Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 31

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 31
Engin krabbamein fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum en krabba- mein í brjóstum og kemur þar margt til. Þessi tegund krabba- meins er algengasta krabbamein meðal kvenna og nýgengi þess hefur jafnt og þétt aukizt á síð- ustu áratugum. Á sama tíma hefur skilningur manna á tilurð þess, áhættuþáttum og eðli sjúk- dómsins vaxið hröðum skrefum, sem aftur hefur leitt til þess að greining sjúkdómsins og með- ferð hefur gerbreytzt á síðustu áratugum, Allt hefur þetta orðið til þess að horfur þeirra, sem greinast með krabbamein í brjóstum hafa stórbatnað. Gera má ráð fyrir að nær tíunda hver kona á Íslandi greinist með krabba- mein í brjósti ein- hvern tíma á ævinni og nær tíðnin hámarki á sex- tugsaldri. Takast má á við krabbamein með þrennum hætti. Fyrst ber að nefna forvarnir, sem hægt er að beita ef áhættuþættir eru þekktir og unnt er að forðast þá. Arfgenga áhættuþætti er ekki unnt að forðast en komið hefur í ljós að lífsstíll getur haft áhrif á tilurð brjósta- krabbameins. Þannig er æskilegt að konur stundi lík- amsrækt í einhverju formi, haldi sig sem næst kjörþyngd, forðist mikla áfengisneyzlu og gæti varúðar við notkun horm- ónalyfja eftir tíðahvörf. Þótt ekki hafi verið sýnt fram á sterkan þátt reykinga í tilurð brjósta- krabbameins þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að konum, sem reykja eftir að hafa verið með- höndlaðar vegna sjúkdómsins, er hættara við að fá sjúkdóminn aftur en þeim, sem ekki reykja. Næsta skref í því að minnka sjúkleika vegna krabbameina er snemmgreining. Það er gert með leit að ákveðnum sjúkdómum meðal einkennalausra einstakl- inga. Oftast eru þá stórir hópar heilbrigðra kallaðir til skoðunar (hópleit) og nákvæmri en hættu- lausri tækni beitt til að greina forstig eða frumstig sjúkdóma. Meðferð sjúkdóms, sem þannig greinist er mun líklegri til að lækna sjúklinginn en ef beðið er með aðgerðir þar til einkenni sjúkdómsins fara að gera vart við sig. Þriðja skrefið í meðferð sjúkdóma eru aðgerðir, skurðlækningar, lyf- lækningar, geisla- lækningar o. fl. sem beitt er þegar sjúk- dómurinn greinist á því stigi að slíkra aðgerða er þörf til að gefa sem bezta von um lækn- ingu. Það að á einni öld hefur tekizt að breyta brjósta- krabbameini úr sjúkdómi, sem fáir lifðu af, í sjúkdóm, sem flestir lifa af er vitn- isburður um þrotlaust starf vísindamanna, lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna, tækjafram- leiðenda, lyfjafram- leiðenda, og ekki sízt milljóna hugaðra kvenna og karla, sem hafa tekið þátt í því að stíga hin stóru framfara- skref með þátttöku í rannsókn- um, sem spanna allt frá þátttöku í hópleit, til klíniskra rannsókna á sviði skurðlækninga, lyflækn- inga og geislalækninga. Vísinda- rannsóknir undanfarinna áratuga hafa leitt í ljós að bætt lifun og lífsgæði þeirra, sem greinast með krabbamein í brjósti má fyrst og fremst þakka því að nú greinist sjúkdómurinn á mun fyrri stigum en áður var og leyfir það skurðaðgerð, sem laskar minna brjóstið sjálft en áður, án þess að lækningalíkur skerðist og síðan hinu að tekizt hefur að þróa margar tegundir virkra lyfja, sem gefin eru jafnframt staðbundinni meðferð – skurðað- gerð og geislameðferð – í þeim tilgangi að vinna á þeim illkynja frumum, sem kunna að hafa orðið eftir í líkamanum. Sem betur fer linnir ekki þróun og framleiðslu nýrra og betri lyfja. Um leið og ég hvet allar íslenzk- ar konur til að taka boði um þátt- töku í hópleitarstarfinu vil ég nota tækifærið og þakka öllum, sem lagt hafa hönd á plóginn við að tryggja þann árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins á Íslandi, sem tryggt hefur okkur sæti í fremstu röð meðal þjóða. Þar á ég við fólkið í landinu, þá sem sýsla með fjárveitingar hins opinbera, fjölmörg fyrirtæki stór og smá og einstaklinga, sem af örlæti hafa stutt hin ýmsu verk- efni, starfsmenn heilbrigðisþjón- ustunnar og stjórnendur hennar. Hærra verð á bensíni gæti orðið til þess að létta fleira en veski Bandaríkjamanna, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Washington-háskóla í St. Louis. Rannsóknin segir að ef bensínverð hækki um einn dollara á hvert gallon geti það fækkað offitusjúk- lingum í landinu um fimmtán pró- sent á fimm árum. Ástæðuna segir Charles Courtemance, sem gerði rannsóknina, vera þá að fólk gangi þá frekar eða hjóli í stað þess að keyra, og borði frekar léttan mat heima í stað þess að sækja skyndi- bita- eða veitingastaði. Charles fékk hugmyndina að rannsókninni þegar hann var að dæla bensíni á bílinn sinn einn daginn og fannst bensínverðið svo hátt að það borgaði sig heldur að taka lest. Með því að ganga á stöð- ina fengi hann þrjátíu mínútur af hreyfingu aukalega á dag. Léttari Bandaríkjamenn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.