Fréttablaðið - 27.09.2007, Qupperneq 36
27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið hafnarfjörður
Óvissuferðir ehf. er fyrirtæki
sem sérhæfir sig í tilbúnum og
sérhönnuðum pakkaferðum.
„Aðþrengdar eiginkonur er eins
og heitið gefur til kynna ferð sér-
sniðin að þörfum kvenna. Gert
fyrir kvennahópa sem vilja gera
sér góðan dag, láta dekra svolítið
við sig og enda á ljúffengum
mat.“
Þetta segir Inga Steinunn
Björgvinsdóttir, verkefnastjóri
Óvissu ehf. sem er ferðaþjónustu-
fyrirtæki í Hafnarfirði. Það útbýr
bæði tilbúnar og sérhannaðar
pakkaferðir handa hópum.
Má þar nefna sveitaferðir,
menningarferðir, adrenalín-
ferðir og fyrrnefndar aðþrengdar
eiginkonur, sem eru nokkuð
breytilegar að sögn Ingu.
„Þemað er það sama og snýst
um dekur en síðan geta konurnar
valið á milli þrenns konar ferða
eftir því hvort þær vilja fara
um Suðurland, Reykjanes eða til
Reykjavíkur,“ útskýrir Inga. „Svo
fer bara eftir hópnum hvernig
ferðin spilast hverju sinni.
Hversu miklum hluta dagsins
konurnar vilja verja í dekur eða
mat og svo framvegis.“
Inga segir ferðirnar hafa notið
mikilla vinsælda á meðal kven-
þjóðarinnar og því augjóslega
nóg af aðþrengdum íslenskum
eiginkonum sem vilja gera sér
dagamun. En skyldi ekki vera á
döfinni að bjóða karlpeningnum
upp á svipaðar ferðir, svolítið
dekstur?
„Það stendur ekki til, en
karlarnir hafa þó úr ýmsu öðru
að velja,“ segir Inga og hlær.
„Tækjum við hins vegar upp á
því að bjóða upp á aðþrengda
eiginmenn reikna ég með að það
yrði eitthvað minna um dekur en
meira um adrenalínflæði.“
Hægt er að afla sér frekari
upplýsinga um ferðir Óvissu ehf.
á vefsíðunni www.ovissuferdir.
is eða með því að hafa samband í
síma 599 6030.
- rve
Aðþrengdar eiginkonur
láta dekra við sig
Inga Steinunn segir eitthvað í boði fyrir alla hjá Óvissuferðum ehf. MYND/RÓSA
Sýning um sjálfbæra þróun
stendur nú yfir í Gamla
bókasafninu í Hafnarfirði, en
hún er byggð á hugmyndum
Jarðarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
„Inntak sýningarinnar er að mann-
kynið sé nú komið að sögulegum
tímamótum og verði að taka af-
stöðu í umhverfismálum. Hvort
það ætli að hætta að menga og
vinna að sjálfbærni eða ekki,“ segir
Steinunn Geirdal, meðlimur í SGI á
Íslandi, Soka Gakkai International,
sem stendur að sýningunni ásamt
Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar,
Staðardagskrá 21 í Hafnarfirði og
Gamla bókasafninu.
Að sögn Steinunnar er sýningin
til komin vegna Jarðarsáttmál-
ans, sem var settur saman af
fólki af ólíku þjóðerni, kynþáttum
og trúarbrögðum víðs vegar um
heim.
Jarðarsáttmálinn var síðan
kynntur á umhverfisráðstefnu
Sameinuðu þjóðana í Jóhannesar-
borg árið 2002.
„Sáttmálinn gengur út á að vinna
að sjálfbærni á öllum sviðum þjóð-
félagsins,“ útskýrir Steinunn.
„Hann fjallar líka um að fólk fari
að sýna hvert öðru virðingu og
mannkynið líti á sig sem eina fjöl-
skyldu á þessari jörð.“
Steinunn segir að SGI á Íslandi
hafi átt frumkvæði að uppsetn-
ingu sýningarinnar hérlendis en
alþjóðlegu samtökin eru aðildar-
félag að Sameinuðu þjóðunum
og ein stærstu friðarsamtök í
heiminum.
