Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 52

Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 52
hús&heimili Baka til að Langholtsvegi 109 er úrval af borðgosbrunnum innan um önnur og stærri listaverk sem öll tengjast vatnsflæði og ljósum. Verslunin heitir Gosbrunnar.is og er opið milli 13 og 18. Svavar Björgvinsson er þar í forsvari. Hann segir rennandi vatn í réttu samhengi vera eitt af máttarstólpum Feng shui-fræðanna sem snúist um vellíðan fólks á heimilum. Því komi litlir gos- brunnar sterkir inn. Hann segir þá vera með eða án ljósa og fara vel í gluggakist- um, á borðum eða standandi á gólfum. „Brunnarnir gefa frá sér raka og eru því frískandi fyrir öndunarfæri fólks. Svo er hægt að nota þá sem ilmgjafa líka með því að setja olíur út í vatnið sem gefa góðan ilm og eyða ólykt,“ bendir hann á. Hann bætir við að sumir fái sér veggbrunna og jafnvel foss inni í stofur og vinsælt sé að hafa vatnsskúlptúr og lýsingu undir stig- um. Allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi. Svavar kveðst hafa byrjað með netsölu 2005 en opnað sýn- ingarsalinn í vor auk þess að sjá um ráð- gjöf í samvinnu við arkitekta og innan- hússhönnuði. gun@frettabladi.is Rennandi vatn róar hugann Gosbrunnar og tjarnir hafa glatt mannkyn- ið lengi en vatnslistaverk inni á heimilum eru sjaldgæfari. Þau eru þó allt í senn fögur, róandi og rakagefandi. Svavar Björgvinsson innan um skúlptúra af öllum stærðum og gerðum í versluninni Gosbrunnar.is. Hengibrunnur sem læðir frá sér ljósu reykmistri. 6. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.