Fréttablaðið - 06.10.2007, Síða 26
S
einni hluti sumars er venjulega
heldur syfjulegur tími í heimi
stjórnmálanna, hvort heldur inn-
anríkis eða á heimsvettvangi.
Svo var þó engan veginn nú í ár.
Spennan var næstum því
áþreifanleg þegar stjórnmálaleiðtogar
reyndu hvað þeir gátu að taka á vandamál-
unum í Írak, Afganistan og Kosovo jafn-
framt því sem veðlánakreppa bankanna
minnti okkur á það hve fjármálakerfi
heimsins er brothætt.
Í þessari veröld frestaðra vandamála,
óuppfylltra loforða og staðnaðra átaka
verður æ ljósara að við erum of lengi að laga
okkur að raunveruleika þess að á alþjóða-
vettvangi er allt tengt innbyrðis. Meðal fjöl-
margra leikenda á alþjóðasviðinu, þar sem
meðal annars má nefna fjölþjóðafyrirtæki,
alþjóðastofnanir og frjáls félagasamtök, eru
það ríkin, nefnilega stjórnvöld sjálfstæðra
ríkja, sem bera mesta ábyrgð, bæði á vanda-
málunum og því að leita lausna á þeim. Samt
er það afstaða þeirra, sem valdið hefur
mestum vonbrigðum og sýnir afturhvarf til
hernaðarmynstra fortíðarinnar.
Við þurfum að hafa sameiginlega sýn á
það hvernig takast skuli á við þau pólitísku,
efnhagslegu og umhverfistengdu verkefni
sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hins
vegar er erfitt að rækta slíka einingu í
pólitísku andrúmslofti þar sem allt siðferði
skortir. Satt að segja er siðferðiskreppa í
stjórnmálum í dag, sem gerir það að verkum
að nánast ómögulegt er að brúa bilið milli
orða og gerða. Bilið er frekar að breikka en
mjókka.
Leyfið mér að koma með aðeins eitt dæmi
um þennan ólæknandi sjúkdóm, þennan
skort á siðferði í stjórnmálum.
Árið 2000 samþykkti Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna þúsaldarmarkmið um
þróun, áætlun um að tryggja fátækasta fólki
heimsins lágmarks virðingu. Meðal annars
hét alþjóðasamfélagið því að fyrir árið 2015
skuli fækka um helming þeim sem draga
fram lífið á innan við einum Bandaríkjadal
á dag og búa við hungur, minnka um tvo
þriðju dánartíðni barna yngri en fimm ára,
og fækka um helming þeim sem ekki hafa
aðgang að vatni.
Árið 2005 komst leiðtogafundur
Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að
ekki hafi náðst fullnægjandi árangur í að ná
fram þessum markmiðum. Nú, þegar tíminn
til 2015 er hálfnaður, varar skýrsla frá Sam-
einuðu þjóðunum við því að árangur náist
ekki nema helstu ríki heims standi við skuld-
bindingar sínar um aðstoð.
Ekki einn einasti af leiðtogum helstu ríkja
heims hefur brugðist við þessari skýrslu,
sem er eitt dæmið enn um að Sameinuðu
þjóðunum sé ýtt út á jaðarinn. Þróunar-
markmiðanna gætu beðið sömu örlög og
þeirra umhverfisskuldbindinga sem sam-
þykktar voru árið 1992 á Umhverfis-
ráðstefnunni í Rio de Janeiro.
Það má heita kaldhæðnislegt að frjáls
félagasamtök hafi gert meira til þess að
bjarga umhverfinu og aðstoða fátæklinga
en stjórnvöld ríkja, sem virðast láta reka á
reiðanum án þess að hafa neina heildarsýn
eða ábyrgðartilfinningu. Þessu verður ein-
ungis breytt með raunverulegri forystu. Ný
kynslóð stjórnmálamanna er að taka við, nú
þegar kosningar eru ýmist nýlega afstaðnar
eða á döfinni í mörgum ríkjum. Þessir
stjórnmálamenn hafa tækifæri, sem þeir
verða að grípa, til þess að gera mun betur en
forverar þeirra. En látið ykkur ekki detta í
hug að þeir hafi nægan tíma.
Ég kem auga á þrjár ástæður fyrir þessari
siðferðiskreppu í stjórnmálum. Sú fyrsta er
að alþjóðavæðingin hefur verið sjálfsprottið
og blint ferli sem einkum hefur gagnast
þeim sem betur stóðu í upphafi. Önnur er
þau mannaskipti sem urðu í röðum helstu
valdamanna í lok síðustu aldar og að nýrri
kynslóð stjórnmálaleiðtoga tókst ekki að
hafa stjórn á þessu ferli. Og svo auðvitað
upplausn Sovétríkjanna, sem varpaði um
koll einni af stoðum heimsskipanarinnar. Sú
kreppa, sem nú ríkir í heimsmálunum, er
fyrst og fremst kreppa trúnaðartrausts. Við
blasir vaxandi vantraust og gagnkvæm tor-
tryggni milli helstu leikendanna á heims-
sviðinu – Bandaríkjanna, Evrópusambands-
ins, Kína, Rússlands og þriðja heims
ríkjanna. Þegar traust er ekki fyrir hendi þá
Siðferðiskreppa í stjórnmálum
Gagnkvæmt traust var forsenda þess að Kalda stríðinu lauk, segir Mikhaíl Gorbatsjov í fimmtu grein sinni í Fréttablaðinu. Jafn-
framt fullyrðir hann að leiðtogar helstu ríkja heims hafi snúið af þeirri heillavænlegu braut sem þá var mörkuð.
breytast stjórnmálin í hættulegt „stríð allra
gegn öllum“, eins og Hobbes orðaði það.
