af fíkniefnum á ári. Ofangreint magn miðast við svokallaða götuþyngd, það er þegar efnin hafa verið þynnt út til sölu. Hörð fíkniefni eru kókaín, amfetamín og e-töflur. Þessar tölur eru samkvæmt útreikningum frá sjúkrahúsinu Vogi fyrir árið 2005-2006. Til grundvallar eru lagðar ýmsar upp- lýsingar sem safnað hefur verið, svo sem um fjölda fíkla sem leggj- ast inn á Vog, aldursskiptingu, teg- und efnis, tíðni neyslu og magn sem þessir sömu fíklar hafa neytt. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir að neysla á amfetamíni hér á landi hafi farið vaxandi á árunum 2005-2006. Samkvæmt nýjustu útreikningum megi gera ráð fyrir að um 400 kíló af amfetamíni hafi verið til sölu á árinu 2006. „Neysla á amfetamíni hefur einkum aukist meðal fólks á aldr- inum 20 til 35 ára. Hjá hinum sem yngri eru hefur neyslan einnig aukist, en þó hlutfallslega minna en hjá hinum eldri miðað við 2005. Neysla á kókaíni og e-töflum stendur nokkuð í stað. Aðalniður- staða úr tölum ársins 2006 er sú að fíkn í örvandi vímuefni fer vax- andi, bæði nýgengi og algengi.“ Þórarinn segir að kannabisfíklar hafi aldrei verið fleiri en undan- farin tvö ár. „Það sem er þó gleðilegt í þessu er að þeir allra yngstu eru ekki eins margir og áður,“ útskýrir hann. „En neyslan færist upp aldurshópinn, þannig að magnið stendur nokkuð í stað milli ára.“ Að sögn Þórarins dró heldur úr fjölda sprautufíkla á árinu 2006: „Nýju tilfellunum hefur fækkað nokkuð, einkum meðal ungs fólks, sem eru vissulega gleðitíðindi. Vímuefnafíkn almennt er minni meðal þeirra sem eru undir tví- tugu.“ Þórarinn segir aukna tíðni lifrar- bólgu C mikið áhyggjuefni. Hún smitast með notuðum sprautunál- um. Árið 2005 greindust 26 ný til- felli lifrarbólgu C á Vogi en 44 á síðasta ári. Fíkniefnaneysla tæp tvö tonn Yfirlæknir á Vogi segir að á Íslandi séu notuð tæp tvö tonn af fíkniefnum á ári. Gera má ráð fyrir að um 400 kíló af amfetamíni einu saman hafi verið á markaði á síðasta ári. Tilfellum lifrarbólgu C stórfjölgar. Sérfræðingar telja hámarki olíuframleiðslu í heimin- um nú þegar vera náð, sem þýðir að olíuverð getur ekki annað en haldið áfram að hækka. Jafnframt er því spáð að bílum fjölgi um meira en helming í heiminum á næstu tuttugu árum. Þetta, ásamt kröfunni um að þjóðir heims dragi verulega úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, veldur því að mikið kapphlaup er nú í gangi til að finna nýja orkugjafa og tækni sem geti tekið við er líður að endalokum olíualdar. Þessar aðstæður opna Íslending- um tækifæri til að verða fyrsta þjóðin í heiminum sem verður nánast óháð jarðefnaeldsneyti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrstu grein greinaflokks um framtíðarorkuna og farar- tækin, sem hefur göngu sína í Fréttablaðinu í dag. Tækifæri fyrir Íslendinga Á fimmta tug starfsmanna Alþingis mun sinna öryggisgæslu á ársþingi Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), sem haldið verður í Reykjavík 5. til 9. október næstkomandi. Meðal starfsmanna Alþingis sem sinna munu öryggisgæslu á þinginu er mötuneytissstarfs- menn, starfsmenn tölvudeildar, ritarar og þing- verðir. „Til þess að halda kostnaði í lágmarki höfum við reynt að fá sem flesta starfsmenn þingsins með okkur í þetta verkefni,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Staðið hefur verið fyrir öryggisnámskeiðum þar sem starfsmönnum var meðal annars kennd vopna- og sprengjuleit. Búist er við um 340 þingmönnum frá hinum 26 aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á þingið. Helgi segir ljóst að verkefnið verði mjög kostnaðar- samt og því hafi verið gripið til þessara aðgerða. Fólk hafi almennt haft gaman af námskeiðunum. „Starfsmönnum Alþingis þykir alltaf gaman að fást við ný verkefni,“ segir hann. Þetta verður 53. ársfundur NATO-þingsins en í fyrsta sinn sem hann er haldinn á Íslandi. Þetta er stærsti fundur alþjóðlegra þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að. Vímuefnafíkn almennt er minni meðal þeirra sem eru undir tvítugu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.