Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 64
M
argir muna eflaust eftir
senunni frægu úr kvik-
myndinni „Indiana Jones
and the Temple of Doom“
þar sem söguhetjan sest
að konunglegum máls-
verði í afskekktri indverskri höll. Súpan
sem borin var fram í forrétt var búin til úr
nautsaugum sem flutu starandi tómu augna-
ráði í bleikum vökva. Aðalrétturinn var lif-
andi snákar sem innfæddir gæddu sér á af
mikilli innlifun, og eftirrétturinn var kælt
apahöfuð og heilarnir borðaðir með skeið.
Vissulega var þetta Hollywood-kvikmynd
en réttirnir eru í raun og veru til. En það
sem einni þjóð kann að finnast ógeðfellt er
hreinasta lostæti annars staðar í heimin-
um.
Apaheili er sögufrægur réttur og líklega
einn sá svakalegasti sem sögur fara af.
Hann er ekki upprunninn í Indlandi heldur í
Kína, þar sem enn er hægt að borða hann í
ákveðnum héruðum. Í Kína voru heilar úr
öpum étnir á meðan dýrið var enn lifandi. Á
veitingastöðum voru borð með gati í miðj-
unni og þar var apinn skorðaður. Efri hluti
hauskúpu hans var síðan sneiddur af og var
hrísgrjónavíni hellt yfir heilann. Gestirnir
byrjuðu svo að snæða heilann á meðan dýrið
engdist af kvölum. Í dag eru engin dæmi
um að apar séu étnir lifandi. Það er svo sem
ekkert nýtt af nálinni að borða heilann úr
dýrum, kálfsheili er til dæmis talinn eðal-
fæða í Frakklandi og í Mexíkó er hægt að
borða Tacos de sesos eða heila-tacos. Hjátrú
á fjarlægum slóðum segir að neysla á dýra-
heila bæti gáfur og auki kynhvöt.
Neysla á lifandi dýrum tíðkast þó víða í
heiminum, einkum í Japan. Matargerð sem
nefnist Ikizukuri felst í því að taka sashimi
skrefi lengra og borða sjávardýrin sprellli-
fandi. Odori er sérstaklega vinsæll réttur
en nafnið þýðir dansandi rækjur. Þá er lif-
andi rækjum dýft ofan í sake og þær svo
borðaðar iðandi og væntanlega kófdrukkn-
ar. Það er gnægð af undarlegri fæðu í Japan,
en einn frægasti og dýrasti réttur heims er
fiskur sem nefnist Fugu. Þessi ófrýnilegi
litli fiskur getur blásið sig upp og er talinn
algjört lostæti, en hann er vandmeðfarinn.
Hann er nefnilega baneitraður og aðeins
færustu kokkar Japans kunna að elda hann
og fjarlægja eitrið sem er 1.250 sinnum
hættulegra en blásýra. Ef fiskurinn er inn-
byrtur ásamt eitrinu þá deyr manneskjan
hræðilega kvalafullum dauðdaga á fáeinum
mínútum og engin mótefni eru til. Skyndi-
bitar geta líka verið afar sérstakir í Japan,
en ein vinsælasta pitsan þar, sem fæst
meira að segja hjá alþjóðlegum pitsukeðj-
um, er með smokkfisksbleki í stað osts. Eins
og þið getið ímyndað ykkur er pitsan svört
og afar ólekker á að líta.
Skriðdýr og froskdýr eru einnig vinsæl
fæða á heimsvísu. Í Frakklandi eru „Cuiss-
es de Grenouille“, eða froskalappir, herra-
mannsmatur og í mörgum löndum er krók-
ódílakjöt á borðum. Snákar eru reglulega
settir í súpur í Kína eða steiktir á teini í
Suður-Ameríku. Öll þessi dýr eiga það þó
sameiginlegt að bragðast dálítið eins og
vondur kjúklingur en skýringin kann að fel-
ast í því að bæði fuglar og skriðdýr eru
afkomendur risaeðla.