Traust var óhjákvæmileg forsenda þess að
ljúka Kalda stríðinu og kjarnorkuvopnakapp-
hlaupinu. Sovétríkin tóku þar fyrsta skrefið,
en Vesturlönd, einkum þó hinir bandarísku
félagar okkar, gengu líka sinn hluta leiðar-
innar - frá því að eiga í átökum við „heims-
veldi hins illa“ þar til Reagan forseti viður-
kenndi árið 1988 að sú lýsing heyrði fortíðinni
til. Á leiðtogafundinum á Möltu árið 1989
lýstum við því yfir, ég og Bush forseti eldri,
að lönd okkar litu ekki lengur hvort á annað
sem óvin. Þetta leiddi til þess að þúsundir
flugskeyta, skriðdreka og þungavopna voru
tekin úr notkun og eyðilögð auk þess sem
dregið var úr útgjöldum okkar til hernaðar-
mála.
Þrátt fyrir þetta eru nú stjórnmálamenn, bæði
í Rússlandi og í Bandaríkjunum, sem segja að
það hafi ekki verið traust heldur blekking sem
leiddi af sér lok Kalda stríðsins, að endalok
Kalda stríðsins hafi ekki verið sameiginlegur
sigur beggja heldur hafi annar aðili þess
reynst klókari en hinn og unnið sigur sem nú
gefur honum heimild til að gera hvað sem
honum sýnist. Við fáum einnig að heyra það að
Vesturlönd hafi af klókindum sínum komið
því til leiðar að Sovétríkin leystust upp. Eru
þá alþjóðastjórnmál dæmd til þess að vera
blekkingarleikur þar sem ávinningur eins er
jafnan annars tap? Slík er tálsýn þeirra sem
blindast hafa af völdum sínum, og hún er jafn
hættuleg eins og hún er ábyrgðarlaus.
Við megum ekki láta það líðast að afrakstur-
inn af seinni hluta níunda áratugarins verði
gleymdur eða afskræmdur. Á þeim árum tókst
leiðtogum Sovétríkjanna og vestrænna ríkja
að ná fram tímamótaárangri með því að viður-
kenna réttmæta hagsmuni og réttmæt
áhyggjuefni hver annars. Samningar um
fækkun vopna, brotthvarf hersins frá Afgan-
istan og um að auðvelda friðsamlega samein-
ingu Þýskalands voru tvímælalaust okkur í
hag, en mótherjar okkar og heimurinn allur
hafa einnig notið góðs af því að stíga til baka
frá brún hengiflugsins. Við samningaborðið
kom í ljós að bæði við og Vesturlönd höfum
ekki aðeins sérstaka þjóðarhagsmuni heldur
einnig sameiginlega hagsmuni.
Sameiginlegri yfirlýsingu leiðtogafundarins
í Genf árið 1985, þar sem því var lýst yfir að
hvorki Sovétríkin né Bandaríkin myndu reyna
að ná yfirhöndinni á hernaðarsviðinu, var
fylgt eftir með hverjum samningnum á fætur
öðrum um fækkun langdrægra, meðaldrægra
og skammdrægra kjarnorkuvopna.
Bandaríkin hurfu hins vegar frá þessari
stefnu með þjóðaröryggisáætlun sinni, sem
samþykkt var árið 2002: Bandaríkin vilja nú
hafa hernaðarlega yfirburði yfir öllum
pólitískum andstæðingum sínum. Sú áætlun
er jafnframt staðfesting á þeirri ofursýn sem
Bandaríkjamenn hafa á eigin öryggishags-
muni, studd af einhliða stefnu þeirra, fyrir-
byggjandi árásum og þeirri lítilsvirðingu sem
þau sýna afvopnunarsamningum.
Hvers vegna skyldi þurfa gjörvallan vopna-
forða Bandaríkjanna til þess að berjast gegn
hryðjuverkamönnum, allt upp í sérútbúin
langdræg flugskeyti? Hvers vegna að svara
þeirri flugskeytaógn, sem enn stafar aðeins
hugsanlega frá Íran, með eldflaugavarnar-
kerfum í Póllandi og Tékklandi? Og jafnvel
þótt þeim áformum sé hraðað áfram án þess
að skeyta neitt um vilja meirihluta íbúa þess-
ara landa, eins og greinilega sést á öllum
nýlegum skoðanakönnunum, þá hafa lekið út
upplýsingar um að Bandaríkin ætli sér að
beita hervaldi gegn Íran fyrir árslok 2008.
Hér er að verki þetta sama pólitíska
heyrnarleysi og óforskammaða tillitsleysi
gagnvart almenningsálitinu sem leiddi til
hörmunganna sem enn sér ekki fyrir endann á
í Írak. Samt ætti öllum að vera ljóst að hér er
fleira í húfi en samskipti Bandaríkjanna við
Rússland eða Íran. Önnur ríki, svo sem Kína,
Indland, Brasilía og Suður-Afríka, fylgjast
með og draga sínar eigin ályktanir. Utanríkis-
og varnarstefna þessara upprennandi valda-
miðstöðva mun tvímælalaust taka mið af því
hvort Bandaríkin halda áfram einstefnu sinni
eða hvort þau kjósa fjölhliða samvinnu þegar
þau takast á við þau vandamál og verkefni
sem við blasa í heiminum um þessar mundir.
Rökfræðin á bak við landsvæðapólitísk
stríðsátök okkar daga skeytir engu um það
hve hinn raunverulegi heimur er margbrotinn
og að það getur leitt af sér nýja stigmögnun
slysfara. Stjórnmál í anda Machiavellis í bland
við valdhroka er það síðasta sem við þurfum á
að halda á 21. öld.