„Sýningin er liður í starfi okkar
þar sem við vinnum að friði,
menntun og menningu, meðal
annars með því að kynna verkefni
af þessu tagi.“
Steinunn segir sáttmálann
þegar hafa verið tekinn inn í
námskrá nokkurra landa og
vonast hún til að Íslendingar fylgi
fordæmi þeirra þar sem um frá-
bært kennsluefni sé að ræða.
Sýningin stendur til 7. október.
- rve
Friður, menntun og menning
Steinunn Geirdal aðstoðarleikskólastjóri er meðlimur í SGI, sem er á meðal þeirra
sem standa að sýningunni Sjálfbær þróun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Dúóið Stemma verður með opna tónleika í Hafnarborg, menn-
ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld klukkan kl.20.00.
Það eru þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef
van Oosterhout slagverksleikari sem skipa Stemma en þau eru
jafnframt fastráðnir hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Herdís og Steef hafa leikið saman í tæp tíu ár og á þeim tíma
hafa þau átt í samstarfi við tónskáld, sem hafa samið fyrir þau
verk. Þeirra á meðal eru tónskáldin Sveinn Lúðvík Björnsson,
Jónas Tómasson og Snorri Sigfús Birgisson.
Á efnisskránni hjá þeim er einnig íslensk þjóðlagatónlist þar
sem Steef spilar meðal annars á steinaspil Páls frá Húsafelli.
Aðgangur er ókeypis er tónleikana.
Þess má jafnframt geta að Hafnarborg er höfð opin til klukk-
an 21.00 alla fimmtudaga.
Nánar á www.hafnarborg.is
Dúóið Stemma leikur í kvöld
Hafnarborg í Hafnarfirði.
Nýleg könnun leiðir í ljós að kynbundinn launamunur í Hafnar-
firði hefur minnkað á síðustu árum. Anna Jörgensdóttir, starfs-
mannastjóri Hafnarfjarðar, fagnar niðurstöðunni.
„Könnun var gerð árið 2001 og þá mældist kynbundinn launa-
munur átta prósent en mælist nú sex prósent og hefur því minnk-
að um tvö prósent,“ segir Anna.
„Án grunnskólakennara mældist kynbundni launamunurinn
tólf prósent árið 2001 en mælist nú níu prósent. Þetta er óút-
skýrður launamunur á meðalheildarlaunum karl- og kvenkyns
starfsmanna, þar sem tekið er tillit til aldurs, starfsgreina, yfir-
vinnu og starfsaldurs.“
Að sögn Önnu er ástæða til að fagna, sérstaklega þar sem
munur á dagvinnulaunum kynjanna hafi eyðst út frá árinu 2001.
Þá voru dagvinnulaun kvenna sex prósentum lægri en dagvinnu-
laun karla, en mælist nú 0,6 prósent lægra. Séu kennarar ekki
reiknaðir með var munurinn átta prósentum lægri árið 2001 en
er nú 0,8 prósentum hærri.
„Við höfum kerfisbundið unnið að útrýmingu kynbundins
launamunar,“ segir Anna. „Meðal annars með sértækum aðgerð-
um innanhúss, þar sem reynt hefur verið að jafna muninn út. Nú
er árangurinn að koma í ljós.“
Máli sínu til stuðnings bendir hún á að innleiðing nýs starfs-
matskerfis sem meðal annars tekur til starfsmanna í Starfs-
mannafélagi Hafnarfjarðar, hafi leitt til þess að ákveðnar
kvennastéttir fengu hækkanir.
Anna segir starfinu þó engan veginn lokið. „Við ætlum að halda
áfram og munum þá einkum horfa til yfirvinnugreiðslna, hvort
þar sé skekkja sem þurfi að leiðrétta. Mér finnst ekki ósennilegt
að ný könnun verði gerð eftir tvö til þrjú ár og þá verði munurinn
minni.“ - rve
Kynbundinn launa-
munur minnkar
Anna Jörgensdóttir er ánægð með niðurstöður könnunarinnar en leggur
áherslu á starfinu sé ólokið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON