Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 75

Fréttablaðið - 27.09.2007, Page 75
 Undanúrslitaleikir Powerade-bikars karla í körfu- bolta fara fram í Laugardalshöll- inni í kvöld. KR og Skallagrímur mætast í fyrri leiknum klukkan 19.00 og seinni leikurinn er síðan á milli Njarðvíkur og Snæfells. Fréttablaðið fékk Friðrik Ragnars- son, þjálfara Grindavíkur, til þess að spá í leikina. Íslandsmeistarar KR slógu út Hamar í átta liða úrslitunum og mæta liði Skallagríms sem fór í sigurferð til Grindavíkur og sló lærisveina Friðriks út. „Ég hallast nú að því að KR vinni þó að mér finnist Borgnesingar með fínt lið. Þeir voru að spila mjög á móti okkur en KR-ingar eru einfaldlega gríðarlega sterkir og mjög vel mannaðir,“ segir Friðrik um fyrri undanúrslitaleikinn. Njarðvík sló ÍR út í átta liða úrslitunum og mætir liði Snæfells, sem vann nýliða Þórs frá Akureyri til þess að komast í Höllina. „Njarðvíkingar hafa bætt við sig mönnum og eru orðnir mjög vel mannað lið að mínu mati. Ég spái því að þeir vinni Snæfell. Njarðvík er reyndar svolítið óskrifuð stærð þar sem mikið er af nýjum mönnum þar en ég sá leikinn hjá þeim á móti ÍR og þá unnu þeir eins og gömul dísilvél,“ segir Friðrik en hann er samt mjög hrifinn af Snæfellsliðinu. „Mér finnst Snæfellsliðið stórskemmti- legt og vel mannað en það eru fleiri leikmenn sem geta skorað 20+ stig í Njarðvíkurliðinu heldur en hjá Snæfelli og það gæti ráðið úrslitum,“ segir Friðrik. Friðrik býst því við að erki- fjendurnir KR og Njarðvík glími um enn einn titilinn á sunnudaginn. „Þetta eru allt hörkulið sem eftir eru í keppninni. Það er því ekkert hægt að afskrifa Borgarnes eða Snæfell því bæði lið eru mjög sterk en mér finnst líklegt fyrir fram að það verði KR og Njarðvík sem spili til úrslita,“ sagði Friðrik að lokum. Spáir KR og Njarðvík í úrslit Hreiðar Levy Guð- mundsson byrjar frábærlega með sænska úrvalsdeildarliðinu Sävehof en hann hefur varið 40 skot í fyrstu tveimur leikjum liðsins, sem báðir hafa unnist. Hreiðar varði 20 skot og 2 víti í 32-23 sigri á GUIF um helgina og hafði varið 20 skot í 38-31 útisigri á Lindesberg í fyrstu umferðinni. Aðeins einn markvörður í sænsku deildinni hefur varið fleiri skot í fyrstu tveimur umferðunum en það er Richard Kappelin í liði Alingsås sem hefur varið 46 skot. Hreiðar hefur varið 43% skota sem á hann hafa komið en Sävehof er eitt fjögurra liða sem hafa unnið fyrstu leiki sína. Búinn að eiga tvo stórleiki Sigfús Páll Sigfússon, handboltamaður í Val, spilaði loksins sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag á þriðjudag eftir langþráða bið. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er ekki síður feginn að málinu sé lokið. „Þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir Sigfús og ég er ánægður fyrir hans hönd og mér fannst hann koma vel inn í þetta og aðlagast fljótt,“ sagði Óskar, sem harmar mjög hversu félagsskipti Sigfúsar drógust á langinn. Sigfús Páll skoraði eitt mark úr þremur skotum leiknum. - Sigfús spilaði loksins með Val Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050 Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar Öll kasthjól – 40% afsláttur Kaststangir 20-50% afsláttur Fluguhjól 15-50% afsláttur Flugustangir 15-50% afsláttur Öndunarvöðlur frá 9.995 Veiðivesti frá 1.995 10 stk. spúnar aðeins 1.990 Lítið notaðar leiguvöðlur aðeins 5.000 Sjókayakar 15-30% afsláttur Þurrbúningar og vesti 15-50% afsláttur Valdar haglabyssur 20-30% afsláttur Felufatnaður 15-50% afsláttur Útsalan hefst í dag og lýkur 7. október Vinsælustu vörurnar seljast alltaf upp fyrst Sjókayakar, fatnaður og búnaður aðeins í Sportbúðinni Krókhálsi 5. Skotvopn og felugallar aðeins í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Sportbúðinni Krókhálsi 5. Leiguvöðlur aðeins í Veiðihorninu Síðumúla) ÚTSALAN ER BYRJUÐ BARA Í FÁEINA DAGA Avram Grant, nýráðinn stjóri Chelsea, þarf á undanþágu að halda til þess að stýra liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni vegna þess að hann hefur ekki svokölluð UEFA Pro réttindi sem eru skylda fyrir stjóra í deildinni. Síðustu stjórar til þess að fá þessa undanþága voru Glenn Roeder og Gareth Southgate en aðeins eitt félag í deildinni mótmælti undanþágunni sem þeim var veitt og það var Manchester United. Líklegt er að United geri slíkt hið sama í máli Avram Grant, en hvort það ber árangur mun tíminn einn leiða í ljós. - Þarf á undan- þágu að halda

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.