Fréttablaðið - 06.10.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 06.10.2007, Síða 66
F ranski arkitektinn Le Corbusier hefur verið kallaður mesti arki- tekt tuttugustu aldar- innar, upphafsmaður módernismans og risi arkitektaheimsins. Le Corbusier hefði orðið 120 ára í dag þann 6 október, og hans er minnst á sýn- ingum víðs vegar um heiminn um þessar mundir. Flestir kannast eflaust við nafnið, en hver var Le Corbusier? Hann var fæddur Charles-Edouard Jeanneret í Sviss árið 1887 og hann lærði bæði myndlist og arkitektúr. Árið 1919 settist hann að í París þar sem hann vakti snemma athygli fyrir nýstárlegar hugmyndir sínar um húsgögn, byggingar og borgarskipulag. Charles-Edouard tók upp ættarnafn afa síns, Lec- orbésier og varð þekktur sem Le Corbusier allar götur síðan. Í byrjun tuttugustu aldar áttu sér stað miklar breytingar í borgum Evrópu í kjölfar iðnbyltingarinn- ar og stríðsátaka. Nýjar hug- myndir í stjórnmálum, heimspeki og listum litu dagsins ljós og París var suðupottur þessara nýju strauma. Le Corbusier þróaði nýjar kenningar og hugmyndir um hina nýju byggingarlist og árið 1923 gaf hann út sína fyrstu bók, „Vers une architecture“. Þar gerði hann grein fyrir kenningu sinni um „Vél til að búa í“ (mach- ine a habiter) en þannig kaus hann að nefna rýmið sem hann hannaði fyrir nútímamanninn. Le Corbusier var mjög upptekinn af tæknivæðingunni eins og margir af hans samtímamönnum. Hönnun hans var mjög stílhrein og mjög ólík art-deco stefnunni sem einkennt hafði áratugina á undan. Hann notaði ný efni eins og steinsteypu og stál og formin voru hrein og tær. Árið 1927 kom hann fram með kenningu sína um „Les 5 Points d’ une architecture nouvelle“ eða „Hin fimm atriði nútímabyggingarlistar“ á sýn- ingu í Þýskalandi sem arkitektar hafa mikið stuðst við í kjölfarið. Í dag er Le Corbusier þó sennilega þekktari hjá almenningi fyrir húsgögnin sem hann hannaði. Til dæmis má nefna stólinn sem nefnist LC2 en hann er eitt af auðkennum tuttugustu aldarinnar. Le Corbusier teiknaði hann ásamt ungri samstarfskonu sinni, Char- lotte Perriand, árið 1928. Stóllinn merkti upphaf algjörra byltingar í húsgagnahönnun þar sem hann leyfði stálinu inni í stólnum að njóta sín í stað þess að bólstra hann með efni eins og áður hafði tíðkast. Húsgögn Le Corbusier fóru aftur í framleiðslu á sjöunda áratugnum og eiga ótal aðdáendur í dag. Faðir módernismans Franski arkitektinn og hönnuðurinn Le Corbusier hefði orðið 120 ára í dag. Anna Margrét Björnsson skoðar helstu meistaraverk þessa merka listamanns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.