Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 77

Fréttablaðið - 06.10.2007, Side 77
Flautuhátíðin Langsum og þvers- um stendur nú yfir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er Íslenski flautukórinn sem stendur fyrir hátíðinni og fær góða gesti frá Englandi, þau Ian Clarke og Averil William. Þau eru bæði kennarar við The Guild- hall School of Music and Drama í London. Tengsl Averil við Ísland ná aftur til áranna 1962-1965 þegar hún var fyrsti flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einar Jóhannesson klarinettu- leikari er einn af skipuleggjend- um hátíðarinnar. „Það má í raun rekja hátíðina til þess að við Averil erum gamlir vinir frá þeim tíma þegar ég bjó í Bretlandi. Við höfum aldrei spilað saman og til að bæta úr því varð þessi hátíð til.“ Nafn hátíðarinnar er sérstakt. „Nafnið er tilkomið vegna þess að Averil leikur á þverflautu en ég leik á klarinett sem er meira langsum. Því þótti okkur liggja beint við að kalla herlegheitin langsum og þversum,“ segir Einar. Það var hugmynd Averil að fá Ian Clarke með í hátíðarhaldið, en hann er fyrrverandi nemandi hennar. „Clarke er mikilsvirtur flautuleikari og tónskáld og hefur ferðast víða um heim til að halda tónleika og námskeið. Tónlist hans er mjög vinsæl meðal flautu- leikara,“ segir Einar. Hátíðin hófst á fimmtudag með masterklössum en henni lýkur á sunnudag með veglegum tón- leikum. Þar mun Averil Williams ásamt Einari frumflytja nýtt verk fyrir flautu og klarinett eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem ber heitið „Tvíteymi“. Ian Clarke mun leika verk eftir sjálfan sig og fleiri flytjendur koma fram. Tónleikarnir fara fram í Hásölum á sunnudag og hefjast kl. 17. Langsum og þversum Handverkshefð í hönnun Sýnd eru verk 34 hönnuða, lista- og handverksfólks og óhætt er að fullyrða að sýningin endurspegli þá miklu grósku og kraft sem er ríkjandi á þessum vettvangi í dag. Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14. Einnig er boðið upp á leiðsögn fyrir hópa eftir samkomulagi. Netfang: gerduberg@reykjavik.is, sími: 575-7700 Ertu með eitthvað NÝTT á prjónunum? Prjónanámskeið fyrir byrjendur fjögur mánudagskvöld 8. - 29. okt. kl. 19:30-22:30. Skráning á www.heimilisidnadur.is, s. 551 7800 og 895 0780 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir, alþýðulistakona, sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum. Listakonan tekur á móti gestum um helgina! Vissir þú... að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur. Sjá www.gerduberg.is Sýningar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.