Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 2

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 2
Samtals höfðu verið lagðir ríflega 7,5 milljarðar króna í Gagnaveitu Reykjavíkur og fyrirrennara hennar í lok júní, á verðlagi þess tíma, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segist enn þeirrar skoðunar að einkavæða eigi Gagna- veituna, sem á og rekur ljósleiðaranet á höfuðborgar- svæðinu. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fól Landsbankanum og Glitni að meta verðmæti Gagnaveitunnar, en trúnaður ríkir um niðurstöðurnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að verðmæti Gagnaveitunnar sé um ellefu milljarðar króna samkvæmt mati Landsbanka Íslands, og gæti orðið um 28 milljarðar árið 2011. Glitnir mat verðmætið á um sjö milljarða. „Í þessu mati er gert ráð fyrir verulegri aukningu viðskiptavina með tengingar, sem eru mjög fáar í dag. Ef það minnkar eitthvað örlítið breytist virði eiginfjár verulega mikið,“ segir Vilhjálmur. „Það eru forsendur sem þeir gefa sér, og það skiptir öllu hvort þær standist.“ Vilhjálmur segir að Orkuveitan eigi að losa sig út úr rekstri Gagnaveitunnar vegna þess að hún eigi ekki að standa í samkeppni og sinna verkefnum sem fyrirtæki í einkaeigu geti sinnt. „Það hefur verið mín skoðun frá upphafi og hún er óbreytt.“ „Þegar um er að ræða verkefni sem einkafyrirtæki geta sinnt með ágætum á markaðurinn að taka á því. Við eigum ekki að standa í samkeppni, heldur verja okkar fjármunum til annarra verka,“ segir Vilhjálmur. Stjórn OR samþykkti að láta meta verðmæti Gagnaveitunnar og taka svo ákvörðun um söluferlið. Vilhjálmur segir að nú sé verið að skoða matið, en stjórnin taki ákvörðun um fram- haldið. „Við verðum að skoða það þegar söluferli fer í gang hvaða verð markaðurinn býður,“ segir Vil- hjálmur. Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, og varð til úr Línu.neti hf. Miklar deilur stóðu um fyrirtækið í borgarstjórn Reykjavíkur og náðu þær hámarki árið 2001. Borgarstjóri vill selja Orkuveituljósleiðara Samtals hafa verið lagðir 7,5 milljarðar í Gagnaveitu Reykjavíkur, segir borgar- stjóri. Landsbankinn mat verðmæti veitunnar um ellefu milljarða í dag og 28 milljarða árið 2011. Borgarstjóri vill að OR losi sig úr rekstri Gagnaveitunnar. Skiptafundi í Eignar- haldsfélaginu Samvinnutrygging- um, sem halda átti næstkomandi föstudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Talið er að um 51 þúsund einstaklingar eigi virk réttindi í félaginu. Sérstök skilanefnd fékk það verkefni að fara yfir eigendur réttinda í félaginu, alls um 65 þúsund, og meta hversu margir eigi virk réttindi, að því er segir í tilkynningu frá nefndinni. Verkefnið reyndist tíma- frekara en ráð var fyrir gert, og er viðbúið að það dragist fram á næsta ár. Nýr skiptafundur verður boðaður síðar. Fundi frestað ótímabundið Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfull- trúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholts- skóla, Selja- skóla og Breiðholts- skóla. Einnig er félagið að setja upp búnað á Kjalarnesi og víðar. Nova hefur rekstrar- leyfi fyrir 3G-farsímaþjónustu. Ætlunin er að þjónustan nái til höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness fyrir lok þessa árs og til tíu prósenta landsmanna á næsta ári. Eigandi Nova er Björgólfur Thor Björgólfsson. Sækir um leyfi fyrir 3G-senda Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Eggert, var bara Eggert eftir? Gæsluvarðhalds- úrskurður yfir pilti um tvítugt, sem handtekinn var á bílaleigubíl á Fáskrúðsfirði á fimmtudaginn í síðustu viku, rennur út í dag en lögreglan hyggst óska eftir því að hann verði áfram í haldi. Það stað- festi Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lög- reglu höfuðborgarsvæðisins, við Fréttablaðið í gær. Pilturinn er grunaður um að hafa ætlað að aðstoða Guðbjarna Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, við