Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 25
Úsbekinn Alisher Usman-
ov ræður nú ríflega
fimmtungshlut í enska
stórveldinu Arsenal.
Stjórnarformaðurinn
segir að félagið verði ekki
selt erlendum fjárfestum.
Lundúnaútibú Landsbankans hafði
milligöngu um kaup auðkýfings-
ins Alisher Usmanov á sex pró-
senta hlut í enska knattspyrnulið-
inu Arsenal. Usmanov, sem er frá
Úsbekistan, á nú 21 prósents hlut í
Arsenal gegnum fjárfestingar-
félagið Red & White Holdings.
Seljendur voru fjárfestirinn Birol
Nadil og fjárfestingasjóðurinn
Landsdowne Partners.
Kaupverð á sex prósenta hlut í
Arsenal er rúmlega þrjátíu millj-
ónir punda, eða sem nemur rúm-
lega 3,8 milljörðum íslenskra
króna. Samkvæmt því er heildar-
virði félagsins um 63,4 milljarðar
íslenskra króna.
Miklar hræringar hafa verið
meðal hluthafa í Arsenal undan-
farin misseri. David Dein sem var
stjórnarformaður Arsenal í ára-
tugi hvarf úr starfi á vormánuðum
eftir deilur við aðra stjórnarmeð-
limi. Dein hefur nú birst á ný sem
andlit Red and White Holdings út
á við.
Breskir fjölmiðlar hafa mikið
spáð í hvort Usmanov hafi í hyggju
að taka Arsenal yfir. Núverandi
stjórnarformaður Peter Hill-
Wood, sem beint eða óbeint æður
ríflega helmings eignarhlut, segir
ekki í bígerð að selja félagið og þá
sérstaklega ekki til erlendra fjár-
festa. Arsenal er oft á tíðum nefnt
„enskasta“ knattspyrnufélag
úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að
lið félagsins skipi fjölþjóðaher
knattspyrnumanna. Félagið telur
sjálfa Englandsdrottningu meðal
stuðningsmanna sinna.
Landsbankinn hafði milligöngu
um viðskipti með hlut í Arsenal
Útborgun
í hverjum mánuði!
Vaxtaauki
Viðskiptavinir fá greidda vexti mánaðarlega í stað árlega. Ef vextirnir
liggja óhreyfðir inni á reikningnum safna þeir vaxtavöxtum.
• Háir vextir, greiddir út mánaðarlega
• Stighækkandi vextir eftir innstæðu
• Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti
Vaxtaauki er kjörinn fyrir fólk sem á sparifé og vill nota vextina til að
standa straum af mánaðarlegum útgjöldum.
Reikningurinn er óverðtryggður og er innstæðan laus til útborgunar
hvenær sem er.
Farðu inn á www.nb.is og stofnaðu reikning strax í dag.
Nýjung
www.nb.is • Sími 550 1800
1.000.000 9.958
3.000.000 29.875
5.000.000 53.333
10.000.000 106.667
15.000.000 160.000
20.000.000 215.833
* Samkvæmt vaxtatöflu Netbankans þann 12. sept. 2007
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
FL Group er orðið næststærsti
hluthafinn í þýska bankanum
Commerzbank eftir að hafa aukið
hlut sinn úr 3,24 prósentum í 4,25
prósent. Stærsti hluthafi bankans
er ítalska tryggingafélagið Gener-
ali með um níu prósenta hlut.
Virði heildarhlutar FL Group í
bankanum er um 69 milljarðar
króna. Ekki er gefið upp á hvaða
gengi kaupin fóru fram. Má gera
ráð fyrir að kaupverð liggi í kring-
um sextán milljarða króna. Kaup-
in verða fjármögnuð með fram-
virkum samningum og eigin fé.
Halldór Kristmannsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs FL
Group, segir Commerzbank einn
fárra evrópskra banka sem staðið
hafa við fjárhagsleg markmið sín
að undanförnu. Rekstur bankans
sé mjög góður og starfsemin hafi
verið aukin umtalsvert að undan-
förnu.
„Við búumst við því að arðsemi
bankans haldi áfram að aukast,“
segir Halldór. „Við teljum því að
góð tækifæri felist því í kaupun-
um nú, ekki síst í ljósi þess að við
teljum bankann lágt verðlagðan
eftir lækkanir undanfarinna
vikna.“
FL næststærst í
Commerzbank
Fermetrafjöldi verslunarhús-
næðis á Íslandi jókst um rúmlega
42 prósent á tíu ára tímabili frá
1996 til 2006. Þetta kemur fram í
Árbók verslunarinnar sem
Rannsóknasetur verslunarinnar
og Kaupmannasamtök Íslands
gefa út.
Aukningin var hlutfallslega
meiri utan höfuðborgarsvæðisins.
Hún var 44 prósent á landsbyggð-
inni en 41 prósent á höfuðborgar-
svæðinu. Verslunarstörfum hefur
á sama tímabili fækkað á
landsbyggðinni. Skýrist það
hugsanlega af því að verslanirnar
hafi orðið færri og stærri og
þurfi því ekki jafnmarga
starfsmenn.
Húsnæði fer ört
stækkandi
Yfirtökutilboð kauphallasam-
stæðunnar Nasdaq og kauphallar-
innar í Dubai hefur verið hækkað
um fimmtán prósent eða í 265
sænskar krónur á hlut. Tilboðið
hljóðar upp á 305 milljarða króna
og styðja stjórnendur OMX það.
Hækkun tilboðsins kemur í
kjölfar þess að QIA, félag í eigu
stjórnvalda í Katar, blandaði sér
óvænt inn í slaginn um OMX í
síðustu viku. Félagið hafði þá
tryggt sér tíu prósenta hlut í
OMX og setti við það samkomu-
lag Nasdaq og Dubai í uppnám.
Félögin höfðu samið um að Dubai
eignaðist tuttugu prósenta hlut í
sameinaðri kauphöll OMX og
Nasdaq.
Hækka boðið í
OMX-kauphallir