Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 38
 27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið hafnarfjörður Jólaundirbúningur er nú hafinn í Hafnarfirði, snemma líkt og síðastliðin ár, þar sem meðal annars er unnið að því að reisa jólaþorp í miðbænum fimmta árið í röð. „Þorpið verður á Thorsplani og samanstendur af tuttugu og fimm húsum, þar sem kaupmenn munu bjóða upp á söluvarning,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, og hvetur áhugasama til að hafa samband sem allra fyrst, þar sem verið er að taka niður pantanir í húsin. „Við viljum helst að mikið sé um að vera í hverju húsi og höfum því stungið upp á því að nokkrir deili með sér húsi, svo söluvarningurinn verði fjöl- breyttur og vonandi örlítið jóla- legur. Kaupmenn hafa annars leyst þetta vel af hendi, skreytt húsin hátt og lágt og staðið fyrir alls kyns uppákomum.“ Að sögn Marínar tekur bærinn meira og minna allur þátt í jóla- undirbúningnum; skólabörn munu skreyta jólaþorpið, kórar syngja og unglingar troða upp. „Við ætlum að virkja betur félagsmiðstöðvarnar og unglingana sjálfa, sem hafa af einhverjum ástæðum orðið svolítið útundan. Það er ein helsta breytingin í ár.“ Annars vill Marín gefa sem minnst upp varðandi dagskrána sjálfa, annað en að jólaballið verði á sínum stað. „Við ætlum að slá upp útijólaballi á sunnudögum. Þetta hefur tvisvar sinnum verið gert áður og heppnast gríðarlega vel í bæði skiptin og eins og síðast munu Felix og Gunni halda uppi fjörinu. Þá skemmtu allir sér konung- lega við að dansa í kringum jóla- tréð með húfur og vettlinga, enda markmiðið að fjölskyldan geti átt notalega samverustund.“ - rve Notaleg fjölskyldustund Nunnur úr Karmelklaustrinu hafa verið með frá upphafi og gera ekki undantekningu í ár. Marín Guðrún Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, lofar góðri skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólaundirbúningur hefst snemma í Hafnarfirði og jólaþorpið í miðbænum verður opnað 24. nóvember. Verið er að kanna hvort flötur sé fyrir því að hafa það opið virka daga síðustu vikuna fyrir jól. Norm - X Auðbrekku 6, Kópavogi - Sími 565 8899 - netfang: normx@normx.is - veffang:www.normx.is Norm - X hefur sérhæft sig í framleiðslu heitra potta frá 1982 sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel og ætlaðir fyrir hitaveituvatn. Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd og ljósabúnað og tvær gerðir af lokum Við seljum einnig kamínur verð kr. 43.900 Gvendarlaug Setlaug 2050 L Grettislaug 1500 L Snorralaug 2000 L með legubekk Norm - X Heitir pottar Heimasíðan okkar er www.normx.is Íslensk framleiðsla Norm - X hefur sérhæft sig í framleiðslu heitra potta frá 1982 sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel og ætlaðir fyrir hitaveituvatn. Við bjóðum einnig allan tengibúnað, nudd og ljósabúnað og tvær gerðir af lokum Við seljum einnig kamínur verð kr. 43.900

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.