Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 46

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 46
 27. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14 fréttablaðið hafnarfjörður Hafnfirðingurinn Sigríður Ásta Árnadóttir hefur getið sér gott orð fyrir endurunninn ullarfatnað. „Ég er menntaður textílhönnuður og hef alltaf verið haldin hálfgerðri ullarpeysuáráttu,“ segir Sig- ríður spurð út í hugmyndina á bak við hönnunina, sem er í skrautlegri kantinum. „Svo átti ég einu sinni ullarpeysu inni í skáp sem mér þótti svo leiðinleg og óspennandi að ég ákvað að breyta henni og hekla á hana alls konar skraut.“ Smám saman vatt þetta upp á sig og fyrr en varði var Sigríður komin með heilan ullarpeysulager. Hún fékk síðan inni í Kirsuberjatrénu þar sem fatnaðurinn fæst nú undir merkinu Kitchfríður. „Kitch merkir eitthvað sem er ofhlaðið og ósmekk- legt og það sem ég hanna er bæði skrautlegt og lit- ríkt á íslenskan mælikvarða,“ segir Sigríður um nafngiftina. „Þegar ég var í námi fékk ég skot á mig fyrir að vera yfirdrifin og ákvað bara að snúa því mér í hag, með því að vinna með það sem er kitch.“ Útkomuna má sá hér á síðunni og óhætt að segja að orðin litríkt og skrautlegt nái vel að lýsa henni. - rve Ullarpeysuáráttan Föt Sigríðar eru að vissu leyti afturhvarf til fortíðar. Margir þekkja Sigríði undir nafninu Kitchfríður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigríður leggur mikinn metnað í fatnaðinn. Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna er hópur hressra kvenna sem vill auka sýnileika hjólreiðar- menningar í Hafnarfirði. „Segja má að kveikjan hafi verið leti okkar stofnendanna. Við höfðum keypt okkur hjól og notuðum þau aldrei. Við ákváðum þess vegna að stofna klúbb til að beita okkur sjálfar þrýstingi, svo við færum út að hjóla minnst einu sinni í viku,“ segir Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, sem er í forsvari fyrir Hjólreiðafélag hafnirskra kvenna. Félagið var formlega stofnað á sjálfum kvennafrídeginum árið 2006 og fóru viðtökurnar fram úr björtustu væntingum. Hundr- að konur skráðu sig í félagið á fyrstu tveimur mánuðunum en á bilinu þrjátíu til fjörtíu þeirra eru nú virkar og vekja mikla athygli að sögn Eiríksínu þegar þær þeysast um götur bæjarins. „Það hefur stundum legið við árekstri þegar hersingin mætir á svæðið,“ segir hún og hlær. „Karlarnir verða alveg lamaðir af skelfingu og vita náttúrulega ekkert hvert allar þessar víga- legu konur eru að æða. Það er flautað á okkur og hvaðeina.“ Eiríksína segir að þótt félagið sé eingöngu ætlað konum hafi karlarnir tekið virkan þátt í starfinu meðal annars með því að kenna konum sínum á hjólin og séu því einskonar meðhjálparar. „Þeir mega auðvitað alveg koma með. Við flöggum þeim svona spari.“ Hópurinn hittist klukkan 20.00 á miðvikudagskvöldum og 11.00 á laugardagsmorgnum við Hafnarborg en nú fara að verða síðustu forvöð að mæta þar sem félagið fer í frí í vetur. Áhuga- sömum er bent að hafa samband við Eiríksínu í síma 690 4583. -rve Liggur við árekstri Eiríksína með hjól sitt sem hún notar mikið í vinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Strandgata 55 220 Hafnarfjörður Iceland Tel: 565-1213 Fax: 565-1891 vikings@fjorukrain.is w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Heitur pottur og sauna ! - ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum. Tilboð gilda til 15. apríl 2008. Aukagistinótt kostar kr. 4.000 á mann fyrir herbergið. 4. Sælkerapakki: Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu í Fjörunni. Í tveggja manna herbergi kr. 9.000 á mann. 5. Fyrirtækjapakkinn: Tilvalið í miðri viku, fyrir innlenda sem erlenda gesti í viðskiptaerindum Gisting með kvöldverði (súpa, kjöt eða fiskur, kaffi) í Fjörunni eða í Víkingaveislu í Fjörugarðinum. Tveggja manna herbergi kr. 8.000 á mann. 2. Þorrapakki: Gisting og fordrykkur með þorrahlaðborði í Fjörugarðinum. Í tveggja manna herbergi kr. 9.000 á mann. 3. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði í Fjörugarðinum. Í tveggja manna herbergi kr. 10.500 á mann. 1. Jólapakki: Gisting og morgunverður með jólahlaðborði í Fjörugarðinum. Í tveggja manna herbergi kr. 9.000 á mann. *Gildir frá föstudeginum 23. nóvember 2007. Öðruvísi stemning - syngjandi víkingar og valkyrjur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.