Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 27.09.2007, Síða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Mér finnst voða gott að fá mér pakkanúðlusúpur með kjúkl- ingabragði. Eftir að ég er búinn að hita súpuna í þrjár mínútur í örbylgjuofni set ég piparost út í.“ Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fékk kvikmynda- handrit frá Baltasar Kormáki til yfirlestrar en um er að ræða spennu- mynd sem fjallar um líffærastuld í þróunarlönd- unum. „Ég vildi nú bara athuga hvort allar læknisfræði- legar stað- reyndir væru ekki örugg- lega á hreinu,“ sagði Baltasar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Kári gerði engar athugasemdir við handritið. Myndin hefur hlotið vinnuheitið Run for Her Life en að sögn Baltasars á enn eftir að finna leikara í myndina og því er hún á algjörum byrjunarreit. Leikstjórinn stendur frammi fyrir hálf- gerðu lúxusvandamáli þessa dagana því honum stendur einnig til boða að leikstýra tveimur öðrum mjög frambærilegum myndum, þar á meðal einni þar sem Óskarsverðlaunaframleiðandinn Bob Yari er maðurinn á bak við tjöldin. „Ég er ennþá að bræða það með mér hvað ég geri,“ segir Baltasar. „Maður reynir að hanga á þessu eins og maður getur. Kannski bíð ég bara þangað til Mýrin hefur verið frumsýnd í Bandaríkjunum og sé síðan hvað gerist,“ útskýrir hann en viðurkennir um leið að töluvert sé verið að pressa á hann að taka ákvörðun sem fyrst. Baltasar er annars önnum kafinn og segist ætla að koma frá sér þeim verkefnum sem hann hefur þegar lofað sér í. Verið er að klippa kvikmyndina Brúðgumann og svo hyggst hann taka fram leikaraskóna á ný í kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík- Rotterdam, en það eru Óskar Jónasson og Arnaldur Indriðason sem skrifa handritð. „Þetta er án efa eitt skemmtilegasta handrit sem ég hef lesið,“ segir Baltasar en áætlað er að tökur hefjist í næstu viku. Kári Stefáns las yfir handrit fyrir Baltasar Heimildarmyndin Reiði guðanna, eða Wrath of Gods, vann til enn einna verðlauna á kvikmynda- hátíð í Portúgal fyrr í þessum mánuði. Hún hefur því samanlagt unnið til fimm verðlauna á hátíðum víðs vegar um heiminn. „Myndin var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk verðlaun dómnefndar,“ segir Jón Gústafs- son, sem gerði myndina þegar hann var aukaleikari í kvikmynd- inni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Reiði guðanna fjallar um gerð þeirrar myndar og þá erfiðleika sem framleið- endur lentu í hvað varðar óblíð náttúruöfl og fjármagn. „Á hátíðinni í Portúgal var blandað saman myndum um gerð bíómynda og svo bíómyndunum sjálfum. Reiði guðanna var eina myndin sem ekki var sýnd með myndinni sem hún fjallar um enda er hún í fullri lengd og stendur alveg ein og sér. Þetta er sjálfstæð saga um mann sem leggur allt í sölurnar til þess eins að búa til kvikmynd og lendir í óhemju erfiðleikum.“ Íslendingar fá tækifæri til þess að sjá myndina í lok október þegar hún verður sýnd á RÚV en það hafði gengið fremur hægt að selja myndina hérlendis. „Þegar Þórhallur loksins horfði á mynd- ina fattaði hann hvað þetta er frá- bær mynd og ákvað að kaupa hana,“ segir Jón en myndin hefur þegar verið seld til Kanada og til- boð frá Bandaríkjunum er í skoð- un. „Í gær fékk ég boð um að koma á Zion-kvikmyndahátíðina í Utah, þaðan fer myndin á hátíð í Flórída og loks til Beirút.“ Jón Gústafsson enn á sigurbraut „Þetta er stærsta svona kosning á netinu hér og það er tekið mikið mark á þessu. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir okkur,“ segir Friðrik Weiss- happel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Friðrik og félagar hans eiga og reka tvö kaffihús þar í borg sem kallast The Laundromat Café. Vefsíðan Alt on Köbenhavn, Aok.dk, stendur árlega fyrir kosning- unni Byens bedste þar sem markmiðið er að finna eftirtektarverða og skemmtilega hluti í Kaupmanna- höfn. The Laundromat Café er einn fimm veitinga- staða sem tilnefndir eru fyrir besta „brunch“-inn, en morgunverðarhlaðborð Friðriks og félaga hefur verið rómað frá því staðurinn var opnaður. Þetta ætti að vekja mikla athygli á staðnum enda er Aok. dk ein af fimm mest sóttu vefsíðum Danmerkur að sögn Friðriks. „Þetta er náttúrlega alveg frábært. Hérna úti fara líka nánast allir í brunch um helgar. Það er bara rútína hjá mörgum að fara á fætur um 10 og beint út í brunch. Mér finnst þetta mjög góður siður, sérstaklega þegar vinahópar eða fjölskyldur nota þetta tækifæri til að hittast,“ segir Friðrik, sem vonast að sjálfsögðu eftir stuðningi að heiman, að Íslendingar greiði veitingastaðnum atkvæði í kosningunni. „Það hafa tugþúsundir Íslendinga komið til okkar síðustu fjögur ár og ég hvet alla sem hafa smakkað matinn okkar til að leggja lóð sitt á vogarskálarnar.“ Ítarlega er fjallað um The Laundromat Café á Aok.dk. Þar er meðal annars að finna grein um bestu hamborgarana sem fást í Kaupmannahöfn og er staðurinn einn af fimm veitingastöðum sem nefndir eru til sögunnar í þeim geira. Auk þess er vísað inn á almenna umfjöllun um staðinn þar sem meðal annars er að finna eftirfarandi kafla um Friðrik: „Það var einu sinni smiður. Hann bjó á Íslandi. Hann kynntist eitt kvöldið ljóshærðri danskri stúlku í hestaferð. Kvöldið hefði getað verið upphaf og endir þessarar sögu hefði stúlkan ekki boðið smiðnum í partí í Kaupmannahöfn. Smiðurinn hreifst af stúlkunni og ílengdist í Kaupmannahöfn. Þannig kom það til að Friðrik og þrír vinir hans eiga í dag tvö kaffihús hér, The Laundromat Café.“ Síðan eru liðin fjögur ár og Friðrik og félagar hafa komið sér vel fyrir í borginni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni á Friðrik von á fyrsta barni sínu í janúar með danskri unnustu sinni. Mánuði fyrr fagnar hann fertugsafmæli sínu svo það er í mörg horn að líta. Netkosningin hefst á hádegi á föstudag og stendur í tvær vikur. Slóðin er Byensbedste.aok.dk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.