Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 64

Fréttablaðið - 27.09.2007, Side 64
Prjónakaffihús og sýningin Handverkshefð í hönnun í kjallara Norræna hússins 22.9. - 7.10. 2007 Opnunartímar: þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 12 – 23 föstudaga, laugardaga, sunnudaga kl. 12 – 17 Lokað á mánudögum Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, sími 551 7030, www.nordice.is Auglýsingasími – Mest lesið kl. 20 Dúó Stemma heldur tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld. Dúóið samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slag- verksleikara. Á efnisskránni hjá þeim er meðal annars tónlist eftir íslensk tónskáld og þjóðlagatón- list. Ókeypis er inn á tónleikana og eru allir velkomnir. Hnerrað aftur á Selfossi Aðalheiður Eysteinsdóttir sýnir um þessar mundir tréskúlptúra í listasafninu Hafnarborg í Hafnarfirði. Viðfangsefni sýningarinnar er fólk að bíða. Hugmyndin að sýningunni kvikn- aði út frá annarri sýningu sem Aðal- heiður setti upp í fyrra. „Þar var ég með skúlptúr sem sýndi mann sem sat og beið á löngum bekk. Það skapaðist afar skemmtileg stemn- ing í kringum þennan skúlptúr; fólk fékk sér sæti á bekknum og spjall- aði hvað við annað. Ég tók myndir af gestum sem sátu á bekknum og urðu þær myndir mér innblástur til þess að halda áfram að vinna með það sem gerist þegar fólk bíður,“ segir Aðalheiður. Hún segir biðina áhugavert fyr- irbæri þegar maður veltir henni fyrir sér. „Margir segja að það að bíða sé það leiðinlegasta sem þeir gera. En biðin getur líka verið skemmtileg og uppfull af eftir- væntingu, til dæmis þegar maður bíður eftir jólunum eða fæðingu barns. Því fór ég að líta á biðina sem dýrmæta. Fólk kvartar yfir tímaskorti og stressi en undir slík- um kringumstæðum er hægt að nýta biðina sem tíma til þess að hugsa. Raunverulegt fólk sem kann að nota biðtíma á skapandi hátt var þannig útgangspunktur margra verkanna á sýningunni.“ Aðalheiður leikur sér með afgangsefni og fundna hluti og end- urgerir úr þeim eftirminnileg augnablik úr eigin lífi; fólk á förn- um vegi, vinir eða hlutirnir sjálfir geta orðið kveikjan að verkum hennar. Hún vann skúlptúrana á sýningunni aðallega í timbur. „Ég vinn með afgangstimbur sem fellur til hér og þar. Enn fremur þykir mér gaman að nota ýmsa aðra hluti sem á einhvern hátt passa inn í formið sem ég er að skapa. Endur- vinnsla efna er á margan hátt eins og fjársjóðsleit; það er fátt skemmti- legra en að búa til eitthvað fallegt úr einhverju sem virðist ekki vera til neins nýtt.“ Á sýningunni má einnig finna póstkort sem Aðalheiður hefur unnið úr ýmsum tilfallandi efnum. „Það er hægt að nota biðtíma í ýmis- legt, til að mynda í að skrifa póst- kort til vina og vandamanna. Ég hvet alla sýningargesti til þess að setjast niður og skrifa á póstkort. Svo er hægt að kaupa frímerki í afgreiðslunni á Hafnarborg,“ segir Aðalheiður að lokum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og fimmtudaga til kl. 21.00. Síðasti sýningardagur er 7. okt- óber.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.