Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 80

Fréttablaðið - 06.10.2007, Page 80
Sjónvarpsstöðin MTV segist munu frumsýna nýtt myndband við lagið Gimme More með söngkonunni Britney Spears á mánudag í þættinum Total Request Live. Æstir aðdáendur, nú eða jafnæstir gagnrýnendur, geta þó auðveldlega nálgast myndbandið nú þegar á YouTube-vefsíðunni þótt mönnum beri ekki saman um hvort þar fari endan- leg útgáfa eður ei. Í myndbandinu má sjá Britney „horfa á sjálfa sig“ dansa súludans. Við barinn situr ljóshærð og sakleysis- leg Britney ásamt vinkonum sínum og flissar að hinni dökkhærðu og dular- fullu Britney sem sveiflar sér um á súlunni. Sú er klædd í netasokkabuxur, nærbuxur og einhvers konar leður- vesti ásamt því að vera með stórt húðflúr á handleggnum. Um er að ræða myndband við sama lag og Britney flutti á MTV-hátíðinni fyrir skemmstu við afar slæmar undirtektir. Í myndbandinu sýnir hún örlítið betri tilþrif þótt söngkonan sé enn langt frá sínu besta. Einhver YouTube-notandinn lýsti frammistöðunni svona: „Hún stendur sig svo illa að mönnum mun líka illa við fatafellur í framtíðinni.“ Myndband með Britney frumsýnt Jennifer Lopez mun tilkynna það á tónleikum sínum í Madison Squ- are Garden í kvöld að hún og eig- inmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þessu heldur New York Post fram á alræmdri Page Six síðu sinni, og hefur það eftir ónefndum heimildarmanni. „Hana langar að flytja þær frá- bæru fréttir að hún sé ólétt hérna í heimabæ sínum,“ segir heimildarmaðurinn. Tónleikagestur á tónleikum J- Lo í Connecticut síðastliðinn mið- vikudag, sagði það augljóst að söngkonan ætti von á barni. „Vifta feykti bolnum hennar upp í andar- tak, og þetta var tvímælalaust óléttubumba. Hún var mjög fljót að toga bolinn niður aftur,“ sagði áhorfandinn. „Svo talaði hún um hvernig þetta ár væri fullt af nýj- ungum fyrir hana og af og til fauk toppurinn til og maður sá í bumb- una,“ bætti hann við. Sögusagnir um óléttu Lopez komust á kreik í september. Það vakti mikla athygli að söngkonan, sem hefur ekki verið feimin við aðsniðin klæðnað hingað til, valdi að klæðast hverju sirkustjaldinu á fætur öðru, eins og slúðurblogg- arinn Perez Hilton orðar það. Orðrómurinn náði eyrum eigin- manns Lopez, Marc Anthony, sem vísaði honum á bug. „Einhver hringir í hverjum mánuði og von- ast til að þeir hafi rétt fyrir sér, en nei. Nei,“ sagði hann. Nýjar myndir af söngkonunni þykja þó sýna fram á annað. Lopez tilkynnir óléttu í kvöld Hara-systurnar Rakel og Hildur Magnúsdætur munu taka þátt í undankeppni Eurovision. Frá þessu er greint á heimasíðunni esctoday.com. Undankeppnin mun eiga sér stað í Laugardagslög- unum á RÚV, þar sem níu þekktir lagahöfundar etja kappi, og þjóðin velur tólf lög sem koma til með að slást um farmiðann til Belgrad. „Við höfum ákveðið að taka þátt í íslensku Eurovision-undan- keppninni og erum mjög spenntar fyrir því að ýta þess- um Eurovison- rússíbana úr vör!“ segja syst- urnar í viðtali við esctoday. Þar kemur fram að titill lagsins sé I Wanna Man- icure, en það er samið af Hall- grími Óskars- syni. Hann samdi jafnframt lagið Open Your Heart sem Birgitta Haukdal söng í keppninni árið 2003. Fyrsta plata Hara, Bara, kemur út hér á landi á næstu vikum. Hara í undankeppni Eurovision

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.