Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 22

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 22
M aðurinn sem sumir vilja draga til ábyrgð- ar fyrir glæstan feril okkar stærstu leikara í dag, svo sem Ingvars Sigurðssonar, Hilmis Snæs, Ólafíu Hrannar Jóns- dóttur, Baltasars Kormáks, Stein- unnar Ólínu Þorsteinsdóttur og Elvu Óskar Ólafsdóttur, fann fljótt að sjálfur vildi hann ekki verða leikari. En listin. Hún átti við hann. Og að því komst hann fljótt og var ungur að árum farinn að sækja leiksýningar borgarinnar, ekki aðeins í fylgd foreldra sinna heldur líka einsamall. Þrátt fyrir óvenjulegan leikhús- áhuga segist Stefán hafa verið fremur venjulegt og stillt barn, fæddur á Hjalteyri við Eyjafjörð og sonur hjónanna Baldurs Stefánssonar verkstjóra hjá ÁTVR, en hann lést fyrir ári, og Margrétar Stefánsdóttur húsmóður. Stefán var þó ekki farinn að að geta gert mikið af sér þegar hann fluttist ásamt foreldrum sínum á mölina þar sem þau settust fljótlega að í Kópavogi. Að vera komin þangað í kringum 1950 gerir fjölskylduna að einum af Kópavogsfrumbyggjum og þótt Stefán sjálfur sé fyrir löngu fluttur úr bæjarfélaginu búa bræður hans tveir þar enn og móðir. „Sem barn hugsa ég að ég hafi farið í gegnum allt það sem börn fara í gegnum. Átti fjöruga og skemmtilega félaga. Var í fótbolta, skátunum en þó var það þessi áhugi á listum sem kom tiltölulega snemma til sögunnar. Sérstaklega man ég eftir leikhúsferð með skólanum þar sem við fórum að sjá Dagbók Önnu Frank. Sú sýning hafði gríðarleg áhrif á mig og ég skrifaði ritgerð sem var svo lesin upp fyrir bekkinn. Leikhúsið fór fljótt að verða mjög spennandi í mínum augum og ég var svona 11 til 12 ára þegar ég fór að fara einn í leikhúsið, á barnasýningar og sá ákveðin fullorðinsleikrit. Þegar ég var komin í menntaskóla var ég orðinn staðráðinn í því að fara í einhvers konar framhaldsnám er tengdist leikhúsinu – sem varð svo leikhúsfræðin.“ Stefán segist hafa þó verið tví- stígandi fram á síðustu stundu, hélt utan til Stokkhólms til að kynna sér námið og um leið mögu- leikana á því að innrita sig í sál- fræði sem honum þótti líka mjög spennandi fag. Til „allrar lukku“ hafi verið fullt í sálfræðinni. Að sögn þeirra sem sáu Stefán teikna hefði líka komið til greina að hann yrði myndlistarmaður. „Ég hef stundum strítt henni Karólínu Lárusdóttur málara, því við vorum saman í landsprófi, á því að hún fékk bara 9,5 í teikningu og ég 10. Að því gríni slepptu hafði ég mjög gaman af því að mála en hef svo sem ekkert ræktað það. Sá þáttur nýtist mér samt gríðarlega vel í leikstjórastarfinu því leikstjóri er alltaf að vinna myndrænt í svið- setningum. En hvað sálfræðina snertir þá fór samt svo að að ég las hana ásamt hagnýtri heimspeki sem hliðarfag í háskólanum í Stokkhólmi en aðalfagið var leik- hús- og kvikmyndafræðin.“ Stefán segir eitthvað til í því að hann hafi fullorðnast á Stokkhólm- sárunum. Að hans eigin sögn hafi þetta verið ein mestu mótunarár í lífi hans. Ungt fólk víðs vegar um Evrópu hafði áttað sig á því að það gæti haft áhrif á eigið líf og haft eitthvað mikið um það að segja. Sænsku stúdentarnir horfðu til Parísar þar sem stúdentaóeirðir blossuðu upp í kringum 1968 og Stefán spreytti sig á mótmælenda- hlutverkinu og lét vígbúna lög- reglumenn lumbra á sér með smá slettu af táragasi í kaupbæti. „Þessi tími hafði áhrif á mig sem manneskju til frambúðar. Það verður að viðurkennast að maður kom svolítið grænn út úr mennta- skóla og þarna fullorðnaðist maður og vaknaði til þjóðfélagslegrar meðvitundar.“ Hipparnir lumbruðu á efnishyggjunni og borgaralegum gildum og lögreglan á hippunum og Stefán lumar á kaldhæðnislegum aðstæðum. Óperustjórinn hefur áður reynt að hertaka óperu. „Það þykir grátbroslegt núna þar sem ég sit hér sem óperustjóri áratugum síðar en auðvitað þótti okkur á þessum tíma óperan hámark niðurnjörvaðra borgara- legra gilda. Barsmíðarnar áttu sér stað þegar við ætluðum að hertaka óperuhúsið í Stokkhólmi. Mann grunaði eflaust ekki hvar maður ætti eftir að lenda tæpum 40 árum síðar.“ Fljótlega eftir heimkomu upphófst einkar afkastamikill ferill í lífi Stefáns sem leikstjóra. Rétt áður en heim kom náði hann þó að stofna fjölskyldu. Kom til Íslands í verk- lega hlutann af náminu og hitti fyrir eiginkonu sína, Þórunni Sigurðardóttur þar sem hún lék aðalhlutverkið í Yvonne Búrgundar- prinsessu hjá LR þar sem Stefán var aðstoðarleikstjóri. Með þeim tókust svo ástir stuttu síðar í Popp- leiknum Óla. „Það er nú kannski svolítið erfitt að skilgreina hvað það er sem heillar mann við mann- eskju í byrjun. En hún var og er gríðarlega opin, lifandi og skemmti- leg og við náðum tiltölulega fljótt saman. Hún kom svo með mér út til Stokkhólms til að klára síðasta Frá Hverfisgötu í Ingólfsstræti Mörgum er í minnum þegar heil kynslóð ungra afburðaleikara leit dagsins ljós í stærstu hlutverkum leikhússins. Ungum mönnum og konum, sem hefðu öllu jafna þurft að bíða fram á miðjan aldur eftir hlutverki Rómeó og Júlíu, var treyst til að veifa pálmanum af þáverandi nýskipuðum Þjóðleikhússtjóra, Stefáni Baldurssyni. Fjórtán árum síðar er þetta unga fólk okkar ástsælustu leikarar. Leikhússtjórinn sjálfur hefur yfirgefið einn heitasta stól landsins og er sestur í annan aðeins götu ofar. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við dagfarsprúða uppreisnarsegginn um listina að tolla á heitum stólum. Það fýkur ekki oft í mig, ef ég á að lýsa sjálfum mér – sem enginn á auðvitað að gera. Í gruninn er ég húmanisti en þrjósk- ari en andskotinn segir konan mín.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.