Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 11
Hver sem er getur breytt skráningu hvers sem er í símaskránni, hvort sem það er símleiðis, í tölvupósti og jafnvel með því að koma á staðinn. „Við treystum því að fólk sé ekki að hringla með skráningu annarra heldur breyti bara sinni eigin skráningu,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Já.is. „Við treystum því að íslenska þjóðin sé það heiðarleg að hún níðist ekki á öðrum.“ Fyrir hátt í áratug þurftu allar breyt- ingar í símaskránni að vera skriflegar en það var aflagt fyrir sex til sjö árum. Í dag er hægt að breyta skráningunni símleiðis, með tölvupósti eða koma á staðinn og ekki þarf að færa neinar sönnur fyrir því að viðkomandi hafi heimild til þess að gera breytinguna. „Við tökum niður úr hvaða símanúmeri var hringt en það er hægt að hringja úr leyninúmeri og þá sjáum við ekki númerið. Við höfum fyrir vinnureglu að senda tölvupóst til baka, til dæmis þegar fyrirtæki breyta skráningu, en við hringjum ekki í fyrirtækið og spyrjumst fyrir,“ segir hún. Um fjörutíu þúsund breytingar eru gerðar á skráningum á ári. „Við komumst ekki yfir að hringja alltaf til baka. Þessi ár sem ég hef starfað hjá símaskránni er teljandi á fingrum annarra handar þar sem komið hafa upp tilvik sem hafa valdið leiðindum. Þau hafa aldrei verið hjá fyrirtækjum.“ Foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem ekki hafa náð leikskólaaldri eða hafa ekki komist inn á leikskóla munu fá skattfrjálsa styrki frá og með áramótum. Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt tillögu þess efnis. Styrkirnir verða í formi svokall- aðra heimgreiðslna og eru veittir foreldrum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Greitt er með börnunum þar til þau fá inni á leikskóla, lengst til tveggja ára aldurs. Við ákvörðun upphæðarinnar var tekið mið af þeim greiðslum sem nú eru inntar af hendi hjá bænum vegna barna hjá dagforeldrum og í einkareknum leikskólum. Foreldrar ung- barna fá greitt Sendráð Frakklands mega krefjast lífsýna með erfðaefni frá fólki sem sækist eftir að flytja til Frakk- lands til að fá að sameinast ættingjum sínum í Frakklandi samkvæmt frumvarpi sem efri deild franska þingsins sam- þykkti í gær. Markmið frumvarpsins er að sanna fjölskyldutengsl þegar vafi er á hvort að skjöl viðkomandi innflytjanda séu ófölsuð. Frumvarpið þarf að komast í gegnum aðra atkvæðagreiðslu í báðum þingdeildum áður en það verður að lögum. Einnig er lagt til að þeir sem þess þurfi fái frönskukennslu. Innflytjendur sýni erfðaefni Keilir hefur keypt tvær skólabyggingar á gamla varnar- svæðinu af Þróunarfélagi Keflavíkur, ásamt byggingar- lóðum. Í annarri byggingunni var menntaskóli varnarliðsins til húsa en í hinni var leikskóli. Báðar eru þær á svæðinu sem skipulagt er undir þekkingarsamfélag Keilis. Í fréttatilkynningu kemur fram að heildarvirði samningsins sé 320 milljónir króna, og sé gert ráð fyrir töluverðum endurbótum á skólahúsnæðinu. Með kaupunum tryggi Keilir sér framtíðar- kennsluhúsnæði og lóð til þróunar og vaxtar sem duga eigi næstu áratugi. Keyptu leik- og menntaskóla Reykjavíkurborg getur nú ráðið fólk sem náð hefur sjötíu ára aldri til starfa í minnst 33 prósenta starfshlutfall til eins árs í senn, samkvæmt nýsam- þykktri tillögu borgarstjóra í borgarráði. Þó verður sett skilyrði um að fyrir liggi starfs- hæfnisvottorð viðkomandi. Með samkomulagi við yfirmann verður starfsmönnum þá heimilt að vinna vinnuskyldu sína af hendi á mismunandi tímum dags, viku, mánaðar eða árs. Þetta er liður í aðgerðum til að auka atvinnuþátttöku eldri starfsmanna Reykjavíkurborgar og koma í veg fyrir manneklu í umönnunarstétt. 70 ára og eldri í borgarstörf Hjón sem eiga sumarhús í landi Kiðjabergs hafa kært nýtt deiliskipulag svæðisins til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi í vikunni að auglýsa nýja skipulagið eftir að skipulag sem sveitarstjórnin afgreiddi árið 2005 var úrskurðað ógilt. Nýja tillagan gengur enn lengra en sú fyrri varðandi stærð frístundahúsa sem mega verða allt að 350 fermetrar með 40 fermetra aukahúsi. Núgildandi skipulag frá 1990 leyfir að hámarki 60 fer- metra hús. Mörg hús í Kiðjabergi eru miklu stærri en það. Hjón kæra nýtt deiliskipulag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.