Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 44

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 44
Leikstjórinn og leikkonan Eyrún Ósk Jónsdóttir aðstoðaði ungverska kvik- myndagerðarmenn við gerð teikni- myndar um Egil Skallagrímsson. Ungverskir kvikmyndagerðarmenn voru nýverið staddir í Hafnarfirði til að viða að sér efni fyrir nýja teiknimynd í fullri lengd um Egil Skallagrímsson. Eyrún Ósk Jóns- dóttir, leikkona og leikstjóri, skipulagði komu hópsins til landsins og var gestunum innan handar á meðan á dvöl þeirra stöð. „Þetta æxlaðist þannig að ég var úti í skóla með ungverskum strák, sem ég fékk í fyrra til að leika í einleiknum Ofurhetjan, sem ég skrifaði og leikstýrði,“ segir Eyrún. „Hann fór með upptökur af leikritinu til Ungverjalands og þar komst leikstjóri myndarinnar, Erik Novák, yfir þær. Erik var þá á leiðinni til Íslands ásamt tökuliði og vantaði einhvern til að skipuleggja ferðina. Í framhaldi af því var haft samband við mig.“ Að sögn Eyrúnar var tilgangur fararinnar að ná andlits- og landslagsmyndum og mynda hesta á tölti, sem yrðu teiknað- ir ofan í og notaðir í myndina. Fjöldi Íslendinga kom nálægt vinnunni, þeirra á meðal starfsmenn fyrirtækisins Kaoz, RÚV og Landnámsseturs Íslands auk rekstrar- stjóra skátaheimilisins Hraunbúa og föður hennar, Jóns Hlíðars. „Þau tóku mikið upp í Borgarfirði, Krýsu- vík og Hafnarfirði,“ segir Eyrún og bætir við að Hafnarfjörður hafi hentað vel vegna þess hversu stutt var til hinna tökustaðana, auðvelt að komast í tæri við hesta og svo hafi ungverski leikarinn úr Ofurhetjunni mælt með Hraunbúum sem heppilegu gisti- heimili. Eyrún segir Ungverjana hafa skemmt sér konunglega á meðan á tökum stóð og þótt mikið til íslenskrar náttúru koma. „Þau voru mjög hrifin og ætla að koma hingað aftur fljótlega. Nú eru þau að ganga frá styrkjum eftir vinnuna hér. Ætla að sýna myndbúta til að fá samstarfsaðila til liðs við sig, bæði úti og hér heima.“ Spennandi verður að fylgjast með vinn- unni en ráðgert er að frumsýna myndina árið 2009. - rve 27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið hafnarfjörður Eyrún stýrir sem kunnugt er Jaðarleikhúsinu. Hér er hún ásamt föður sínum Jóni Hlíðari, sem hjálpaði til við skipulagninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Teiknimynd um víkinga Þessi mynd er tekin úr bæklingi um teiknimyndina. Á vef Hafnarfjarðarbæjar blogga bæjarfulltrúar á heimasvæði vefsins. Svæðið er vettvangur fulltrúanna til að koma skoðunum sínum á framfæri og um leið gera bæjarbúum kleift að fylgjast með störfum þeirra. Jafnframt kemur fram á vefnum að bloggið sé fyrst og fremst persónu- legar skoðanir og vangaveltur ein- staklingsins. Þær skoðanir sem koma fram endurspegla ekki endilega skoð- anir eða stefnu Hafnarfjarðarbæjar. Aðalbæjarfulltrúar sem eru skráðir með blogg eru Lúðvík Geirsson, Ellý Erlingsdóttir, Haraldur Þór Ólason, Guðmundur Rúnar Árnason, Margrét Gauja Magnúsdóttir, Rósa Guðbjarts- dóttir, Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Gunnar Svavarsson, Almar Grímsson og Gísli Ó. Valdimarsson. - rh Bloggandi bæjarfulltrúar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er meðal aðalbæjarfulltrúa sem blogga á vefsíðu bæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.