að fara frá Fáskrúðsfirði á bifreið en Guð- bjarni og Alvar voru handteknir í skútu við Fáskrúðsfjarðarhöfn eftir að hafa reynt að smygla rúmlega sextíu kílóum af fíkni- efnum inn í landið. Yfirheyrslur yfir fimm mönn- um sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á Pólstjörnumálinu svokallaða halda áfram í dag. Lög- reglan verst allra frétta af rann- sókninni. Lögreglumenn frá fíkniefnadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins fóru til Færeyja fyrir skemmstu til að yfirheyra Íslending sem þar er í haldi en hann var tekinn með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum, sama dag og níu aðrir voru handteknir eftir að fíkniefnin fundust í skútunni. Verði áfram í gæsluvarðhaldi „Ég tel að fundur- inn hafi verið mjög jákvæður. Menn urðu sammála um að eiga næsta fund í Kaupmannahöfn í byrjun nóvember,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninga- nefndar Íslands, eftir fyrsta dag fjórhliða viðræðufundar Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur, fyrir hönd Færeyja, um svonefnt Hatton Rockall-svæði. „Áherslan á fundinum var að finna hugsanlegar leiðir til að skipta landgrunninu á Hatton Rockall-svæðinu milli aðilanna.“ Spurður að því hvort endanleg skipting svæðisins liggi fyrir segir Tómas að þar til aðilar hafi náð formlegu samkomulagi verði svæðið áfram umdeilt. Á fundinum leggja fulltrúar Íslands höfuðáherslu á að samkomulag náist sem fyrst um skiptingu landgrunnsins. Finna leiðir til að skipta land- grunninu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hvetur Bandaríkjamenn til að fara að fordæmi Íslendinga og nýta sér jarðhita til orkuframleiðslu í stórum stíl. Í gærmorgun sat Ólafur Ragnar vitnaleiðslu hjá orkunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem hann var kallaður til sem vitni í tengslum við frumvarp um stórfellda eflingu á nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum. Nánast einsdæmi er að þjóðhöfðingja sé boðið til vitnaleiðslu þingnefndar í Bandaríkjunum og þakkaði Ólafur Ragnar nefndinni þann heiður sem sér væri sýndur með boðinu. Formaður nefndarinnar og fleiri nefndarmenn þökkuðu Ólafi Ragnari aftur á móti kærlega fyrir að gefa sér tíma til að miðla nefndinni af þekkingu sinni á málinu. Þeir spurðu hann um reynslu Íslands af nýtingu jarðhita, sem Ólafur Ragnar sagði vera einstaklega góða. Jarðhiti hefði reynst afar hagkvæmur orku- gjafi og bæði ríkin, Ísland og Bandaríkin, gætu hagnast á samstarfi um þróun jarðhitanýtingar í Bandaríkjunum. Nefndarformaður orkunefndarinn- ar er demókratinn Jeff Bingaman frá Nýju-Mexíkó, en í nefndinni sitja 23 öldungadeildarþingmenn, þar af tólf demókratar og ellefu repúblikanar. Jóhannes B. Björgvinsson, lögreglumaður í Búðardal, fékk afhentan nýjan lögreglubíl í fyrradag af Stefáni Skarphéðinssyni, sýslumanni í Borgarnesi. Nýi bíllinn þykir hið mesta þarfaþing því sá gamli þótti mikill gallagripur. Í byrjun árs greindi Fréttablaðið til að mynda frá því að á tveimur árum hefði bíllinn farið á verkstæði 58 sinnum og hefði aðalvarðstjórinn í bænum því ítrekað þurft að erindast á einkabíl sinum. Nýi bíllinn er af gerðinni Hyundai Santa Fe og búinn öllum nauðsynlegum tækjabúnaði. Fær loks nýja lögreglubílinn Rússar gerðu tilraun til að senda lítinn pakka úr ómönnuðu geimfari niður til jarðar. Það mistókst. Pakkinn var í litlu hylki og festur við annan endann á þrjátíu kílómetra langri línu, sem send var niður úr geimfarinu. Hug- myndin var sú að þegar línan hefði náð fullri lengd myndi hylkið losna og svífa niður í tuttugu mínútur, en þá myndi fallhlíf skjótast út og tryggja örugga lendingu á jörðu niðri. Svo virðist sem línan hafi flækst þegar hylkið var komið 8,5 kílómetra niður úr geimfarinu, og þar með var tilrauninni sjálfhætt. Ekki tókst að senda til jarðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.