Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 66

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 66
Vestrarnir virðast síður en svo dauðir úr öllum æðum og ef fram fer sem horfir verða tvær kvikmyndir í baráttunni um hylli áhorf- enda í vetur. Hollywood tekur með reglulegu millibili ástfóstri við þetta tíma- bil í bandarískri sögu. Hetjurnar með Stetson-hattinn og sexhleyp- una hafa fengið ófáan drenginn til að skella á sig kúrekahatt, klæðast vesti og gallabuxum og skella sér útí byssuó. Þessi kvik- myndagerð á auk þess sinn þátt í því að hafa gert leikara á borð við John Wayne og Clint Eastwood að mestu kvikmyndastjörnum sög- unnar. Hver sá sem vill því telj- ast leikari með leikurum verður að minnsta kosti að hafa riðið um slétturnar á hundtryggum hesti. En þrátt fyrir að vestri sé góð uppskrift að mikilli velgengni þá koma slíkar myndir yfirleitt í hrönnum en hverfa þess á milli. Síðast var það nánast fullkominn vestri Clints Eastwood, The Unforgiven, sem sópaði að sér Óskarsverðlaunum en sagan um morðingjann William Munny og baráttan við lögreglustjórann Little Bill Daggett fór vel ofan í áhorfendur og akademíuna. Venju samkvæmt fann Holly- wood smjörþefinn af skjótfengn- um gróða og árið eftir komu tvær kvikmyndir með skömmu milli- bili sem fjölluðu um hinn réttsýna Wyatt Earp þar sem Kurt Russell og Kevin Cost- ner skiptust á að leika hinn skeggprúða lögreglustjóra. En síðan þá hefur varla heyrst né spurst til villta vestursins á hvíta tjaldinu. Á föstudaginn má segja að nýtt „vestra“-tíma- bil hefjist en þá verður stór- myndin 3:0 to Yuma frumsýnd. Myndin skartar þeim Russell Crowe og Christian Bale í aðal- hlutverku en söguþráðurinn er sígild barátta góðs og ills þar sem meðalljónið berst fyrir lífi sínu við harðskeytta og blóðþyrsta bandíta. 3:10 to Yma hefur verið spáð mikilli velgengni á kom- andi Óskarstímabili enda ákvað dreifingar- aðilinn að koma henni strax í sýningu þannig að hún yrði fáanleg á DVD- mynddisk þegar Óskar- sakademían gengi að kjörborð- inu. Þótt hinni hörundsáru Aka- demíu þyki fátt jafn skemmtilegt og að láta ástralska ólátabelginn Russell Crowe hafa styttuna þá gæti The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford sett strik í reikninginn. Myndin greinir frá síðustu dögum einhvers þekktasta útlaga Banda- ríkjanna, Jesse James, sem klíku- félagar hans myrtu skömmu fyrir eitt stærsta rán þeirra. Brad Pitt fer með hlutverk Jesse James en Casey Affleck (sem er litli bróðir Bens Affleck) leikur hugleys- ingjann Robert Ford. Síðan má ekki gleyma Appaloosa með þeim Ed Harris, Viggo Mortensen og Renée Zellweger sem er hugsuð fyrir næsta ár en gefur sterklega til kynna að vestrarnir séu komn- ir í tísku aftur. Kvikmyndarinnar Superbad hefur verið beðið með mikilli óþreyju enda hefur hún verið hlaðin lofi af bandarískum gagn- rýnendum og vilja sumir meina að þetta sé einfaldlega besta gamanmyndin í háa herrans tíð. Myndin er byggð á strákapör- um handritshöfundanna Evan Goldberg og Seth Rogen en sá síðarnefndi fer jafnframt með stórt hlutverk í myndinni. Aðal- persónurnar, sem svo skemmti- lega vill til að bera nöfn hand- ritshöfundanna, eru lúðar af bestu gerð. Þeir bjóða sig fram við að útvega áfengi fyrir útskriftarteiti en á bak við góð- mennsku þeirra býr hins vegar djöfullegt skipulag. Þeir Evan og Seth ætla nefnilega að sjá til þess að fallegustu fljóðin fái nóg af áfengi og sjá svo til þess að þeir verði þessi „mistök“ sem þær eigi eftir að minnast með hryllingi í framtíðinni. Þeir Rogen og Goldberg eru taldir vera verðugir arftakar hinna svokölluðu frat-pack klíku sem hefur ráðið lögum og lofum yfir bandarísku gríni að undan- förnu. Þeir félagar eru æskuvinir og unnu meðal annars saman að lokaþáttaröð Da Ali G-Show. Rogen og Goldberg þykja með eindæmum afkastamiklir og hafa nú þegar lagt lokahöndina á Pineapple Express sem væntan- lega verður frumsýnd á næsta ári en það yrði þá þriðja myndin þeirra á jafnmörgum árum. Ofurvondir unglingsstrákar Clint Eastwood mun að öllum lík- indum leikstýra góðvini sínum, Morgan Freeman, í kvikmynd um Nelson Mandela. Samkvæmt kvik- myndavef Empire er talið líklegt að Matt Damon bætist í hópinn. Eastwood og Freeman kunna upp- skriftina að Óskarsverðlauna- myndum en þeir gerðu saman The Unforgiven og Million Dollar Baby sem báðar hömpuðu stytt- unni góðu. Myndin verður að öllum líkind- um ekki frumsýnd fyrr en 2010 sökum verkfalls leikara sem lamar Hollywood á næsta ári. Hún er byggð á bókinni Human Factor eftir John Carlin og gerist skömmu eftir að aðskilnaðar- stefnan í Suður-Afríku líður undir lok. Þá var ákveðið að heims- meistaramótið í ruðningi skyldi fara fram í Jóhannesarborg þrátt fyrir að landslið Suður-Afríku hefði ekki fengið að taka þátt í því áður vegna stjórnmálaástandsins heima fyrir. Talið er líklegt að Damon komi til með að leika fyrirliða lands- liðsins en ekki liggur fyrir hvort Eastwood hyggst sjálfur leika eitt aðalhlutverkanna. Morgan Freeman verður Mandela Fann skúrkinn í sjálfum sér hjá Lecter V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.