Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 06.10.2007, Qupperneq 74
kl. 17 Söngsveitin Fílharmónía ásamt Þjóðlagasveit Hauks Gröndal og söngkonunni Ragnheiði Gröndal leika klezmertónlist í Seltjarnar- neskirkju í dag kl. 17. Tónleikarnir verða svo endur- teknir á morgun kl.17. Stjórnandi tónleikanna er Magnús Ragnars- son. Í kynningum á dagskrá Borgarleikhússins í haust vakti nokkra athygli að tveir gestaflokkar munu á komandi vetri sýna þar rómaðar sýningar frá liðnum árum. Miðasala er hafin á þá fyrri, gestaleik frá Volksbuhne í Berlín. Verkið og leikstjórinn eru ekki af síðri endanum en Frank Castorf er einn af virtustu leikstjórum í Evrópu í dag. Verkið sem sýnt verður er Endastöð Ameríka og er túlkun Castorfs á leikriti Tennesee Williams Sporvagninn Girnd. Aðeins tvær sýningar verða á verkinu, föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október. Miðasala er hafin. Sýningin er samstarfsverkefni Volksbuhne í Berlín og Salzburg Festspiel og var frumsýnd árið 2000. Sýningin hlaut kröftugar móttökur við frumsýningu og eftir að hafa sýnt í Salzburg og Berlín hefur sýningin farið í leik- ferð um heiminn og er nú komin til Íslands. Frank Castorf ólst upp í Austur- Berlín og menntaði sig þar. Að námi loknu var hann leikhússtjóri á landsbyggðinni þar sem hann mótaði sínar aðferðir, varð snemma pólitískur og lenti upp á kant við stjórnvöld Austur-Þýska- lands. Hann tók við leikhússtjórn Volksbühne am Rosa-Luxem- bourg-Platz, Alþýðuleikhússins í Berlín, árið 1992 og gerði leikhús sitt að heimili fyrir framsæknar sýningar með ríkri tilvísun til yngri áhorfenda. Castorf er óhræddur og ögrandi í listsköpun sinni og hikar ekki við að sviðsetja stór verk leikbók- menntanna og bókmenntasögunn- ar. Hann beitir póstmódernískum aðferðum í meðferð sinni á leik- bókmenntum, afbyggir verkin, eins og það er kallað á máli menntamanna síðustu áratuga, það er hann rífur þau í tætlur og skeytir saman á ný eftir eigin hugmyndum um byggingu Hann vílar ekki fyrir sér að nota aðferðir margmiðlunar; mynda- vélar, míkrafóna og stóra skjái og skerma til að magna upp það sem fram fer á sviðinu. Í Endastöð Ameríka beitir hann þessum aðferðum. Hann fer frjálslega með verk Tennesee Williams, brýtur upp byggingu verksins, skeytir inn dægurlögum eftir Britney Spears og Lou Reed, varpar upp upprunalegum texta Tennessee Williams og mundar myndavélar og skjávarpa, en hann er samt trúr inntaki verks- ins sem heldur sínum beitta boðskap sem styrkist frekar með tilvísunum úr samtímanum. Sporvagninn Girnd gerist í kreppu eftirstríðsáranna í Amer- íku. Verkið var frumflutt 1947 og hefur af mörgum verið talið eitt af bestu leikverkum síðustu aldar. Samnefnd Hollywood-kvikmynd með Marlon Brando og Vivian Leigh í aðalhlutverkum er eflaust mörgum minnistæð en hún skaut þessum leikurum upp á stjörnu- himininn. Hér á landi hefur verkið komið á svið í tvígang. Þá hefur það sést nokkrum sinnum í sjón- varpsgerðum og einnig hefur André Previn samið óperu eftir verkinu. Verkið segir frá kennslukon- unni Blanche Dubios sem kemur í heimsókn til þungaðrar systur sinnar og eiginmanns hennnar, Stanley Kowalski, pólsks innflytj- enda. Blanche hefur flúið veru- leika sinn inn í heim tálsýna og lygi og þegar heimsókn hennar dregst á langinn lendir henni saman við Stanley, sem berst við að halda karlmannlegri reisn sína í samfélagi þar sem hann er upp á kant, en í baráttu sinni afhjúpar hann þess í stað dýrið í sjálfum sér. Verk Castorfs er um baráttu fólks í kreppu og veltir upp spurn- ingunni um hversu mikilli afneitun er nauðsynlegt að beita til að lifa af? Áhugamannafélögin eru með hó í dag í Borgarleikhúsinu. Stutt- verkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Margt smátt, verður þar haldin í fjórða sinn í dag kl. 14. Í þetta skiptið sýna sex leik- félög alls 15 þætti og eru það allt ný íslensk verk, samin af fólki í leikfélögunum sjálfum. Það eru Freyvangsleikhúsið, Halaleikhópurinn, Hugleikur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar og Leikfélagið Sýnir sem taka þátt í Mörgu smáu þetta árið og fer hátíðin fram á Litla sviðinu. Þetta er í fjórða skipti sem Bandalag íslenskra leikfélaga og Borgarleikhúsið halda þess hátíð saman og endurspeglar hún hið merka starf sem fer fram í ritun stuttra leikverka innan raða íslensku áhugaleikhúsanna. Má segja að þar fari fram brautryðj- endastarf á því sviði og hefur orðið gífurleg aukning í uppsetn- ingu slíkra verka hjá aðildar- félögum Bandalagsins á undan- förnum áratug. Hér eru á ferðinni höfundar á borð við Hjálmar Arinbjarnarson, Hjólastólasveitina, Hrefnu Frið- riksdóttur, Sigurð H. Pálsson, Þórunni Guðmundsdóttur, Unni Guttormsdóttur, Júlíu Hannam, Árna Friðriksson, Bjarna Bald- vinsson, Agnesi Þorkelsdóttur Wild, Sigrúnu Harðardóttur, Hörð Skúla Daníelsson og Hrund Ólafs- dóttur með leikhóp sínum. Áhugamenn með einþáttunga 100 ára afmæli stórsöngvara Eva Þyri Hilmarsdóttir heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju í dag kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Chopin, Granados og Prokofiev. Eva hóf píanónám ellefu ára gömul hjá Þorsteini Gauta Sig- urðssyni. Hún stundaði nám við Nýja Tónlistarskólann og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík, en þaðan lauk hún píanókennaraprófi og síðan burtfararprófi undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar árið 2001. Frá árinu 2002 hefur hún stundað nám við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum í Danmörku hjá prof. John Dam- gaard, þar sem hún hefur lokið mastersnámi og er um þessar mundir að ljúka þaðan einleikara- prófi. Hún leggur jafnframt mikla áherslu á kammermúsík og er eftirsóttur meðleikari söngvara. Eva Þyri hefur komið fram sem einleikari með hljómsveitum, frumflutt fjölda verka og kemur reglulega fram með hljómsveitum og kammersveitum af ýmsum stærðargráðum. Hún hefur haldið tónleika á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal og Rússlandi. Þessa efnisskrá, sem hér er flutt, hefur hún nýlega flutt á Akranesi og Selfossi, í sal Sívala- turnsins í Kaupmannahöfn og í Tónlistarhúsinu í Árósum. Píanóleikur í Fella- og Hólakirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.