Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 18
Við Sólveig giftum okkur í Möðruvallakirkju 10. október árið 1971. Í brúðkaupsferð fórum við til Hull og Grimsby. Reyndar voru þessir ágætu fiskimannabæir við Hymbru aðeins viðkomustaðir á ferðalagi okkar, ferðinni var heitið til Aix- en-Provence í Frakklandi þar sem við ætluðum að hafa vetur- setu og reyna að læra eitthvað. Ódýrasta leiðin til að komast úr landi áður en Iceland Express kom til sögunnar var að taka sér far með fraktskipi – og farkostur okkar hét Ms. Selá. Ætlunin var að ferðast með Selánni til Hol- lands með viðkomu á Bretlandi og taka þaðan lest suður á bóginn til Marseille. Verkföll hafnarverkamanna í Hull og Grimsby töfðu afgreiðslu skipsins og eftir nokkra prýðilega daga í Grimsby ákváðum við að stíga af skipinu og kaupa lestarmiða svo að við kæmum á leiðarenda fyrir jól ef það kynni að dragast á langinn að bæta kjör hafnarverkamanna í Bretlandi. Ég rifja þetta upp vegna þess að um næstu mánaðamót ætla ég að bjóða frú Sólveigu (en ekki barnabörnunum) í rómantíska ferð á fornar slóðir í Aix og Provence-héraði í Frakklandi – án viðkomu í Hull og Grimsby að þessu sinni. Með okkur í ferðina ætla tvenn önnur hjón, Hrafn- hildur Ragnarsdóttir prófessor og Pétur Gunnarsson rithöfundur og líka Guðrún Kristjánsdóttir listakona og Ævar Kjartansson, útvarpsmaður og guðfræðingur. Öll eigum við sameiginlegt að hafa dvalið í Aix í lengri eða skemmri tíma. Í kvöld brasaði ég svo nokkur flök af Klausturbleikju. Væntan- legt samferðafólk kom í heim- sókn til að stilla saman streng- ina. Okkur til halds og traust voru nágrannar okkar í Hildi- brandshúsi, María og Gérard Lemarquis og Lea dóttir þeirra sem ég lít á sem ráðunauta mína í málefnum heimsins yfirleitt og málefnum Frakklands sérstak- lega. Það væri tilhlökkunarefni að lenda með þessu glaðværa fólki í hripleku sæluhúsi uppi á regin- fjöllum svo að ég sé væntanlegar samvistir okkar í Frakklandi í rósrauðum hillingum. Þessi fyrirhugaða ferð er vitanlega hugsuð sem skemmti- ferð gamalla vina sem sameigin- lega tengjast hinni jarðnesku Paradís sem margir vilja meina að sé Provence-héraðið. Auk þess vonast ég til að finna nota- legt veitingahús sem fær mig til að gleyma þeim spartverska matarsmekk sem einkenndi mat- seðlana í stúdentamötuneytum í Aix í gamla daga. Þegar ég byrjaði að pára þessa pistla hafði ég aldrei áður enst til að halda dagbók nema í hæsta lagi í nokkrar vikur í senn. Nú er ég búinn að halda dagbók í tvö ár, dagbók sem er ósköp venju- leg nema að því leyti að hún er prentuð vikulega í myndarlegu upplagi. Ég segi engum allt sem ég hugsa eða aðhefst. Það getur enginn maður. Ég eins og flestir vel þær hugsanir sem ég tjái, segi eða skrifa, hér og alls stað- ar, og ég á sem betur fer ekki mörg leyndarmál. Hugmyndin á bak við þessi dagbókarskrif var sú að láta á það reyna hvort fjölmiðill eins og dagblað geti í nútímanum flutt tíðindalítið efni á þann hátt að einhverjir lesendur geti fund- ið til samkenndar við að fylgjast með athöfnum og hugsunum ósköp venjulegs manns sem hefur sína kosti og galla og siglir um öldusjó lífsins. Ég var líka að ímynda mér að þessi dagbók gæti verið nýstár- leg tilraun í blaðamennsku, heimild um hugsanir og daglegt líf eins ekki-fréttamanns. Ég er rithöfundur en ekki málaliði eða heimskautafari. Flest mín ævin- týri gerast inni í höfðinu á mér. Líf mitt er fremur viðburða- snautt nema fjölskyldulífið með afmælum, ferðalögum og almennri tilbreytingu. Helstu áhyggjur mínar af dagbókinni eru að henni hætti til að verða of náin, of uppáþrengjandi – leiðin- leg. Vikuskammtarnir eru orðnir eitthundrað og fimm talsins. Það er komið upp í vana að halda dagbók. Það er gott fyrir sálina. Mæli með því. Alltaf öðru hverju les maður eitthvað sem er svo satt, svo full- komlega brilljant, að maður stendur á öndinni af hrifningu. Í gær birtist frábær grein í Mogganum. Hún er eftir Andrés Magnússon, sem ég kann engin deili á, en hann er greinilega með toppstykkið í lagi. Greinin heitir „Efna- hagsundur Glitnis eru efnahags- hamfarir heimilanna“ og fjallar öðrum þræði um hina útsmognu arðránsgildru verðtrygginguna sem stjórnmálamenn annað- Brúðkaupsferð til Hull og Grimsby Í Dagbók Þráins Bertelssonar er skýrt frá fyrirhuguðu ferðalagi á slóð minninganna. Einnig er hrópað húrra fyrir Andrési Magnússyni og dr. Gunna, óhreinum börnum og hinum óþekkta fallna hermanni hins íslenska efnahagsundurs. Magimix - réttu tækin fyrir eldhúsið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.