Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 19
hvort vegna samsektar, glæp- samlegrar fáfræði eða tómlætis um hag almennings hafa látið undir höfuð leggjast að afnema fyrir löngu. Andrés segir okkur sögu af Halldóri sem ekki gat borgað af verðtryggðu íbúðarlánunum sínum og missti íbúð og unnustu og geðheilsuna og er nú „hinn óþekkti, fallni hermaður“ hins íslenska efnahagsundurs. Andrés segir líka sögu af frænku sinni sem „yfirtók einnar milljón króna lán sem hún er búin að vera að borga af baki brotnu í 13 ár, nú stendur lánið í þremur milljónum; hún er ósýni- leg líka, óhreint barn.“ Ég tek ofan fyrir Andrési. Hann hittir beint í mark. Það gerir dr. Gunni líka sem er búinn að opna vefsíðu um hið vitstola okur sem liggur á þjóðinni og sýgur okkur eins og soltin lús. Slóðin er http://this.is/drgunni/ okur Ef stjórnmálamennirnir hlusta ekki á Andrés og dr. Gunna sem mæla fyrir munn og pyngju þeirra sem ekki hafa orðið fyrir efnahagsundri verður að gefa stjórnmálamönnunum frí og fá Andrés og doktorinn til að leysa þá af, þannig að líft verði á þessu skeri fyrir aðra en milljarða- mæringa. Forgangspólitík þeirra sem hafa áhuga á lífi almennings snýst ekki um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eða útreikn- inga á hæfilegri losun gróður- húsalofttegunda. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar eða 91% segist hlynntur hertum aðgerðum í miðborg Reykjavíkur um helgar. Ég veit ekki hvað átt er við með „hertum aðgerðum“. Það eina sem löggan hefur gert er að reyna kurteislega að koma fólki í skilning um að það er bannað að hegða sér eins og svín á almanna- færi. Ég er hlynntur því að lög- reglan framfylgi lögreglusam- þykktinni. Annars þyrftum við enga lögreglusamþykkt. Og enga lögreglu. Ímyndaðir hagsmunir geta fengið menn til að láta sér ótrúlegustu hluti um munn fara. Nú er það helst á veitingamönn- um að skilja að svínaríið um helgar stafi af reykingabanni á veitingahúsum! Fólk ælandi, æpandi og berj- andi – af tóbaksleysi! Ef þeir sem selja veitingarnar eru svona ruglaðir er ekki við góðu að búast af þeim sem neyta þeirra. „Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um bygg- ingu og jafnvel rekstur fangelsa.“ Þetta er mögnuð hugmynd. Að reisa og reka fangelsi í samvinnu við einkaaðila sem hagnast á því að sem flestir séu sem lengst í fangelsi við sem ódýrastan aðbúnað. Þetta eins og fleira sem hægt er að græða á hefur verið prófað í Ameríku. Samt hryllir flesta Íslendinga við slíkum stofnunum og góðir menn skjóta saman til að bjarga þeim löndum okkar sem þar hafa lent. Vitlegra væri að einkavæða dómsmálaráðherrann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.