Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 46

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 46
hús&heimili 1 2 1. Kommóða með fallegu blómamynstri og hreinum, nú- tímalegum línum frá Iannone De- sign Ltd. Heillandi og lágstemmd hönnun úr umhverfisvænum efni- viði. Fæst í fjórum stærðum. 2. Umhverfisvænt meistara- verk frá Michael Iannone. Skápur með blóma- og grasamynstri og lífrænum tilvísunum. Mynstrið er úr kirei-viði og skápurinn er lakk- aður hvítur með háglans. Gullfal- legt húsgagn hér á ferðinni. 3. Skenkur með blóma- og flugumynstri úr lífrænum efni- viði. Í þessu húsgagni kristallast í raun nútímahönnun og myndi þessi skenkur sóma sér í hvaða stofu sem er. Einnig eftir Michael Iannone. 4. Skápur frá Iannone minnir svo sannarlega á náttúruna með útskornum myndum af trjám og hreindýri. Mynstrið er blanda af grafík og áferð. 5. Dario Antonioni og Brand- on Lynne hönnuðu þetta glæsi- lega stofuborð. Borðið er hluti af „grasagarða-seríunni“ (botan- ist series) sem blandar saman ná- kvæmni naumhyggjuhönnunar og fegurð og kvenleika náttúrunnar. Mjúkar línur og blóma- mynstur gera borðið sér- staklega fallegt. Það fæst einnig í litum eins og svörtum, hvítum, bláum og gráum. Einnig eru til minni útfærslur af borð- inu og bekkir. 6. „Hlíðar-húðflúrs- borðið“ (slope tattoo coffee table) einkennist af frjálslegri hönnun og inn- blæstri. Borðið var hann- að af snjóbrettastrákum og endurspeglar „urban“-stíl bland- aðan með þokka. Hér mætast list og notagildi á skemmtileg- an hátt. Efniviðurinn er fenginn frá snjó- brettaframleiðend- um og færir þetta borð fjör í hvaða stofu sem er. Hönnuðir borðs- ins eru Matt Hex- emer, Frank Maid- ens og Chris YorMick hrefna@frettabladid.is Mublur með mynstur Í hönnun húsgagna er gaman að sameina fegurð og notagildi. Einfalt er að skreyta húsgögn með ýmiss konar mynstri en til að niðurstaðan verði smekkleg þarf að vanda verkið. Hér má sjá nokkur fallega skreytt húsgögn þar sem mynstur og form fá að njóta sín. 3 4 5 6 6. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.