Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.10.2007, Blaðsíða 80
Sjónvarpsstöðin MTV segist munu frumsýna nýtt myndband við lagið Gimme More með söngkonunni Britney Spears á mánudag í þættinum Total Request Live. Æstir aðdáendur, nú eða jafnæstir gagnrýnendur, geta þó auðveldlega nálgast myndbandið nú þegar á YouTube-vefsíðunni þótt mönnum beri ekki saman um hvort þar fari endan- leg útgáfa eður ei. Í myndbandinu má sjá Britney „horfa á sjálfa sig“ dansa súludans. Við barinn situr ljóshærð og sakleysis- leg Britney ásamt vinkonum sínum og flissar að hinni dökkhærðu og dular- fullu Britney sem sveiflar sér um á súlunni. Sú er klædd í netasokkabuxur, nærbuxur og einhvers konar leður- vesti ásamt því að vera með stórt húðflúr á handleggnum. Um er að ræða myndband við sama lag og Britney flutti á MTV-hátíðinni fyrir skemmstu við afar slæmar undirtektir. Í myndbandinu sýnir hún örlítið betri tilþrif þótt söngkonan sé enn langt frá sínu besta. Einhver YouTube-notandinn lýsti frammistöðunni svona: „Hún stendur sig svo illa að mönnum mun líka illa við fatafellur í framtíðinni.“ Myndband með Britney frumsýnt Jennifer Lopez mun tilkynna það á tónleikum sínum í Madison Squ- are Garden í kvöld að hún og eig- inmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þessu heldur New York Post fram á alræmdri Page Six síðu sinni, og hefur það eftir ónefndum heimildarmanni. „Hana langar að flytja þær frá- bæru fréttir að hún sé ólétt hérna í heimabæ sínum,“ segir heimildarmaðurinn. Tónleikagestur á tónleikum J- Lo í Connecticut síðastliðinn mið- vikudag, sagði það augljóst að söngkonan ætti von á barni. „Vifta feykti bolnum hennar upp í andar- tak, og þetta var tvímælalaust óléttubumba. Hún var mjög fljót að toga bolinn niður aftur,“ sagði áhorfandinn. „Svo talaði hún um hvernig þetta ár væri fullt af nýj- ungum fyrir hana og af og til fauk toppurinn til og maður sá í bumb- una,“ bætti hann við. Sögusagnir um óléttu Lopez komust á kreik í september. Það vakti mikla athygli að söngkonan, sem hefur ekki verið feimin við aðsniðin klæðnað hingað til, valdi að klæðast hverju sirkustjaldinu á fætur öðru, eins og slúðurblogg- arinn Perez Hilton orðar það. Orðrómurinn náði eyrum eigin- manns Lopez, Marc Anthony, sem vísaði honum á bug. „Einhver hringir í hverjum mánuði og von- ast til að þeir hafi rétt fyrir sér, en nei. Nei,“ sagði hann. Nýjar myndir af söngkonunni þykja þó sýna fram á annað. Lopez tilkynnir óléttu í kvöld Hara-systurnar Rakel og Hildur Magnúsdætur munu taka þátt í undankeppni Eurovision. Frá þessu er greint á heimasíðunni esctoday.com. Undankeppnin mun eiga sér stað í Laugardagslög- unum á RÚV, þar sem níu þekktir lagahöfundar etja kappi, og þjóðin velur tólf lög sem koma til með að slást um farmiðann til Belgrad. „Við höfum ákveðið að taka þátt í íslensku Eurovision-undan- keppninni og erum mjög spenntar fyrir því að ýta þess- um Eurovison- rússíbana úr vör!“ segja syst- urnar í viðtali við esctoday. Þar kemur fram að titill lagsins sé I Wanna Man- icure, en það er samið af Hall- grími Óskars- syni. Hann samdi jafnframt lagið Open Your Heart sem Birgitta Haukdal söng í keppninni árið 2003. Fyrsta plata Hara, Bara, kemur út hér á landi á næstu vikum. Hara í undankeppni Eurovision
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.