Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 68
Fékk ekki að borða í fyrra lífi Margrét Lára Viðarsdóttir er þrátt fyrir ungan aldur ein fremsta knattspyrnukona landsins. Sem framherji Íslandsmeistara Vals og einn af máttarstólpum íslenska kvennalandsliðsins hefur hún náð stórkostlegum árangri það sem af er árinu, meðal annars með því að skora 38 mörk í deildinni sem er met. Margrét Lára var tekin í yfirheyrslu helgarinnar. Eftirlætisleikfangið í æsku? Hvað lékstu þér helst ekki með? Bolti var mitt uppáhald og fór ég ekkert án hans. Ég lék mér aldrei með dúkkur held ég. Eftirminnilegasti brandarinn? Ég man aldrei brandara en Óli, markmannsþjálfarinn okkar, segir þá langskemmtilegustu þótt ég muni þá ekki. Versta bíómynd sem þú hefur séð? The Magdalene Sisters. Þú færð bilaða tímavél til afnota, stígur inn í hana og kemst ekki til baka – hvert ferðu? Ætli ég myndi ekki bara vilja festast í nútíman- um. Kann mjög vel við hann. Hver er besti skyndibitinn? Serrano fær mitt atkvæði. Hvað fær þig til að roðna? Hrós. Værir þú fengin til að búa til nýtt götuheiti í Reykjavík, hvert yrði það? Íþróttabraut. Gáfulegustu orð sem þú hefur heyrt og hver sagði þau? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Hvað áttu marga vini á msn og hvað talarðu við marga þeirra dag- lega? Ég veit ekki hvað ég er með marga á msn. En ætli ég tali ekki við svona tíu prósent þeirra daglega. Besta sumarfríið fyrr og síðar? Sigling um Karíbahafið með allri stórfjölskyldunni var geggjað. Í hvað myndirðu eyða lottóvinn- ingnum þínum? Ég myndi byrja á því að kaupa mér einhvern geggjaðan BMW. Síðan myndi ég kaupa eitthvað fallegt handa vinum og fjölskyldu. Fallegasti íslenski dægurlaga- textinn? Okkar nótt með Sálinni hans Jóns míns. Með hvaða frægu manneskju myndirðu velja til að festast með þér í lyftu ættirðu engra kosta völ? Thierry Henry í Barcelona. Ég myndi nota tímann og reyna að komast að því af hverju hann er svo fáranlega góður í fótbolta. Hann gæti kennt mér ýmislegt. Hvaða frasa ofnotar þú? Ert´ ekki að grínast? Nei stopp, gleyma. Hvar varstu í fyrra lífi og hvar vonastu til að vera í því næsta? Ætli ég hafi ekki verið einhvers staðar í Afríku þar sem lítið var um mat, þar sem ég veit ekki um manneskju sem borðar hraðar en ég. Það er alltaf eins og ég sé að fá mína fyrstu máltíð í marga mán- uði. Í næsta lífi vona ég að ég verði stödd á góðum stað, eins og í dag, og sé við góða heilsu. Hvaða kæki ertu með og hvers konar kæki í fari annarra áttu erfiðast með að umbera? Ég held hafi ekki neina kæki. Ég spái ekki mikið í kækjum en ætli mér finnist ekki óþægilegt þegar fólk blikkar mikið augunum þegar það talar. Í hverju ertu best – fyrir utan fótbolta? Skallatennis. Frægasti ættinginn þinn? Birgir Leifur Hafþórsson golfari. Erum þó dálítið fjarskyld. Hvaða íþróttagrein á alls, alls ekki við þig? Fimleikar. Er íslenska kvennalandsliðið betra en karlalandsliðið? Já, á alþjóðavettvangi og í samanburði við heimslista. Þó myndu þeir trú- lega vinna okkur 11 á móti 11. Á hvaða leikvang værir þú mest til í að ganga inn á sem leikmaður? Old Trafford. Hvað metur þú mest í fari fólks? Heiðarleika og að það komi vel fram við náungann. Og að lokum – hverjir skipa draumaliðið þitt, burtséð frá kyni og aldri? Þar sem við urðum Íslandsmeistarar á dögunum þá ætla ég að velja lið Vals 2007 draumalið mitt. Liðið er frábært í alla staði, bæði innan vallar sem utan. Hins vegar er því ekki að neita að ég hef spilað með mörgun frábærum leikmönnum í ÍBV, Val og íslenska landsliðinu sem hafa gert mig að betri leikmanni og hjálpað mér að verða sá leikmaður sem ég er í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.