Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 40
27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið hafnarfjörður
Margt er á döfinni hjá
Hafnarfjarðarleikhúsinu í vetur og nú
standa yfir æfingar á leikritinu Svartur
fugl í uppsetningu leikhússins og
Kvenfélagsins Garps.
„Þetta er nýtt leikrit sem kall-
ast á frummálinu Blackbird og er
eftir skoska leikskáldið David Har-
rower,“ segir Sólveig Guðmundsdótt-
ir, leikkona og meðlimur í Kvenfélaginu
Garpi, sem átti á síðasta ári í samstarfi
við Hafnarfjarðarleikhúsið um upp-
setningu á Gunnlaðar sögu eftir Svövu
Jakobsdóttur.
„Verkið var frumflutt á Edinborgarhá-
tíðinni árið 2005 og ég keypti samstund-
is réttinn á því eftir að hafa séð það. Það
greip mig bara enda vel skrifað og afar
spennandi. Leikrit sem sýnir að lífið er
ekki svart og hvítt.“
Að sögn Sólveigar er Svartur fugl jafn-
framt eitt umtalaðasta leikrit sem hefur
komið frá Bretlandi í langan tíma og
hefur það verið sýnt víða um heim við
góðar undirtektir. Það er margverðlaun-
að og hlaut meðal annars Laurence Olivi-
er-verðlaunin í ár sem besta frumraunin.
Leikkonan vill þó sem minnst segja um
efniviðinn.
„Ég ætla ekki að segja of mikið en í
grófum dráttum fjallar verkið um Ray
og Unu, sem áttu í ástarsambandi fyrir
fimmtán árum og hittast á ný með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.“
Sólveig og Pálmi Gestsson fara með
hlutverk Unu og Ray og hrósar leikkonan
mótleikara sínum í hástert, sem og öðrum
aðstandendum sýningarinnar. „Hér er
valinkunnur maður í hverju rúmi og við
erum svo heppin að hafa fengið til liðs við
okkur skoska leikstjórann Graeme Maley,
sem þekkir verkið mjög vel.“
Svartur fugl verður frumsýnt laugar-
daginn 6. október en hægt er að nálgast
vetrardagskrá Hafnar-fjarðarleikhússins
á vefsíðunni www.hhh.is. - rve
Eldfimt umfjöllunarefni
„Umfjöllunarefnið er eldfimt og best að það komi áhorfendum á óvart,“
segir Sólveig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Pálmi Gestsson, Sólveig Guðmundsdóttir og leikstjórinn Graeme Maley.
Hansadagurinn er orðinn fastur
liður í bæjarlífi Hafnarfjarðar
en hann verður haldinn hátíð-
legur í október næstkomandi.
„Þetta hófst allt saman með
því að Hafnarfjarðarbær gekk
fyrir nokkrum árum í Hansa-
sambandið, sem var samtök
kaupmanna í norður-evrópskum
borgum á miðöldum. Hlutverk
nýju Hansasamtakana er að
tengja borgirnar aftur saman í
gegnum menninguna og söguna
frá þessum tíma.“
Þetta segir Björn Pétursson,
bæjarminjavörður hjá Byggða-
safni Hafnarfjarðar, sem
stendur fyrir sérstökum Hansa-
degi í október næstkomandi. Þá
verður efnt til hátíðarhalda sem
fara fram í formi sagnfræði-
legra fyrirlestra, kynningu á
alþjóðasamtökunum, tónleik-
um, leikjum og matarveislu í
miðaldastíl.
„Markmið er að vekja athygli
á þessum þætti úr sögu bæjar-
ins, á því tímabili þegar þýskir
Hansakaupmenn réðu hérna
lögum og lofum, og kynna hugs-
unina sem býr að baki endur-
vakningunni,“ útskýrir Björn.
Að hans sögn er dagskráin
vel á veg komin en hún fer fram
á nýja torginu fyrir framan
Byggðasafnið, á Vesturgötu sex
til átta. „Torgið hefur allt verið
endurhannað, en framkvæmd-
ir hafa staðið á því í sumar og
er við það að ljúka, og stendur
til að vígja það á Hansadaginn
sjálfan.“
Þeir sem vilja upplifa ósvikna
miðaldastemningu ættu því að
gera sér ferð til Hafnarfjarðar
í næsta mánuði. - rve
Aftur í miðaldir
Björn Pétursson
lofar miðald-
astemningu á
Hansadaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON