Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 42
 27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið hafnarfjörður Samtök áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia á Íslandi (SARE) voru stofnuð 13. september síðastliðinn. Leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði vinnur eftir aðferðum Reggio Emilia og leggur áherslu á skapandi starf og gagnrýna hugsun. Í Reggio Emilia-stefnunni er lögð áhersla á að kennararnir séu þrír, það er börn, kennarar og umhverfið. Þessir þættir eru samverkandi og hafa áhrif hver á annan. Því er litið á börn og starfsfólk sem samverka- menn og samrannsakendur. Áhersla er lögð á að nota náms- kenningar sem falla að félags- legri hugsmíðahyggju en hún byggir á virkni barnanna sem nema og að þau læri meira og betur í samvinnu við aðra en ein. Einkunnarorð leikskólans eru: „Hugmyndir barnsins – verkefni dagsins“ og á það vel við. - hs Hugmyndir barnsins eru verkefni dagsins Samvinna skiptir miklu máli á leikskólanum. Námsflokkar Hafnarfjarðar eru teknir til starfa og framboð fjölbreytt að venju. Meðal þess sem er á dagskrá í vetur er námskeið fyrir verðandi töframenn. „Ég ætla að kenna öllum töfrabrögð sem vilja en þetta miðast við tíu ára aldur,“ segir töframaðurinn góðkunni Jón Víðis Jakobs- son og bætir við að námskeiðið sé byggt á bók sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Sú nefnist Töfrabragðabókin og hefur að geyma leyndardóminn að baki nokkrum vel völdum brögðum. „Við lærum hugsunina á bak við töfra- brögð og hvernig þau eru framkvæmd. Klassísk brögð eins og að festa töfrastaf, draga pening úr eyra, trefil í gegnum háls og nokkra spilagaldra að auki. Jafnvel að breyta stelpu í strák ef tími gefst.“ Að sögn Jóns byggja töfrabrögð af þessu tagi á sjónhverfingum sem eiga lítið skylt við galdra og því skulu nemendurnir ekki búast við að geta lyft hlutum með hugarorkunni einni saman eða flogið þegar þeir útskrifast. „Töframenn geta alls ekki flogið. Þeir geta hins vegar látið líta út sem svo sé.“ Þar af leiðandi getur hver sem er lært að verða töframaður, ólíkt galdramönn- um sem eru aðeins útvaldir eins og í tilviki Harry Potter. „Maður verður ekki góður nema að æfa sig,“ segir Jón. „Ég kenni brögð sem eru einföld kunni maður þau. En það þarf að tileinka sér kunnáttuna svo að aðferðin sjáist ekki.“ Töfrabragðanámskeiðin hefjast 2. okt- óber og hægt að skrá sig á námskeið fyrir börn á aldrinum tíu ára og eldri og sextán ára og eldri. Nánar á www.namsflokkar. hafnarfjordur.is - rve Breytir stelpu í strák Jón Víðis er formaður Hins íslenska töframannagildis, sem eru samtök íslenskra töframanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón stendur fyrir komu töframanns- ins David Jones, sem sýnir í Hafnar- fjarðarleikhúsinu 1. nóvember. SÓFASETT MaryPaula Hermes Barbara

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.