Skordýr eru afar prótínrík fæða og því ekki
skrítið að á ýmsum stöðum í heiminum, þar
sem skortur er á næringarríku fæði, hafi
menn fundið upp ýmsar leiðir til að leggja
sér þessar lappamörgu lífverur til munns. Í
Kambódíu er til dæmis hægt að panta sér
tarantúlur í plómusósu. Skepnan, sem er
loðin og á stærð við mannshönd er steikt á
pönnu í súrsætri plómusósu. Bragðinu er
lýst svona af breskum ferðabloggara: „Fót-
leggirnir eru jafnstórir og Cadbury‘s súkk-
ulaðifingur en alsettir hárum. Þeir eru á
bragðið eins og kjúklingavængir. Það er
hins vegar mjög erfitt að toga leggina af án
þess að fá allt ógeðið úr maganum með.“
Það er víst smekksatriði í Kambódíu hvort
magainnvolsið er etið, en matgæðingar hafa
lýst því sem sætasta hluta kóngulóarinnar
og bragðist líkt og kalt andarkjöt en áferðin
sé eins og að borða auga. Annar þjóðarrétt-
ur í Kambódíu er gamalt, úldið og stropað
andaregg, kallað Balut. (Allir til Kambódíu í
næsta „gourmet“ frí).
Einn undarlegasti „smart“ drykkur sem
tíðkast í Ástralíu er kokkteill úr grænum
maurum. Maurarnir litlu, sem eru skær-
grænir að lit, eru maukaðir í Magimix með
ísmolum og vodka og herlegheitin bragðast
dálítið eins og límónuvodki. Maurar þykja
mikið lostæti víðsvegar um heim og það er
meira að segja hægt að gæða sér á súkkul-
aðimaurum í New York, London og París. Í
Alsír þykja engisprettur mesti herramanns-
matur. Þær eru soðnar í saltvatni og svo
þurrkaðar í sólinni. Ef til vill ekkert ólíkar
harðfiski?
Frumbyggjarnir í Ástralíu borðar nætur-
fiðrildi, sem þeir veiða í hellum og elda í
heitum sandinum, þar sem vængirnir og
fæturnir detta af. Þau eru líka notuð sem
uppistaðan í ýmiss konar sætar kökur.
Witchety-lirfan var afar mikilvæg uppistaða
í fæðu frumbyggjanna en þessar risastóru
og feitu lirfur eru algjörar prótín-bombur.
Þær bragðast víst eins og möndlur og eru
einkar vinsælar hjá krökkum. Japanir eru
líka iðnir við að elda skordýr, Hachi-no-ko
eru soðnar vespulirfur, Inago heita steiktar
engisprettur sem eru borðaðar eins og snakk
og steiktir silkiormar kallast Sangi. Í Níger-
íu í Vestur-Afríku eru termítar borðaðir og
vængjaðir termítar taldir sérstaklega ljúf-
fengir. Þeir eru steiktir á heitum kolum og
saltaðir. Á Bali eru drekaflugur veiddar í
gildrur og framreiddar með engifer, lauk,
chilli og kókosmjólk. Stórir vængirnir eru
þó teknir af áður en skepnan er matreidd.
Einn frægasti réttur Frakka (og einn sá
umdeildasti) er lítill söngfugl er nefnist
Ortolan. Fuglinum er drekkt í skál af
Armagnac og er svo borinn fram með
ýmsum gómsætum kryddjurtum og þegar
hann er snæddur á maður að setja munn-
þurrku úr taui yfir höfuðið til þess að njóta
hinnar dásamlegu lyktar sem gufar upp úr
kjötinu. Ortolan var síðasti rétturinn sem
fyrrverandi Frakklandsforseti, Francois
Mitterand, pantaði áður en hann dó, en í dag
er bann við því að veiða fuglinn. Þó er talið
að veiðiþjófar nái um 30.000 fuglum á ári
hverju í Aquitaine-héraðinu. Frakkar eru
auðvitað heimsfrægir fyrir sniglaát sem
þykir ekkert skrítið lengur á alþjóðavísu.
Franskir ostar eru heimsfrægir og flestir
eru hrifnir af sterklyktandi ostum eins og
Brie og Munster. Hins vegar er þjóðarostur
Korsíkubúa væntanlega ekki að allra smekk.
Osturinn, sem er einstaklega daunillur, er
fullur af flugnalirfum sem innfæddum
þykja mesta lostæti. Það má með sanni
segja að smekkur manna sé misjafn en eins
og foreldrar segja gjarnan við börnin sín:
„Aldrei segja að eitthvað sé vont fyrr en þú
hefur smakkað það.“
Þjónn, hvað er þetta í súpunni minni?
Ferðamönnum finnst Íslendingar stór-
skrítnir að borða sviðakjamma og hákarl.
En mannskepnan hér á jarðkringlunni er
dugleg við að leggja sér alls konar lífver-
ur til munns. Anna Margrét Björnsson
kynnti sér nokkra af undarlegustu rétt-
um veraldar.