Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 64
Prjónakaffihús og sýningin Handverkshefð í hönnun í kjallara Norræna hússins 22.9. - 7.10. 2007 Opnunartímar: þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 12 – 23 föstudaga, laugardaga, sunnudaga kl. 12 – 17 Lokað á mánudögum Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, sími 551 7030, www.nordice.is Auglýsingasími – Mest lesið kl. 20 Dúó Stemma heldur tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld. Dúóið samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slag- verksleikara. Á efnisskránni hjá þeim er meðal annars tónlist eftir íslensk tónskáld og þjóðlagatón- list. Ókeypis er inn á tónleikana og eru allir velkomnir. Hnerrað aftur á Selfossi Aðalheiður Eysteinsdóttir sýnir um þessar mundir tréskúlptúra í listasafninu Hafnarborg í Hafnarfirði. Viðfangsefni sýningarinnar er fólk að bíða. Hugmyndin að sýningunni kvikn- aði út frá annarri sýningu sem Aðal- heiður setti upp í fyrra. „Þar var ég með skúlptúr sem sýndi mann sem sat og beið á löngum bekk. Það skapaðist afar skemmtileg stemn- ing í kringum þennan skúlptúr; fólk fékk sér sæti á bekknum og spjall- aði hvað við annað. Ég tók myndir af gestum sem sátu á bekknum og urðu þær myndir mér innblástur til þess að halda áfram að vinna með það sem gerist þegar fólk bíður,“ segir Aðalheiður. Hún segir biðina áhugavert fyr- irbæri þegar maður veltir henni fyrir sér. „Margir segja að það að bíða sé það leiðinlegasta sem þeir gera. En biðin getur líka verið skemmtileg og uppfull af eftir- væntingu, til dæmis þegar maður bíður eftir jólunum eða fæðingu barns. Því fór ég að líta á biðina sem dýrmæta. Fólk kvartar yfir tímaskorti og stressi en undir slík- um kringumstæðum er hægt að nýta biðina sem tíma til þess að hugsa. Raunverulegt fólk sem kann að nota biðtíma á skapandi hátt var þannig útgangspunktur margra verkanna á sýningunni.“ Aðalheiður leikur sér með afgangsefni og fundna hluti og end- urgerir úr þeim eftirminnileg augnablik úr eigin lífi; fólk á förn- um vegi, vinir eða hlutirnir sjálfir geta orðið kveikjan að verkum hennar. Hún vann skúlptúrana á sýningunni aðallega í timbur. „Ég vinn með afgangstimbur sem fellur til hér og þar. Enn fremur þykir mér gaman að nota ýmsa aðra hluti sem á einhvern hátt passa inn í formið sem ég er að skapa. Endur- vinnsla efna er á margan hátt eins og fjársjóðsleit; það er fátt skemmti- legra en að búa til eitthvað fallegt úr einhverju sem virðist ekki vera til neins nýtt.“ Á sýningunni má einnig finna póstkort sem Aðalheiður hefur unnið úr ýmsum tilfallandi efnum. „Það er hægt að nota biðtíma í ýmis- legt, til að mynda í að skrifa póst- kort til vina og vandamanna. Ég hvet alla sýningargesti til þess að setjast niður og skrifa á póstkort. Svo er hægt að kaupa frímerki í afgreiðslunni á Hafnarborg,“ segir Aðalheiður að lokum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og fimmtudaga til kl. 21.00. Síðasti sýningardagur er 7. okt- óber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.