Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 27
Harpa Einarsdóttir er
meðal þeirra kraftmiklu
ungu Íslendinga sem eru
að hasla sér völl á sviði
fatahönnunar. Um þessar
mundir starfar hún líka
með CCP þar sem hún
hannar búninga á persón-
ur Eve Online.
„Þeir eru að breyta leiknum
þannig að það er hægt að
sjá alla karakterana frá
toppi til táar og af því tilefni
þurftu þeir ný föt. Ég var
ráðin í þetta af því ég get
bæði teiknað og málað en er
jafnframt fatahönnuður,“
segir Harpa.
Spurð hvað henni finnist
um augljósan áhuga
íslenskra ungmenna á
fatahönnun segir hún þetta
vera erfiðan bransa.
„Það eru til dæmis frekar
fáir sem halda áfram eftir
útskrift. Aðalvandamálið er
að byrja að markaðssetja
línuna. Sjálf er ég með tvö
börn og þarf að vera í fullu
starfi til að geta komið
þessu í gang. Maður þyrfti
eiginlega sponsor,“ segir
Harpa en hönnunarlínu
hennar, undir merkinu
Starkiller, er hægt að kíkja
á í Kjörgarði á þriðju hæð.
„Við Selma, stelpan sem
ég vinn þetta með, ætlum að
markaðssetja línu nú í
október en eins og staðan er
í dag fást fötin í einni
verslun í Stokkhólmi,“ segir
Harpa að lokum en vænta
má þess að meira beri á
verkum hennar í nánustu
framtíð, innan tölvuheima
sem utan.
Áhugasamir geta kynnt
sér Starkiller á heimasíð-
unni www.myspace.com/
starkillericeland
Harpa
drepur
stjörnur
Haustferðirnar vinsælu til St. John’s á Nýfundnalandi
17. - 21. nóvember í 4 nætur og 21. - 26. nóvember í 5 nætur
Beint flug aðeins 3 - 3,5 klst. með brottför síðdegis kl.17:00
Bjóðum einnig dvöl allan tímann í 9 nætur
St. John’s höfuðborg Nýfundnalands austast í Kanada er áhugaverð og ljúf borg
heim að sækja eins og ótalmargir þekkja úr ferðum okkar þangað undanfarin 10 ár.
Einstaklega hagstætt að versla. Frábær gestrisni, góðir veitingastaðir, írsk
pöbbastemmning og fjölbreyttar skoðunarferðir. Gist á glæsilegum hótelum.
Jólaskrúðgangan er 25. nóvember og sjávarútvegssýningin 22. - 24. nóvember.
Dæmi um verð pr. mann miðað við tvo í herbergi, með sköttum:
Holiday Inn, 4 nætur: kr. 62.800 og 5 nætur: kr. 65.600
Marriot, nýtt hótel, 4 nætur: kr. 67.400 og 5 nætur: kr. 71.100
Fairmont Newfoundland, 4 nætur: kr. 71.900 og 5 nætur: kr. 76.600
Bókið og staðfestið strax á ferðaskrifstofunni, Hesthálsi 10. Sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is