Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 32
Margir horfa löngunaraugum á ísskápa með ísmulningsvél, nuddpotta með sjónvarpi og vígaleg gasgrill, en sjá ekki afgangseyri í buddunni fyrir slíkri munaðarvöru. „Mig hafði lengi langað í amer- ískan ísskáp og gasgrill af stærri gerðinni, en hafði ekki efni á því, eins og margir,“ segir Guðbrand- ur Jónatansson, sem starfar af fagurri hugsjón og fer ótroðnar slóðir, en fyrirtækið hans 4you var opnað á dögunum í illa nýttri verslunaramiðstöð í Eddufelli í Efra-Breiðholti; á stað sem marg- ir hefðu fyrir fram talið ósenni- legan fyrir lúxusvörur. „Hingað er auðratað og afar sanngjörn húsaleiga, en ég reyni að halda öllum kostnaði niðri til að bjóða betra vöruverð. Ég þarf ekki að vera með búð í miðbæn- um. Fólk kemur til mín af því ég sel ódýrt,“ segir Guðbrandur, sem smitaðist af verslunarháttum Bónus, Rúmfatalagersins og Ikea. „Þessar vinsælu verslanir selja vörur í magni og mig langaði að gera eins með vandaðar vörur. Með því vildi ég leyfa draumum annarra að rætast, eins og mínum eigin,“ segir Guðbrandur, sem flytur inn glæsilegan munaðar- varning sem hann selur á heild- söluverði til hins almenna borg- ara. „Ég versla beint við verksmiðj- ur ytra og nota enga milliliði. Þegar mig langaði í stórt gasgrill hafði ég samband við bandarísk- an framleiðanda sem bauð það á afar góðu verði. Ég spurði hvort hann framleiddi grillin sjálfur en þá svaraði hann að lítil sem engin framleiðsla væri lengur í Banda- ríkjunum; allt væri unnið í Kína. Ég pantaði grillið því beint frá Kína og fékk á útsöluprís,“ segir Guðbrandur, sem óskar löndum sínum að njóta þess sama og flyt- ur inn tvöfalda ryðfría ísskápa, rafmagnsnuddpotta með inn- byggðu DVD og sjónvarpi, fjöl- hæfar ítalskar kaffivélar, harm- óníkur, nýmóðins vatnsrúm, 100% náttúrulegar og verðlaunaðar latexdýnur og dýrindis ekta nautshúðateppi í úrvali. „Rafmagnspotta og ísskápa fá kaupendur á helmingi lægra verði en út úr búð hér heima. Grill sem fæst í verslunum á yfir 100 þús- und sel ég á 49.800 krónur. Ég flyt þau inn í gámum, seldi síðast 240 grill á fjórum vikum og er með biðlista eftir næstu sendingu. Nuddpotta sem kosta milljón út úr búð sel ég á 450 þúsund. Kaup- endur þeirra eru himinlifandi, enda pottarnir fallegir með öllum hugsanlegum lúxus,“ segir Guð- brandur, sem blöskrar álagning verslana á vörur sem Íslending- um bjóðast. „Nýlega kom vinsæl lífsstíls- verslun að máli við mig og falað- ist eftir nautshúðateppunum til sölu. Ég spurði hvað þeir hygðust selja teppin á og upp kom verð- hugmyndin 170 þúsund. Ég bað þá vel að lifa; ég seldi þau sjálfur á 68 þúsund. Þarna stóð til að leggja meira á vöruna en kostaði mig að flytja hana inn til lands- ins! En svona er nú álagningin og segir ýmislegt um okrið þegar fyrirtæki geta gefið allt að níutíu prósenta afslátt af sínum vörum,“ segir Guðbrandur, sem selur mest af sínum vörum áður en hann flytur þær til landsins. „Ég stefni á útrás 4you til hinna Norðurlandanna, en þarlendir aðilar vilja kaupa sig inn í fyrir- tækið, sem og í Bandaríkjunum. Fólk mun snúa sér í meira mæli til þeirra sem selja beint á heild- söluverði og spara sér himinháar fjárhæðir í ófyrirleitna álagningu verslana. Ég berst á móti verð- lagningunni eins og Múskó. Berst fyrir neytendur með vandaðri lúxusvöru á sanngjörnu og við- ráðanlegu verði fyrir alla.“ Sjá nánar á www.4you.is. Lúxus handa öllum Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - Pottar og prik Akureyri - Áfangar Keflavík - Fjarðarkaup - Parket og gólf - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi - Rými - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.