Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 44

Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 44
hús&heimili VEGGMYNDIR Surface View er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í stækkunum ljósmynda og málverka til að líma á veggi. Hægt er að velja úr verkum frá Victoria og Albert-safninu, eftir Wayne Hemingway, Nic Miller og fleiri. Viðskipta- vinurinn ákvarðar stærð myndanna og getur valið úr nokkrum gerðum pappírs. Allar upp- lýsingar um vegg- myndirnar má finna á vefsíðu fyrirtæk- isins, http://www. surfaceview.co.uk./, þar sem kaupin fara jafnframt fram. Forsíðumynd: Anton Brink tók myndina á heimili Valgerðar Ólafsdóttur og Jóhönnu Ríkeyjar Sigurðardóttur á Grettisgötu. Útgáfufélag: 365 - miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnars- dóttir kristina@frettabladid.is. á veggi „Mér þykir auðvitað mjög vænt um húsgögnin mín líka. Í stáss- stofunni stendur skápur af verk- stæðinu hans pabba, sem þætti ekkert stofustáss sem slíkur, en mér þykir dásamlegur. Ég hrífst mest af antík með sál og sögu,“ segir listakonan og leiðbeinandinn Fanný Jónmundsdóttir þar sem hún stendur hjá eftirlætis „mublu“ heimilisins, rósum prýddri stokk- rós (Alcea rosea) sem slæst við regn og vinda í viðleitni sinni til að halda í sumarið. „Garðurinn er framlenging á heimilinu og bjargar minni sálar- heill. Þar vinn ég í mósaíki með dagsbirtuna sem hjálparhellu, hef gullfiska í tjörninni fyrir barna- börnin og rækta rósir af öllum gerðum,“ segir Fanný, en stokk- rósin kom til Íslands sem græðl- ingur í tösku Fannýjar. „Ég heillaðist af fegurð stokk- rósa þegar ég sá þær fyrst á ungl- ingsárunum þar sem ég var au- pair fyrir íslenska fjölskyldu í danska smábænum Bragör. Blóm hennar eru drapplituð, ljósbleik, fölbleik eða hvít, og standa langt fram á haust. Í Bragör einkenn- ist byggð af gömlum húsum og villum, og stokkrós vex villt milli húsa. Það var því ánægjulegt þegar sonur minn keypti sér hús í Bragör, þar sem ég tók afleggj- ara fyrir fjórum árum,“ segir Fanný sem uppskar mikið blóma- haf ári síðar, en stokkrós verður yfir tveggja metra há. „Og þá blómstraði hún rauð- vínsrauðum rósum! Það var afar óvænt, en reynist vera vegna þess hve jarðvegurinn hér er súr í sam- anburði við basískan jarðveg Dan- merkur,“ segir Fanný sem á heim- ilinu lifir með blómum ömmu sinn- ar og annarra ástvina, sem sum eru komin á fimmtugsaldur. „Blóm eru lífverur sem lifa með manni. Þau þarf að spyrja hvar þau vilja vera því þeim er ekki sama með hverjum þau standa og alls ekki alltaf vinir,“ segir hún hlæj- andi og þarf að hraða sér í Ráðhús- ið þar sem hún sýnir Maríumyndir úr mósaík á samsýningunni Hand- verk og hönnun sem stendur yfir til mánudagskvölds. „Ég hef alltaf verið trúuð og finnst gott að biðja til Maríu, en myndir af Maríu geri ég bæði sem listaverk og á legsteina. Ég verð með Maríubænabók á sýn- ingunni þar sem fólk getur skrifað nafn sitt og farið með bæn í leið- inni. Það verður minn brjóstsykur fyrir gestina sem vonandi verða sem flestir.“ thordis@frettabladid.is Bæn í stað brjóstsykurs Blóm eru eins og hvað annað heimilisfólk, en líka stáss sem skreyta heimilin. Lifa með manni, vaxa, dafna og gleðja. Fanný Jónmundsdóttir er meira fyrir lifandi „mublur“. Fögur eins og rós stendur Fanný Jónmundsdóttir, leiðbeinandi og lista- kona, hjá eftirlætis heimilisprýði sinni, blómstrandi stokkrós frá Bragör. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 6. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.