Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 4
„Fulltrúar meirihlutans hafa þolað illa að vera eftirlitslaus- ir í stjórn REI,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar í borgarstjórn Reykjavíkur og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hann telur nauðsynlegt að farið verði ofan í saumana á öllum ákvörðunum stjórnar fyrirtækisins. „Fullkanna þarf heimildir stjórn- armanna til að skammta sjálfum sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og svara þeim spurningum sem við blasa. Hvers vegna fékk Bjarni Ármannsson einn manna að koma að REI og verða hluthafi án þess að nokkur í hópi eigenda fyrirtækisins vissi? Hvers vegna var það ferli þegar leita átti til nýrra hluthafa og bjóða þeim að kaupa í fyrirtækinu á góðum kjörum fyrir hundruðir milljóna ekki upp á borðinu?,“ sagði Dagur. Samkvæmt stofnsamþykktum REI hafði stjórnin heimild til þess að auka hlutafé félagsins í 20 millj- arða án þess að bera það undir stjórn OR, sem í upphafi var eini eigandi fyrirtækisins. Síðan hafa forsendur breyst. Þegar Bjarni Ármannsson kom inn í félagið sem stjórnarformaður, og jafnframt einn eigenda, var ákveðið að stefna á hlutafjáraukningu í 50 milljarða. OR yrði kjölfestueigandi í félaginu með um 40 prósenta hlut. Þetta breyttist eftir að Geysir Green Energy (GGE) og REI sameinuðust undir merkjum REI. Stefnan er nú sett á að safna enn meira hlutafé svo hægt verði að ráðast í verkefni á erlendum vettvangi sem nú eru í undirbúningi. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi VG og stjórnarmaður í OR, segir allt ferli REI „með ólíkindum“ og augljóst sé að fulltrúar einka- geirans stýri atburðarásinni sem sé afar óviðeigandi í opinberu fyrir- tæki. „Það var afar spennandi að sjá það á forsíðu Fréttablaðsins að vægi [Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar] borgarstjóra í umræðu um starf- semi fyrirtækja borgarinnar er lítið sem ekki neitt. Augljóst er að þeir félagar Bjarni [Ármannsson] og Hannes [Smárason] eru farnir að halda um stýrið og þá er okkar aðkoma orðin óttalega máttlaus,“ segir Svandís. Hún harmar að OR hafi ekki getað haft meiri áhrif á þróun mála. „Þessum mönnum hafa verið gefnir peningar, rannsóknar- upplýsingar, sérfræðiþekking og allt annað sem OR hafði á sínu borði. Það er ekkert annað sem býr að baki aðkomu þessara manna heldur en að reyna að græða sem allra mest á sem skemmstum tíma. Það fer illa saman við hugmyndir og tilgang opinberra fyrirtækja. Þess vegna þarf að skoða málið frá upphafi til enda með það að leiðar- ljósi hvort hagsmunum skattgreið- enda hafi verið gætt nægilega vel.“ Svandís segir Bjarna og Hannesi gefnir peningar Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir vilja að farið verði ofan í saumana á öllum ákvörðunum Reykjavík Energy Invest (REI) frá stofnun. Ákvarðanir meirihlutans þola illa dagsljósið, segir Dagur. Bönnuð skæruliðasam- tök Kosovo-Albana hafa aukið á spennuna í Kosovo með hótunum um árásir gegn Serbum og Serbíu. Alþjóðlegar miðlunartilraunir standa nú sem hæst, en þær miða að því að koma stjórnskipun héraðsins í framtíðarbært form. Í sjónvarpi Kosovo-Albana voru á miðvikudag sýndar myndir af rúmum tug svartklæddra skæru- liða albanska þjóðarhersins, með lambhúshettur og alvæpni. Forsætisráðherra Kosovo, Agim Ceku, sagði skæruliðasamtökin vinna gegn hagsmunum Kosovo- Albana með því að grafa undan miðlunartilraununum. Öfgamenn hóta árásum á Serba „Það er tvímælaust stefna skólanefndar og bæjaryfirvalda að vettvangsferðirnar haldi áfram enda auka þær fjölbreyti- leika í námi,“ segir Andrés Pétursson, formaður skólanefnd- ar Kópavogs, sem kveður börn í bænum ekki þurfa að kvíða því að hætt verði við vettvangsferðir á vegum grunnskólanna. Komið hefur fram að menntamálaráðu- neytið telur ólöglegt að innheimta gjald fyrir slíkar ferðir líkt og tíðkast hefur í sumum tilfellum. „Nú erum við bara að skoða hvaða leiðir eru færar. Hver skóli fyrir sig er með töluvert sjálf- stæði í sínum fjármálum og getur hagað hlutunum svolítið eftir eigin höfði,“ segir Andrés. Ekki hætt við skólaferðalög Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu lóðir undir 57 íbúðir ofan við skógræktina í Fosssvogi. Byggingarréttur á lóðunum, sem eru neðan Sléttuvegar vestan við Borgarspítalann, verður seldur hæstbjóðanda. Frestur til að bjóða í lóðirnar rennur út eftir þrettán daga, eða föstudaginn 19. október. Byggðin verður blönduð með svipuðu sniði og er innar í Foss- vogsdalnum. Fjölbýlishús verða efst á svæðinu en neðar verða raðhús og tvíbýlishús. Íbúðir í fjölbýli verða 28. Í raðhúsum verða þrettán íbúðir og í tvíbýlis- húsum verða sextán íbúðir auk sambýlis fyrir fatlaða. Enn fremur er fyrirhugað að Hrafnista reisi íbúðir fyrir aldr- aða, hjúkrunarheimili og þjón- ustumiðstöð á þessu svæði. Sömu- leiðis er áætlað að Samtök aldraðra byggi íbúðir fyrir sína félagsmenn eins og gert er á næstu lóð að Sléttuvegi 19-23. Þá er ætlunin að nemendagarðar verði á svæðinu sem og almennar íbúðir í fjölbýli. Þess má geta að lágmarksboð í raðhúsalóð er 7,5 milljónir króna og lágmarksboð í tvíbýlislóð er 15 milljónir fyrir báðar íbúðirnar. Aðeins er tekið við tilboðum í tví- býli þar sem tveir aðilar sameinast um að bjóða í eina lóð. Skógarlóðir til hæstbjóðenda Vantar frostlög? Fáðu áfyllingu af frostlegi með afmæliskorti Olís Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.