Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 28
Tónlistarmaðurinn Jóel
Pálsson er ekki einhamur.
Milli þess sem hann mundar
tenórsaxófóninn stundar hann
umsýslu með fatnað úr ís-
lenskri ull.
Við erum stödd í litlu fríríki sem
heitir Örfirisey. Alveg nyrst og
vestast. Úti við olíutankana. Þar
hafa þau Bergþóra Guðnadóttir
hönnuður og Jóel Pálsson tónlistar-
maður opnað verslun í einu horni
vinnustofu sinnar. Til sölu er meðal
annars fatnaður sem Bergþóra
hefur hannað með vörumerkinu
Farmers Market. „Þetta er hálf-
gerð leyniverslun,“ segir Jóel bros-
andi. „Það eru bara þeir sem fara
alla leið sem komast á staðinn en
fólki finnst dálítið gaman að koma
hingað. Reyndar erum við með
lokað í næstu viku en yfirleitt er
opið frá 12 til 17. Svo fáum við líka
fullt af netheimsóknum á vefinn
www.farmersmarket.is.“
Fyrirtækið var stofnað 2005. Það
framleiðir föt og fylgihluti og
áherslan er lögð á náttúruleg hrá-
efni með íslensku ullina í öndvegi.
Reksturinn hefur undið upp á sig
og nú eru vörurnar komnar í 25
verslanir, þar af 15 erlendis. „Við
erum aðallega á Norðurlöndunum
enn sem komið er en ætlum okkur
að halda áfram að nema ný lönd,“
segir Jóel. „Það er alltaf eitthvað
nýtt að tínast inn og enn annað er á
teikniborðinu.“
Spurður hvort hann sé nokkuð
hættur að spila brosir hann og
svarar: „Nei, ég er langt í frá hætt-
ur að spila. Er einmitt að undirbúa
mig fyrir tónleika í Lincoln Center
í New York. En mér finnst líka
gaman að stússast í viðskiptunum
og er alltaf að læra eitthvað nýtt á
hverjum degi.“
Ætlum að nema ný lönd
Laugavegi 51 • s: 552 2201
MADE
FROM
THE WORLDS
FINEST
MATERI-
ALS
Ný sending
Vinsælu ullarsamfellur og bolir.
Mikið úrval af ullarfötum
á ungbörn.
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið 10-18 • Laugardaga 10-16
VSK K
V
Vaskurinn af
Lækkum verð sem nemur virðisaukaskatti
á öllum vörum í versluninni
mmtudag, föstudag og laugardag.
Glæsilegt úrval af innigöllum fyrir konur á öllum aldri,
töskur,slæður, skart og ilmvötn ásamt
snyrtivörumerkjunumVS