Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 66
F
ranski arkitektinn Le
Corbusier hefur verið
kallaður mesti arki-
tekt tuttugustu aldar-
innar, upphafsmaður
módernismans og risi
arkitektaheimsins. Le Corbusier
hefði orðið 120 ára í dag þann 6
október, og hans er minnst á sýn-
ingum víðs vegar um heiminn um
þessar mundir. Flestir kannast
eflaust við nafnið, en hver var Le
Corbusier? Hann var fæddur
Charles-Edouard Jeanneret í
Sviss árið 1887 og hann lærði
bæði myndlist og arkitektúr. Árið
1919 settist hann að í París þar
sem hann vakti snemma athygli
fyrir nýstárlegar hugmyndir
sínar um húsgögn, byggingar og
borgarskipulag. Charles-Edouard
tók upp ættarnafn afa síns, Lec-
orbésier og varð þekktur sem Le
Corbusier allar götur síðan. Í
byrjun tuttugustu aldar áttu sér
stað miklar breytingar í borgum
Evrópu í kjölfar iðnbyltingarinn-
ar og stríðsátaka. Nýjar hug-
myndir í stjórnmálum, heimspeki
og listum litu dagsins ljós og París
var suðupottur þessara nýju
strauma. Le Corbusier þróaði
nýjar kenningar og hugmyndir
um hina nýju byggingarlist og
árið 1923 gaf hann út sína fyrstu
bók, „Vers une architecture“. Þar
gerði hann grein fyrir kenningu
sinni um „Vél til að búa í“ (mach-
ine a habiter) en þannig kaus
hann að nefna rýmið sem hann
hannaði fyrir nútímamanninn.
Le Corbusier var mjög upptekinn
af tæknivæðingunni eins og
margir af hans samtímamönnum.
Hönnun hans var mjög stílhrein
og mjög ólík art-deco stefnunni
sem einkennt hafði áratugina á
undan. Hann notaði ný efni eins
og steinsteypu og stál og formin
voru hrein og tær. Árið 1927 kom
hann fram með kenningu sína um
„Les 5 Points d’ une architecture
nouvelle“ eða „Hin fimm atriði
nútímabyggingarlistar“ á sýn-
ingu í Þýskalandi sem arkitektar
hafa mikið stuðst við í kjölfarið. Í
dag er Le Corbusier þó sennilega
þekktari hjá almenningi fyrir
húsgögnin sem hann hannaði. Til
dæmis má nefna stólinn sem
nefnist LC2 en hann er eitt af
auðkennum tuttugustu aldarinnar.
Le Corbusier teiknaði hann ásamt
ungri samstarfskonu sinni, Char-
lotte Perriand, árið 1928. Stóllinn
merkti upphaf algjörra byltingar
í húsgagnahönnun þar sem hann
leyfði stálinu inni í stólnum að
njóta sín í stað þess að bólstra
hann með efni eins og áður hafði
tíðkast. Húsgögn Le Corbusier
fóru aftur í framleiðslu á sjöunda
áratugnum og eiga ótal aðdáendur
í dag.
Faðir módernismans
Franski arkitektinn og hönnuðurinn Le Corbusier hefði orðið 120 ára í dag.
Anna Margrét Björnsson skoðar helstu meistaraverk þessa merka listamanns.